Góður bær fyrir fjölskyldur Almar Guðmundsson skrifar 30. maí 2014 11:50 Það er gott að búa í Garðabæ. Það staðfesta fjölmargar þjónustukannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Fjárhagslegur stöðugleiki, góð þjónusta og lágar álögur á íbúa eru á meðal þess sem fólk nefnir í því samhengi. Hjá Garðabæ er þjónusta við barnafjölskyldur í öndvegi. Lögð hefur verið rík áhersla á uppbyggingu í skólamálum, hvort sem horft er á mannvirkin eða innra starfið. Sama á við um íþrótta- og æskulýðsmál.Að búa til dæmi sem skila æskilegri niðurstöðu Samfylkingin slær því upp í auglýsingu í síðasta Garðapósti að það sé dýrara fyrir barnafjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík og birtir súlurit til að rökstyðja þá staðhæfingu. Það er rétt að í sumum tilfellum er dýrara fyrir sumar fjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík en á sama hátt er í öðrum tilfellum dýrara að búa í Reykjavík. Samsetning gjalda er ólík á milli sveitarfélaga og það fer eftir aðstæðum og samsetningu fjölskyldna hverju sinni hvar er ódýrast að búa. Auðvelt er að gefa sér forsendur og búa til dæmi út frá þeim til að komast að þeirri niðurstöðu sem menn hafa fyrirfram gefið sér.Dæmið snýst við þegar þriðja barnið bætist við Í dæminu sem Samfylkingin tók eru borin saman gjöld fjögurra manna fjölskyldu með 800 þúsund króna tekjur, eitt barn í leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Lítum nú á hvernig myndin breytist ef eitt barn bætist við í fjölskylduna. Nú þurfa foreldrarnir að greiða gjald fyrir vistun hjá dagforeldri auk gjalda fyrir leikskóla og mat og tómstundaheimili í grunnskóla. Í því tilfelli snýst dæmið við. Núna er það 15.600 krónum ódýrara fyrir fjölskylduna að búa í Garðabæ en í Reykjavík á mánuði, sem gerir tæplega 190 þúsund krónur á ári. Eins má líta á fjölskyldu með sömu tekjur og tvö börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla. Sú fjölskylda sparar um 200 þúsund krónur á ári með því að búa í Garðabæ, frekar en Reykjavík sem gerir 16.800 kr. á mánuði.Meira val og örugg þjónusta Einnig er rétt að hafa í huga: Garðabær gerir samninga við dagforeldra um hámarksgjöld sem dagforeldrar mega innheimta. Útgangspunkturinn er að vistun hjá dagforeldrum kosti það sama og leikskóladvöl og foreldrar hafi því raunverulegt val um vistunarkost fyrir barn sitt. Í Reykjavík er ekkert þak á því gjaldi sem dagforeldrar geta sett upp. Garðabær veitir 50% systkinaafslátt af gjaldi tómstundaheimila ef barnið á systkini hjá dagforeldri eða í leikskóla. Reykjavíkurborg veitir ekki afslátt af gjaldi í frístund þótt systkini sé á leikskóla eða hjá dagforeldri. Leikskólar Garðabæjar eru opnir allt árið og foreldrar geta valið hvenær leikskólabarnið tekur sumarleyfi. Í Reykjavík loka leikskólar í mánuð yfir sumartímann. Hjá Garðabæ hafa foreldrar val um kaup á einstaka máltíðum í grunnskólum og um tímafjölda sem barnið dvelur á tómstundaheimili. Í Reykjavík þarf að kaupa áskrift alla daga vikunnar að mat og tiltekinn fjölda tíma í frístund. Í Garðabæ komast öll börn á leikskóla sem eru orðin 18 mánaða að hausti og öll börn sem þess óska komast á tómstundaheimili strax þegar skólinn hefst að hausti. Iðulega sjást fréttir í byrjun skólaárs um erfiðleika við að manna tómstundaheimili í Reykjavík og þann vanda sem fjölskyldur lenda í vegna þess. Lágt útsvar gagnast öllum Einnig er rétt að benda á að Reykjavík sker sig verulega frá öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar gjaldskrá leikskóla. Gjaldskrá Garðabæjar fyrir leikskóla er mjög sambærileg því sem gerist hjá Hafnarfirði og Mosfellsbæ svo dæmi séu tekin og því væri samanburðurinn enn hagstæðari fyrir Garðbæinga ef litið væri til fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum má ekki horfa framhjá því að lágt útsvar gagnast öllum fjölskyldum, líka þeim sem eiga börn sem eru vaxin upp úr því að vera á leikskóla eða á tómstundaheimili. Það er gott að búa í Garðabæ, á öllum æviskeiðum og fyrir allar fjölskyldur. Fjölskylda með eitt barn hjá dagforeldri, eitt barn á leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Fjölskylda með eitt barn hjá dagmömmu og eitt barn í leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Garðabæ. Það staðfesta fjölmargar þjónustukannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Fjárhagslegur stöðugleiki, góð þjónusta og lágar álögur á íbúa eru á meðal þess sem fólk nefnir í því samhengi. Hjá Garðabæ er þjónusta við barnafjölskyldur í öndvegi. Lögð hefur verið rík áhersla á uppbyggingu í skólamálum, hvort sem horft er á mannvirkin eða innra starfið. Sama á við um íþrótta- og æskulýðsmál.Að búa til dæmi sem skila æskilegri niðurstöðu Samfylkingin slær því upp í auglýsingu í síðasta Garðapósti að það sé dýrara fyrir barnafjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík og birtir súlurit til að rökstyðja þá staðhæfingu. Það er rétt að í sumum tilfellum er dýrara fyrir sumar fjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík en á sama hátt er í öðrum tilfellum dýrara að búa í Reykjavík. Samsetning gjalda er ólík á milli sveitarfélaga og það fer eftir aðstæðum og samsetningu fjölskyldna hverju sinni hvar er ódýrast að búa. Auðvelt er að gefa sér forsendur og búa til dæmi út frá þeim til að komast að þeirri niðurstöðu sem menn hafa fyrirfram gefið sér.Dæmið snýst við þegar þriðja barnið bætist við Í dæminu sem Samfylkingin tók eru borin saman gjöld fjögurra manna fjölskyldu með 800 þúsund króna tekjur, eitt barn í leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Lítum nú á hvernig myndin breytist ef eitt barn bætist við í fjölskylduna. Nú þurfa foreldrarnir að greiða gjald fyrir vistun hjá dagforeldri auk gjalda fyrir leikskóla og mat og tómstundaheimili í grunnskóla. Í því tilfelli snýst dæmið við. Núna er það 15.600 krónum ódýrara fyrir fjölskylduna að búa í Garðabæ en í Reykjavík á mánuði, sem gerir tæplega 190 þúsund krónur á ári. Eins má líta á fjölskyldu með sömu tekjur og tvö börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla. Sú fjölskylda sparar um 200 þúsund krónur á ári með því að búa í Garðabæ, frekar en Reykjavík sem gerir 16.800 kr. á mánuði.Meira val og örugg þjónusta Einnig er rétt að hafa í huga: Garðabær gerir samninga við dagforeldra um hámarksgjöld sem dagforeldrar mega innheimta. Útgangspunkturinn er að vistun hjá dagforeldrum kosti það sama og leikskóladvöl og foreldrar hafi því raunverulegt val um vistunarkost fyrir barn sitt. Í Reykjavík er ekkert þak á því gjaldi sem dagforeldrar geta sett upp. Garðabær veitir 50% systkinaafslátt af gjaldi tómstundaheimila ef barnið á systkini hjá dagforeldri eða í leikskóla. Reykjavíkurborg veitir ekki afslátt af gjaldi í frístund þótt systkini sé á leikskóla eða hjá dagforeldri. Leikskólar Garðabæjar eru opnir allt árið og foreldrar geta valið hvenær leikskólabarnið tekur sumarleyfi. Í Reykjavík loka leikskólar í mánuð yfir sumartímann. Hjá Garðabæ hafa foreldrar val um kaup á einstaka máltíðum í grunnskólum og um tímafjölda sem barnið dvelur á tómstundaheimili. Í Reykjavík þarf að kaupa áskrift alla daga vikunnar að mat og tiltekinn fjölda tíma í frístund. Í Garðabæ komast öll börn á leikskóla sem eru orðin 18 mánaða að hausti og öll börn sem þess óska komast á tómstundaheimili strax þegar skólinn hefst að hausti. Iðulega sjást fréttir í byrjun skólaárs um erfiðleika við að manna tómstundaheimili í Reykjavík og þann vanda sem fjölskyldur lenda í vegna þess. Lágt útsvar gagnast öllum Einnig er rétt að benda á að Reykjavík sker sig verulega frá öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar gjaldskrá leikskóla. Gjaldskrá Garðabæjar fyrir leikskóla er mjög sambærileg því sem gerist hjá Hafnarfirði og Mosfellsbæ svo dæmi séu tekin og því væri samanburðurinn enn hagstæðari fyrir Garðbæinga ef litið væri til fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum má ekki horfa framhjá því að lágt útsvar gagnast öllum fjölskyldum, líka þeim sem eiga börn sem eru vaxin upp úr því að vera á leikskóla eða á tómstundaheimili. Það er gott að búa í Garðabæ, á öllum æviskeiðum og fyrir allar fjölskyldur. Fjölskylda með eitt barn hjá dagforeldri, eitt barn á leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Fjölskylda með eitt barn hjá dagmömmu og eitt barn í leikskóla.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar