Oddvitaáskorunin - Hitti næstum því Russell Crowe Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2014 11:46 Ingvar sendi okkur mynd af sér og tvífara leikarans Russell Crowe. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. Hann er uppalinn Garðbæingur og á djúpar rætur þar. Ingvar er kennslustjóri íþrótta í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, áður en hann tók til starfa þar var hann náttúrufræðikennari í Garðaskóla. Ingvar hefur mikin áhuga á íþróttum og er aðeins eitt félag sem á huga hans allan og það er Stjarnan. Hann hefur spilað með öllum meistarflokkum félagsins þ.e.a.s. í blaki, körfu, handbolta og knattspyrnu einnig á Ingvar félagsmet Stjörnunnar í spjótkasti. Helstu áhugamál fyrir utan íþróttir eru stang- og skotveiði. Ingvar er veiðimaður af guðs náð og er þessa dagana að veiða atkvæði. Að öllu gamni slepptu segist Ingvar vera eðal Garðbæingur sem sé tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir bæjarbúa. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sauðholt í Ásahreppi. Hundar eða kettir? Ég er hundakall. Á labradorhund sem heitir Skuggi og er hann einn af fjölskyldunni. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barna minna og hvolpana hans Skugga(barnabörnin). Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grilluð villibráð. Hvernig bíl ekur þú? Izusu upptakara(pick-up) árgerð 2004, ekinn 200.005 km. Besta minningin? Á margar stórkostlegar minningar frá uppvexti mínum í Garðabæ. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Bara nokkrum sinnum. Bara einu sinni verið settur í klefa en það var bara í stutta stund. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég pissaði óvart á vin minn. Ég vona að hann geti fyrirgefið mér. Draumaferðalagið? Falleg ganga um ósnortið hraunið í miðnætursólinni í Garðabæ. Hefur þú migið í saltan sjó? Já á mörgum bátsferðum mínum í gegnum tíðina hef ég gert það og svo óvart á vin minn líka. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar við félagarnir vorum staddir í Madríd fyrir nokkrum árum og sungum Bobby McFerrin slagarann Don´t worry be happy við ansi magnaðar aðstæður. Hefur þú viðurkennt mistök? Já enda trúi ég á að mistök séu til þess að læra af þeim. Hverju ertu stoltastur af? Strákunum mínum, þeir eru sólargeislarnir í lífi mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Garðabær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ingvar Arnarson er einn af oddvitum lista FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ. Hann er uppalinn Garðbæingur og á djúpar rætur þar. Ingvar er kennslustjóri íþrótta í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, áður en hann tók til starfa þar var hann náttúrufræðikennari í Garðaskóla. Ingvar hefur mikin áhuga á íþróttum og er aðeins eitt félag sem á huga hans allan og það er Stjarnan. Hann hefur spilað með öllum meistarflokkum félagsins þ.e.a.s. í blaki, körfu, handbolta og knattspyrnu einnig á Ingvar félagsmet Stjörnunnar í spjótkasti. Helstu áhugamál fyrir utan íþróttir eru stang- og skotveiði. Ingvar er veiðimaður af guðs náð og er þessa dagana að veiða atkvæði. Að öllu gamni slepptu segist Ingvar vera eðal Garðbæingur sem sé tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir bæjarbúa. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sauðholt í Ásahreppi. Hundar eða kettir? Ég er hundakall. Á labradorhund sem heitir Skuggi og er hann einn af fjölskyldunni. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barna minna og hvolpana hans Skugga(barnabörnin). Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grilluð villibráð. Hvernig bíl ekur þú? Izusu upptakara(pick-up) árgerð 2004, ekinn 200.005 km. Besta minningin? Á margar stórkostlegar minningar frá uppvexti mínum í Garðabæ. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Bara nokkrum sinnum. Bara einu sinni verið settur í klefa en það var bara í stutta stund. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég pissaði óvart á vin minn. Ég vona að hann geti fyrirgefið mér. Draumaferðalagið? Falleg ganga um ósnortið hraunið í miðnætursólinni í Garðabæ. Hefur þú migið í saltan sjó? Já á mörgum bátsferðum mínum í gegnum tíðina hef ég gert það og svo óvart á vin minn líka. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar við félagarnir vorum staddir í Madríd fyrir nokkrum árum og sungum Bobby McFerrin slagarann Don´t worry be happy við ansi magnaðar aðstæður. Hefur þú viðurkennt mistök? Já enda trúi ég á að mistök séu til þess að læra af þeim. Hverju ertu stoltastur af? Strákunum mínum, þeir eru sólargeislarnir í lífi mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Garðabær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Höldum stöðugleikanum Gunnar Einarsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 14. maí 2014 11:25