Ákæran gæti gert fólki erfiðara fyrir að sækja bætur Hjörtur Hjartarson skrifar 25. maí 2014 14:38 Ríkissaksóknari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur Landsspítalanum og hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild fyrir manndráp af gáleysi. Vísir/Vilhelm Lögmaður segir að nýleg ákæra á hendur hjúkrunarfræðingi geti leitt til þess að þolendur læknamistaka muni eiga erfitt verk fyrir höndum, ætli þeir sér að sækja bætur frá ríkinu. Ríkissaksóknari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur Landsspítalanum og hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild fyrir manndráp af gáleysi. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd af heilbrigðisstarfsmönnum enda komi hún til með að hafa víðtæk áhrif. Halldór Halldórsson lögmaður hefur rekið mál fyrir fjölmarga einstaklinga sem freista þess að sækja rétt sinn vegna læknamistaka. „Læknamistakamál er sá málaflokkur innan skaðabótaréttar þar sem það kann að reynast tjónþolum hvað erfiðast að sanna hina skaðabótaskyldu háttsemi og orsakatengsl milli hennar og tjónsins,“ segir Halldór. „Því þurfa tjónþolar, eðli málsins samkvæmt, að treysta talsvert á skráningu lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir þurfa að treysta því að hún sé rétt og sannleikanum samkvæm. Þó maður vilji ekki ætla neinum heilbrigðisstarfsmanni að breiða yfir mistök, þá gefur það auga leið að hugsanleg ákæra gæti dregið úr hvata til að greina nákvæmlega frá því ef eitthvað fer aflaga, til dæmis við aðgerð eða aðra meðhöndlun.“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunafræðinga sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann óttaðist að ákæran leiddi til þess heilbrigðisstarfsmenn myndu í framtíðinni reyna að hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregin fyrir dóm. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál,“ segir Halldór. „Ef fagmenn á þessu sviði telja sjálfir að þetta sé hættan, þá eru meiri líkur á því að tjónþoli þurfi að hafa verulegar áhyggjur af því að skráning sjúkraskráa gæti verið eitthvað röng og mögulega fölsuð ef þess ber undir. Ég hef verið með mál þar sem tjónþolar hafa kannski verið nýbúnir að ganga undir aðgerð og eru kannski ekki í þannig ástandi að geta greint nákvæmlega frá hvað gerist í aðgerðinni. Því þurfa þeir að treysta á að það sem kemur fram í sjúkraskrám sé sannleikanum samkvæmt. Þetta er grafalvarlegt mál að mínu mati.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir "Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Lögmaður segir að nýleg ákæra á hendur hjúkrunarfræðingi geti leitt til þess að þolendur læknamistaka muni eiga erfitt verk fyrir höndum, ætli þeir sér að sækja bætur frá ríkinu. Ríkissaksóknari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur Landsspítalanum og hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild fyrir manndráp af gáleysi. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd af heilbrigðisstarfsmönnum enda komi hún til með að hafa víðtæk áhrif. Halldór Halldórsson lögmaður hefur rekið mál fyrir fjölmarga einstaklinga sem freista þess að sækja rétt sinn vegna læknamistaka. „Læknamistakamál er sá málaflokkur innan skaðabótaréttar þar sem það kann að reynast tjónþolum hvað erfiðast að sanna hina skaðabótaskyldu háttsemi og orsakatengsl milli hennar og tjónsins,“ segir Halldór. „Því þurfa tjónþolar, eðli málsins samkvæmt, að treysta talsvert á skráningu lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir þurfa að treysta því að hún sé rétt og sannleikanum samkvæm. Þó maður vilji ekki ætla neinum heilbrigðisstarfsmanni að breiða yfir mistök, þá gefur það auga leið að hugsanleg ákæra gæti dregið úr hvata til að greina nákvæmlega frá því ef eitthvað fer aflaga, til dæmis við aðgerð eða aðra meðhöndlun.“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunafræðinga sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann óttaðist að ákæran leiddi til þess heilbrigðisstarfsmenn myndu í framtíðinni reyna að hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregin fyrir dóm. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál,“ segir Halldór. „Ef fagmenn á þessu sviði telja sjálfir að þetta sé hættan, þá eru meiri líkur á því að tjónþoli þurfi að hafa verulegar áhyggjur af því að skráning sjúkraskráa gæti verið eitthvað röng og mögulega fölsuð ef þess ber undir. Ég hef verið með mál þar sem tjónþolar hafa kannski verið nýbúnir að ganga undir aðgerð og eru kannski ekki í þannig ástandi að geta greint nákvæmlega frá hvað gerist í aðgerðinni. Því þurfa þeir að treysta á að það sem kemur fram í sjúkraskrám sé sannleikanum samkvæmt. Þetta er grafalvarlegt mál að mínu mati.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir "Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
"Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46
Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19
Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28
Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00
Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00