Gengur lúxusbílaáætlun Ford upp? Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2014 16:15 Ford Mondeo Vignale. Ford hefur tapað á rekstri sínum í Evrópu til margra ára og í áætlunum Ford til þess að snúa þeirri þróun við er meðal annars meiningin að búa til lúxusútfærslur af þeirra framleiðslubílum sem keppa eiga við þýska lúxusbíla. Ford eru reyndar ekki einir um áætlanir í þessa veru en Citroën ætlar að bjóða DS-línu bíla sinna í lúxusútfærslum og Fiat hefur uppi miklar áætlanir með Alfa Romeo merki sitt í samkeppni við þýsku lúxusbílana. Ford ætlar að hlaða bíla sína með leðri, tækni og krómi og auk þess veita kaupendum þessara bíla sérlega góða eftiráþjónustu. Bílar Ford sem fá þessa meðferð munu fá serstakt nafn, þ.e. Vignale, sem Ford kynnti rækilega á síðustu bílasýningu í Frankfürt.Miklar efasemdir Margir hafa reyndar miklar efasemdir um að þessar áætlanir Ford gangi vel og telja að kaupendur muni ekki gleypa við lúxusútfærlsum á hefbundnum framleiðslubílum Ford. Meira að segja forstjóri Fiat, Sergio marchionne, hefur efasemdir um að það sé hægt að auka sölu hefbundinna gerða með því að hlaða þá lúxus og vænlegra sé að bjóða gerðir með nýjum nöfnum, eða sem sér bílamerki, líkt og hann hyggst gera með Alfa Romeo og reyndar Maserati líka. Ford ætlar að koma fram með 25 nýjar bílgerðir til ársins 2020 og ætlar að auka sölu sína í Evrópu í 1,65 milljón bíla, eða um 25%. Það mun hinsvegar skila litlu til fyrirtækisins ef það getur ekki hækkað verð þeirra. Því ætlar Ford að gera það með framleiðslu á Vignale útfærslum bíla sinna.Aukin markaðshlutdeild Ford í Evrópu Ford er nú á fyrstu 4 mánuðum ársins með 7,5% markaðshlutdeild í Evrópu og jók við hana frá 7,2% í fyrra. Söluaukningin á þessu tímabili nam 11%. Sumir hafa bent á að þessi árangur skýrist af hærri afsláttum af bílum Ford en annarra bílaframleiðenda, svo ekki er nú víst að þessi söluaukning stuðli að því að Ford snúi frá taprekstri í Evrópu. Ford ætlar einnig að taka til þess ráðs að bjóða Mustang bílinn í Evrópu frá og með næsta ári og ætti það aðeins að auka við söluna. Einnig kemur víst til greina hjá þeim að bjóða betri útfærslur Lincoln bíla sinna í álfunni í kjölfar Mustang. Liður í því að höfða til kaupenda dýrari bíla var að hætta kostun á Meistaradeildinni í fótbolt og telur Ford að það þurfi ekki meira að vekja athygli á merki Ford, það þurfi hinsvegar að höfða til kaupenda sem eru aðeins loðnari um lófana og því verði markaðsfé þeirra frekar beint að þeim viðburðum sem höfða til þess hóps. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent
Ford hefur tapað á rekstri sínum í Evrópu til margra ára og í áætlunum Ford til þess að snúa þeirri þróun við er meðal annars meiningin að búa til lúxusútfærslur af þeirra framleiðslubílum sem keppa eiga við þýska lúxusbíla. Ford eru reyndar ekki einir um áætlanir í þessa veru en Citroën ætlar að bjóða DS-línu bíla sinna í lúxusútfærslum og Fiat hefur uppi miklar áætlanir með Alfa Romeo merki sitt í samkeppni við þýsku lúxusbílana. Ford ætlar að hlaða bíla sína með leðri, tækni og krómi og auk þess veita kaupendum þessara bíla sérlega góða eftiráþjónustu. Bílar Ford sem fá þessa meðferð munu fá serstakt nafn, þ.e. Vignale, sem Ford kynnti rækilega á síðustu bílasýningu í Frankfürt.Miklar efasemdir Margir hafa reyndar miklar efasemdir um að þessar áætlanir Ford gangi vel og telja að kaupendur muni ekki gleypa við lúxusútfærlsum á hefbundnum framleiðslubílum Ford. Meira að segja forstjóri Fiat, Sergio marchionne, hefur efasemdir um að það sé hægt að auka sölu hefbundinna gerða með því að hlaða þá lúxus og vænlegra sé að bjóða gerðir með nýjum nöfnum, eða sem sér bílamerki, líkt og hann hyggst gera með Alfa Romeo og reyndar Maserati líka. Ford ætlar að koma fram með 25 nýjar bílgerðir til ársins 2020 og ætlar að auka sölu sína í Evrópu í 1,65 milljón bíla, eða um 25%. Það mun hinsvegar skila litlu til fyrirtækisins ef það getur ekki hækkað verð þeirra. Því ætlar Ford að gera það með framleiðslu á Vignale útfærslum bíla sinna.Aukin markaðshlutdeild Ford í Evrópu Ford er nú á fyrstu 4 mánuðum ársins með 7,5% markaðshlutdeild í Evrópu og jók við hana frá 7,2% í fyrra. Söluaukningin á þessu tímabili nam 11%. Sumir hafa bent á að þessi árangur skýrist af hærri afsláttum af bílum Ford en annarra bílaframleiðenda, svo ekki er nú víst að þessi söluaukning stuðli að því að Ford snúi frá taprekstri í Evrópu. Ford ætlar einnig að taka til þess ráðs að bjóða Mustang bílinn í Evrópu frá og með næsta ári og ætti það aðeins að auka við söluna. Einnig kemur víst til greina hjá þeim að bjóða betri útfærslur Lincoln bíla sinna í álfunni í kjölfar Mustang. Liður í því að höfða til kaupenda dýrari bíla var að hætta kostun á Meistaradeildinni í fótbolt og telur Ford að það þurfi ekki meira að vekja athygli á merki Ford, það þurfi hinsvegar að höfða til kaupenda sem eru aðeins loðnari um lófana og því verði markaðsfé þeirra frekar beint að þeim viðburðum sem höfða til þess hóps.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent