Skorar á oddvita sinn að hlekkja sig við gröfu Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2014 13:15 Áslaug María Friðriksdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttur háðu hörkurimmu á Twitter þar til Halldór Halldórsson skakkaði leikinn Frambjóðendur til borgarstjórnar Reykjavíkur, Þær Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi, lentu í snarpri rimmu á Twitter í morgun. Áslaug María Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki, skoraði á Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum. Tilefni þessara orða hennar var umræða í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun. Þar komu oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ræddu borgarmálin og aðdraganda kosninga. Halldór Halldórsson talaði þar um að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum væru afar slæmar. Borgin ætti ekki að taka þátt í að byggja leiguhúsnæði og hlutast til um leiguverð á opnum markaði. Skora á Halldór að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum @HalldorRvk — Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014Skilvirkasta leiðin ef frá er talin loftárás Halldór sagði: „Þessi leið er skilvirkasta leið til að eyðileggja borg, það er reyndar ein skilvirkari og það er loftárás. Mér finnst þetta mjög slæmar tillögur sem munu koma sér illa fyrir borgarbúa. Það liggur við að Þegar Dagur fer af stað með fyrstu gröfuna að þá verði ég að hlekkja mig við hana til að koma í veg fyrir þetta.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, svaraði Áslaugu um hæl á Twitter og spurði hana hvort það muni vera sama grafa og hann notaði til að grafa eigin gröf í viðtalinu á Bylgjunni.@aslaugf @HalldorRvk Er það sama grafa og hann notaði til þess að grafa sína eigin gröf í viðtalinu?— Kristín Soffía (@KristinSoffia) May 20, 2014 Skreyta sig með stolnum fjöðrum Áslaug María telur húsnæðistillögur Samfylkingarinnar byggja á sandi og að allt tal um að lofa almennum leiguíbúðum sé blekkingarleikur Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Húsnæðismál hafa mikið verið í umræðunni í kosningabaráttunni í Reykjavík. Áslaug segir í samtali við Vísi að ætlunin sé að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Ásetningur meirihlutans er að vaða inn á samkeppnismarkað með almennar leiguíbúðir, það voru loforðin þar sem þau ætluðu að niðurgreiða eftir mjög óskýrum leiðum húsnæði til að lækka leiguverð. Þetta er allt mjög loðið og óskýrt. Svo eru þau að hreykja sér að því að hér séu að fara í gang uppbygging á 2500 íbúðum fyrir aldraða og stúdenta, þetta er ekkert meirihluta Reykjavíkurborgar að þakka. Hér er verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum." @KristinSoffia @HalldorRvk Sama grafarlag og var undir þegar kom í ljós að húsnæðistillögurnar ykkar byggja á sandi.— Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014 Eftir snarpar umræður þeirra á milli steig Halldór Halldórsson fram, sem betur þekktur er sem Dóri DNA, og bað stöllurnar um að færa umræðuna upp á örlítið hærra plan. @aslaugf @KristinSoffia @HalldorRvk Má ekki færa þessar umræður upp á örlítið hærra plan? #struggle— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 20, 2014 Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningum má finna á kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Frambjóðendur til borgarstjórnar Reykjavíkur, Þær Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi, lentu í snarpri rimmu á Twitter í morgun. Áslaug María Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki, skoraði á Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum. Tilefni þessara orða hennar var umræða í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun. Þar komu oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ræddu borgarmálin og aðdraganda kosninga. Halldór Halldórsson talaði þar um að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum væru afar slæmar. Borgin ætti ekki að taka þátt í að byggja leiguhúsnæði og hlutast til um leiguverð á opnum markaði. Skora á Halldór að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum @HalldorRvk — Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014Skilvirkasta leiðin ef frá er talin loftárás Halldór sagði: „Þessi leið er skilvirkasta leið til að eyðileggja borg, það er reyndar ein skilvirkari og það er loftárás. Mér finnst þetta mjög slæmar tillögur sem munu koma sér illa fyrir borgarbúa. Það liggur við að Þegar Dagur fer af stað með fyrstu gröfuna að þá verði ég að hlekkja mig við hana til að koma í veg fyrir þetta.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, svaraði Áslaugu um hæl á Twitter og spurði hana hvort það muni vera sama grafa og hann notaði til að grafa eigin gröf í viðtalinu á Bylgjunni.@aslaugf @HalldorRvk Er það sama grafa og hann notaði til þess að grafa sína eigin gröf í viðtalinu?— Kristín Soffía (@KristinSoffia) May 20, 2014 Skreyta sig með stolnum fjöðrum Áslaug María telur húsnæðistillögur Samfylkingarinnar byggja á sandi og að allt tal um að lofa almennum leiguíbúðum sé blekkingarleikur Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Húsnæðismál hafa mikið verið í umræðunni í kosningabaráttunni í Reykjavík. Áslaug segir í samtali við Vísi að ætlunin sé að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Ásetningur meirihlutans er að vaða inn á samkeppnismarkað með almennar leiguíbúðir, það voru loforðin þar sem þau ætluðu að niðurgreiða eftir mjög óskýrum leiðum húsnæði til að lækka leiguverð. Þetta er allt mjög loðið og óskýrt. Svo eru þau að hreykja sér að því að hér séu að fara í gang uppbygging á 2500 íbúðum fyrir aldraða og stúdenta, þetta er ekkert meirihluta Reykjavíkurborgar að þakka. Hér er verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum." @KristinSoffia @HalldorRvk Sama grafarlag og var undir þegar kom í ljós að húsnæðistillögurnar ykkar byggja á sandi.— Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014 Eftir snarpar umræður þeirra á milli steig Halldór Halldórsson fram, sem betur þekktur er sem Dóri DNA, og bað stöllurnar um að færa umræðuna upp á örlítið hærra plan. @aslaugf @KristinSoffia @HalldorRvk Má ekki færa þessar umræður upp á örlítið hærra plan? #struggle— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 20, 2014 Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningum má finna á kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira