RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 12:42 Sóley ásamt kosningahamstrinum Högna. Mynd/Kristófer Helgason „Hún er bara mjög góð,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um stemninguna á kjördag. Reykjavík síðdegis náði tali af henni í kosningamiðstöð flokksins á Suðurgötu. „Við erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja Vinstri grænum góða kosningu og nú er bara að bíða og sjá. Bara njóta þess að vera hér með félögunum og drekka kaffi, vera ekki á þönum út um allan bæ í fyrsta skipti í mjög langan tíma.“ Hún segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. „Að undanförnu höfum við fengið ástæðu til þess að hafa miklar áhyggjur af því að Vinstri græn detti út úr borgarstjórn. Það væri að mínu mati mjög slæmt. Vinstri græn hafa dregið vagninn í mjög mörgum mikilvægum málaflokkum. Það erum við sem höfum fengið aðra flokka með í öllum aðgerðum varðandi umhverfismál. Við höfum staðið fast í lappirnar gegn einkavæðingu. Við höfum verið með brýnar tillögur um kvenfrelsismál, við höfum staðið með leikskólum og grunnskólum. Ef þessi sjónarmið verða ekki inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili, þá held ég í alvöru að það verði mjög slæmt fyrir stjórnmálin.“ Hún segist ekki hafa skýringu á því hvers vegna útlit er fyrir að flokkurinn nái ef til vill ekki inn manni í borgarstjórn. „Það er nefnilega ekki mitt að dæma. Við höfum gert allt sem við gátum, nú verðum við bara að sjá hvað setur. Mér finnst við Vinstri græn hafa lagt algjöra áherslu á grundvallaratriði.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
„Hún er bara mjög góð,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um stemninguna á kjördag. Reykjavík síðdegis náði tali af henni í kosningamiðstöð flokksins á Suðurgötu. „Við erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja Vinstri grænum góða kosningu og nú er bara að bíða og sjá. Bara njóta þess að vera hér með félögunum og drekka kaffi, vera ekki á þönum út um allan bæ í fyrsta skipti í mjög langan tíma.“ Hún segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. „Að undanförnu höfum við fengið ástæðu til þess að hafa miklar áhyggjur af því að Vinstri græn detti út úr borgarstjórn. Það væri að mínu mati mjög slæmt. Vinstri græn hafa dregið vagninn í mjög mörgum mikilvægum málaflokkum. Það erum við sem höfum fengið aðra flokka með í öllum aðgerðum varðandi umhverfismál. Við höfum staðið fast í lappirnar gegn einkavæðingu. Við höfum verið með brýnar tillögur um kvenfrelsismál, við höfum staðið með leikskólum og grunnskólum. Ef þessi sjónarmið verða ekki inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili, þá held ég í alvöru að það verði mjög slæmt fyrir stjórnmálin.“ Hún segist ekki hafa skýringu á því hvers vegna útlit er fyrir að flokkurinn nái ef til vill ekki inn manni í borgarstjórn. „Það er nefnilega ekki mitt að dæma. Við höfum gert allt sem við gátum, nú verðum við bara að sjá hvað setur. Mér finnst við Vinstri græn hafa lagt algjöra áherslu á grundvallaratriði.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira