Flottustu strætóskýlin Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 15:05 Eitt strætóskýlanna frumlegu. Bær einn í Austurríki heitir Krumbach og þar búa 1.000 manns. Þar eru samt samankomin ein frumlegustu og flottustu strætóskýli heims. Tilvist þeirra má rekja til þess að bæjarstjórnin í Krumbach skipti við eina 7 arkitekta á vikulangri lúxusdvöl í bænum og hönnun á strætóskýlum. Arkitektarnir koma frá hinum ýmsu heimshornum eins og Chile og Japan, enda eru þau æði ólík. Ekki er víst að sum af þessum skýlum yrðu af miklu gagni á okkar vindasama landi, en það er víst oftar logn í Austurríki en á Íslandi. Ljóst mun einnig vera að útgangspunktur arkitektanna var ekki umfram allt notagildi og virðist að útlit þeirra og frumlegheit hafi verið rauði þráðurinn. Fyrir vikið eru þau einmitt svo flott. Fleiri mættu fara að dæmi bæjarstjórnarinnar í Krumbach. Sjá má öll þessu frumlegu skýli hér að neðan. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent
Bær einn í Austurríki heitir Krumbach og þar búa 1.000 manns. Þar eru samt samankomin ein frumlegustu og flottustu strætóskýli heims. Tilvist þeirra má rekja til þess að bæjarstjórnin í Krumbach skipti við eina 7 arkitekta á vikulangri lúxusdvöl í bænum og hönnun á strætóskýlum. Arkitektarnir koma frá hinum ýmsu heimshornum eins og Chile og Japan, enda eru þau æði ólík. Ekki er víst að sum af þessum skýlum yrðu af miklu gagni á okkar vindasama landi, en það er víst oftar logn í Austurríki en á Íslandi. Ljóst mun einnig vera að útgangspunktur arkitektanna var ekki umfram allt notagildi og virðist að útlit þeirra og frumlegheit hafi verið rauði þráðurinn. Fyrir vikið eru þau einmitt svo flott. Fleiri mættu fara að dæmi bæjarstjórnarinnar í Krumbach. Sjá má öll þessu frumlegu skýli hér að neðan.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent