Volkswagen Golf dagurinn Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 10:45 Volkswagen Golf. Volkswagen fagnar sumrinu og býður nú gestum og gangandi á Golf daginn laugardaginn 24. maí. Þá ætlar Volkswagen að sýna nýjustu línuna af Golf bifreiðum, bjóða upp á léttar veitingar og snúning í veltibílnum. Volkswagen hefur fengið í hús sérútbúna Golf bíla hlaðna aukabúnaði sem verða til sýnis ásamt Golf GTI og Golf R en þess má geta að sá síðastnefndi er hraðskreiðasti Golf sem framleiddur hefur verið – hann er fjórhjóladrifið 300 hestafla tryllitæki. Gestum verður boðið uppá kex og kaffibolla frá Kaffitári sem þeir geta notið á meðan rölt er á milli sýningarbíla. Volkswagen hvetur fólk til að koma við í reynsluakstur og prófa hinn margverðlaunaða Golf og fá tilfinningu fyrir bílnum og þeim þægindum sem Golf hefur uppá að bjóða. Yngri kynslóðinni verður boðið upp á ferð í veltibílnum sívinsæla, safa til að kæla sig niður og þeim yngstu blöðru til að taka með heim. HEKLA, Laugavegi 170-174, er opin á laugardaginn milli klukkan 12 og 16. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent
Volkswagen fagnar sumrinu og býður nú gestum og gangandi á Golf daginn laugardaginn 24. maí. Þá ætlar Volkswagen að sýna nýjustu línuna af Golf bifreiðum, bjóða upp á léttar veitingar og snúning í veltibílnum. Volkswagen hefur fengið í hús sérútbúna Golf bíla hlaðna aukabúnaði sem verða til sýnis ásamt Golf GTI og Golf R en þess má geta að sá síðastnefndi er hraðskreiðasti Golf sem framleiddur hefur verið – hann er fjórhjóladrifið 300 hestafla tryllitæki. Gestum verður boðið uppá kex og kaffibolla frá Kaffitári sem þeir geta notið á meðan rölt er á milli sýningarbíla. Volkswagen hvetur fólk til að koma við í reynsluakstur og prófa hinn margverðlaunaða Golf og fá tilfinningu fyrir bílnum og þeim þægindum sem Golf hefur uppá að bjóða. Yngri kynslóðinni verður boðið upp á ferð í veltibílnum sívinsæla, safa til að kæla sig niður og þeim yngstu blöðru til að taka með heim. HEKLA, Laugavegi 170-174, er opin á laugardaginn milli klukkan 12 og 16.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent