RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 11:30 Halldór greiddi atkvæði sitt í Laugardalshöllinni fyrr í dag. Vísir/Pjetur „Kjördagur leggst alltaf vel í mig,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Alveg sama hverjar niðurstöðurnar verða, þá eru svo mikil forréttindi að búa í frjálsu samfélagi þar sem við útkljáum málin reglulega með kosningum.“ Hann segir að þrátt fyrir snarpa innkomu sína í kosningabaráttuna sé ekki margt sem hann hefði viljað gera öðruvísi. „Ég held að það sé alltaf eitthvað,“ segir Halldór. „En í heildina tekið held ég að við höfum gert flestallt rétt. Við unnum með aðkomu mjög margra góða stefnu. Frjálslynda, hægrisinnaða stefnu. Það má segja að kosningarnar hefðu kannski mátt snúast meira um öll stefnumál. Kosningar vilja stundum þróast út í að snúast um eitt eða tvö mál og það hefur svolítið gerst í þessari kosningabaráttu.“ Hann kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst vanta frá meðframbjóðendum okkar að þau hafi verið rædd nógu mikið, velt fram og til baka, hverjir eru kostir og gallar þessara hugmynda? Eins og við höfum verið að segja að það eru ekki góðar hugmyndir í húsnæðismálum hjá Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Það eru raunar mjög vondar hugmyndir. Ég hefði viljað fá til baka meiri rökstuðning frá þeim. Svo finnst mér alveg vanta inn í þessa kosningabaráttu umræðu um málefni aldra.“ Hann segist ekki telja að veðrið í dag setji strik í reikninginn í kosningunum. „Þetta er nú ekki þannig veður held ég,“ segir hann. „Á svo ekki að lagast þegar það líður á daginn? Ég vona það að kjörsókn verði góð og við njótum bara dagsins.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Kjördagur leggst alltaf vel í mig,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Alveg sama hverjar niðurstöðurnar verða, þá eru svo mikil forréttindi að búa í frjálsu samfélagi þar sem við útkljáum málin reglulega með kosningum.“ Hann segir að þrátt fyrir snarpa innkomu sína í kosningabaráttuna sé ekki margt sem hann hefði viljað gera öðruvísi. „Ég held að það sé alltaf eitthvað,“ segir Halldór. „En í heildina tekið held ég að við höfum gert flestallt rétt. Við unnum með aðkomu mjög margra góða stefnu. Frjálslynda, hægrisinnaða stefnu. Það má segja að kosningarnar hefðu kannski mátt snúast meira um öll stefnumál. Kosningar vilja stundum þróast út í að snúast um eitt eða tvö mál og það hefur svolítið gerst í þessari kosningabaráttu.“ Hann kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst vanta frá meðframbjóðendum okkar að þau hafi verið rædd nógu mikið, velt fram og til baka, hverjir eru kostir og gallar þessara hugmynda? Eins og við höfum verið að segja að það eru ekki góðar hugmyndir í húsnæðismálum hjá Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Það eru raunar mjög vondar hugmyndir. Ég hefði viljað fá til baka meiri rökstuðning frá þeim. Svo finnst mér alveg vanta inn í þessa kosningabaráttu umræðu um málefni aldra.“ Hann segist ekki telja að veðrið í dag setji strik í reikninginn í kosningunum. „Þetta er nú ekki þannig veður held ég,“ segir hann. „Á svo ekki að lagast þegar það líður á daginn? Ég vona það að kjörsókn verði góð og við njótum bara dagsins.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira