Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni 24. maí 2014 00:01 Ramos fagnar marki sínu Vísir/afp Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. Atletico var 1-0 yfir fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma en Real Madrid keyrði yfir Atletico í seinni hálfleik framlengingarinnar og tryggði sér sigurinn Diego Costa byrjaði leikinn fyrir Atletico en entist aðeins níu mínútur. Enginn getur jafnað sig á tognun í aftanverðu læri á einni viku og það kom á daginn. Vont fyrir Atletico að missa skiptingu svo snemma leiks þegar liðið þurfti sárlega á ferskum fótum að halda í framlengingunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Gareth Bale fékk fyrsta færi góða leiksins eftir skelfileg mistök Tiago en hitti ekki markið. Örfáum mínútum seinna fékk Atletico horn. Casillas gerði skelfileg mistök í markinu þegar hann þaut af línunni og Diego Godin skallaði yfir hann og yfir línuna. Úrúgvæinn heldur áfram að skora mikilvæg mörk en hann tryggði Atletico jafntefli gegn Barcelona í síðustu umferð spænsku deildarinnar og um leið liðinu titilinn á Spáni. Framlína Real, Benzema, Bale og Ronaldo voru nánast ekki með lengi framan. Ronaldo komst þó betur inn í leikinn er leið á hann og Bale fékk bestu færi Real Madrid í venjulegum leiktíma og hefði átt að skora. Vinusemi leikmanna Atletico var algjörlega til fyrirmyndar en útheimti mikla orku. Því þyngdust sóknir Real er leið á leikinn og liðinu gekk betur að skapa sér sóknarfæri ásamt því að lið Atletico féll aftar á völlinn. Sóknarþungi Real skilaði jöfnunarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Sergio Ramos skallaði hornspyrnu Luka Modric í hornið og knúði fram framlengingu. Real var sterkara í framlengingunni og tryggði sér sigur í seinni hálfleik hennar. Þegar tíu mínútur voru eftir átti Angel di María frábæran sprett upp hægri kantinn, komst í gott færi en Courtois varði í markinu. Bale var réttur maður á réttum stað þegar hann fylgdi skotinu eftir og skallaði boltann í netið. Það var svo varamaðurinn Marcelo sem gerði út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir með föstu skoti rétt utan teigs. Enn var tími fyrir eitt mark í viðbót. Ronaldo var felldur í teignum og hann skoraði sjálfur úr vítinu í þann mund sem venjulegur leiktími framlengingarinnar rann út. Tíundi sigur Real Madrid í Meistaradeildinni staðreynd og sá fyrsti í 12 ár. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. Atletico var 1-0 yfir fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma en Real Madrid keyrði yfir Atletico í seinni hálfleik framlengingarinnar og tryggði sér sigurinn Diego Costa byrjaði leikinn fyrir Atletico en entist aðeins níu mínútur. Enginn getur jafnað sig á tognun í aftanverðu læri á einni viku og það kom á daginn. Vont fyrir Atletico að missa skiptingu svo snemma leiks þegar liðið þurfti sárlega á ferskum fótum að halda í framlengingunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Gareth Bale fékk fyrsta færi góða leiksins eftir skelfileg mistök Tiago en hitti ekki markið. Örfáum mínútum seinna fékk Atletico horn. Casillas gerði skelfileg mistök í markinu þegar hann þaut af línunni og Diego Godin skallaði yfir hann og yfir línuna. Úrúgvæinn heldur áfram að skora mikilvæg mörk en hann tryggði Atletico jafntefli gegn Barcelona í síðustu umferð spænsku deildarinnar og um leið liðinu titilinn á Spáni. Framlína Real, Benzema, Bale og Ronaldo voru nánast ekki með lengi framan. Ronaldo komst þó betur inn í leikinn er leið á hann og Bale fékk bestu færi Real Madrid í venjulegum leiktíma og hefði átt að skora. Vinusemi leikmanna Atletico var algjörlega til fyrirmyndar en útheimti mikla orku. Því þyngdust sóknir Real er leið á leikinn og liðinu gekk betur að skapa sér sóknarfæri ásamt því að lið Atletico féll aftar á völlinn. Sóknarþungi Real skilaði jöfnunarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Sergio Ramos skallaði hornspyrnu Luka Modric í hornið og knúði fram framlengingu. Real var sterkara í framlengingunni og tryggði sér sigur í seinni hálfleik hennar. Þegar tíu mínútur voru eftir átti Angel di María frábæran sprett upp hægri kantinn, komst í gott færi en Courtois varði í markinu. Bale var réttur maður á réttum stað þegar hann fylgdi skotinu eftir og skallaði boltann í netið. Það var svo varamaðurinn Marcelo sem gerði út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir með föstu skoti rétt utan teigs. Enn var tími fyrir eitt mark í viðbót. Ronaldo var felldur í teignum og hann skoraði sjálfur úr vítinu í þann mund sem venjulegur leiktími framlengingarinnar rann út. Tíundi sigur Real Madrid í Meistaradeildinni staðreynd og sá fyrsti í 12 ár.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira