Stíll á lögreglunni á Ítalíu Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2014 10:06 Rennilegur nýjasti lögreglubíll ítölsku lögreglunnar. Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini gerðist rausnarlegur um daginn og gaf ítölsku lögreglunni eintak af sinni nýjustu framleiðslu, Huracán LP 610-4. Þessum bíl er ætlað að leysa af hólmi Lamborghini Gallardo bíl sem framleiðandinn gaf lögreglunni fyrir 6 árum síðan. Bíllinn er ekki alveg eins og þeir sem almenningi býðst, en hann er hlaðinn tæknibúnaði og getur til að mynda lesið sjálfur á skráningarnúmer þeirra bíla sem veitt er eftirför. Í skotti bílsins er kælir sem notaður verður til að flytja líffæri, en þá er gott að hafa hraðskreiðan bíl ef mikið liggur við. Lamborghini Huracán LP 610-4 er með 610 hestafla, 5,7 lítra og 10 strokka vél og skilar hún bílnum í 100 á 3,2 sekúndum og í 200 á 9,9 sekúndum. Slíkur bíll kostar frá 180.000 dollurum, eða ríflega 20 milljónir króna. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini gerðist rausnarlegur um daginn og gaf ítölsku lögreglunni eintak af sinni nýjustu framleiðslu, Huracán LP 610-4. Þessum bíl er ætlað að leysa af hólmi Lamborghini Gallardo bíl sem framleiðandinn gaf lögreglunni fyrir 6 árum síðan. Bíllinn er ekki alveg eins og þeir sem almenningi býðst, en hann er hlaðinn tæknibúnaði og getur til að mynda lesið sjálfur á skráningarnúmer þeirra bíla sem veitt er eftirför. Í skotti bílsins er kælir sem notaður verður til að flytja líffæri, en þá er gott að hafa hraðskreiðan bíl ef mikið liggur við. Lamborghini Huracán LP 610-4 er með 610 hestafla, 5,7 lítra og 10 strokka vél og skilar hún bílnum í 100 á 3,2 sekúndum og í 200 á 9,9 sekúndum. Slíkur bíll kostar frá 180.000 dollurum, eða ríflega 20 milljónir króna.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent