RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 12:42 Sóley ásamt kosningahamstrinum Högna. Mynd/Kristófer Helgason „Hún er bara mjög góð,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um stemninguna á kjördag. Reykjavík síðdegis náði tali af henni í kosningamiðstöð flokksins á Suðurgötu. „Við erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja Vinstri grænum góða kosningu og nú er bara að bíða og sjá. Bara njóta þess að vera hér með félögunum og drekka kaffi, vera ekki á þönum út um allan bæ í fyrsta skipti í mjög langan tíma.“ Hún segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. „Að undanförnu höfum við fengið ástæðu til þess að hafa miklar áhyggjur af því að Vinstri græn detti út úr borgarstjórn. Það væri að mínu mati mjög slæmt. Vinstri græn hafa dregið vagninn í mjög mörgum mikilvægum málaflokkum. Það erum við sem höfum fengið aðra flokka með í öllum aðgerðum varðandi umhverfismál. Við höfum staðið fast í lappirnar gegn einkavæðingu. Við höfum verið með brýnar tillögur um kvenfrelsismál, við höfum staðið með leikskólum og grunnskólum. Ef þessi sjónarmið verða ekki inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili, þá held ég í alvöru að það verði mjög slæmt fyrir stjórnmálin.“ Hún segist ekki hafa skýringu á því hvers vegna útlit er fyrir að flokkurinn nái ef til vill ekki inn manni í borgarstjórn. „Það er nefnilega ekki mitt að dæma. Við höfum gert allt sem við gátum, nú verðum við bara að sjá hvað setur. Mér finnst við Vinstri græn hafa lagt algjöra áherslu á grundvallaratriði.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Hún er bara mjög góð,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um stemninguna á kjördag. Reykjavík síðdegis náði tali af henni í kosningamiðstöð flokksins á Suðurgötu. „Við erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja Vinstri grænum góða kosningu og nú er bara að bíða og sjá. Bara njóta þess að vera hér með félögunum og drekka kaffi, vera ekki á þönum út um allan bæ í fyrsta skipti í mjög langan tíma.“ Hún segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. „Að undanförnu höfum við fengið ástæðu til þess að hafa miklar áhyggjur af því að Vinstri græn detti út úr borgarstjórn. Það væri að mínu mati mjög slæmt. Vinstri græn hafa dregið vagninn í mjög mörgum mikilvægum málaflokkum. Það erum við sem höfum fengið aðra flokka með í öllum aðgerðum varðandi umhverfismál. Við höfum staðið fast í lappirnar gegn einkavæðingu. Við höfum verið með brýnar tillögur um kvenfrelsismál, við höfum staðið með leikskólum og grunnskólum. Ef þessi sjónarmið verða ekki inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili, þá held ég í alvöru að það verði mjög slæmt fyrir stjórnmálin.“ Hún segist ekki hafa skýringu á því hvers vegna útlit er fyrir að flokkurinn nái ef til vill ekki inn manni í borgarstjórn. „Það er nefnilega ekki mitt að dæma. Við höfum gert allt sem við gátum, nú verðum við bara að sjá hvað setur. Mér finnst við Vinstri græn hafa lagt algjöra áherslu á grundvallaratriði.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira