Ferðamenn hunsa lokanir fjallvega Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2014 11:40 Ökumaðurinn festi bílinn í skafli eftir að hafa brugðið sér eilítið af veginum MYnd/EYVINDUR Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum stendur í ströngu þessa dagana við að aðstoða ökumenn sem fara um Kjalveg á illa útbúnum bílum. Bíll á sumardekkjum fór um veginn á þriðjudaginn síðastliðinn, skömmu eftir hádegi, og festi bílinn í skafli en ökumaður hans sagðist ekki hafa séð lokunarskiltin við veginn. Vegurinn er líka sagður lokaður á heimasíðu Vegagerðarinnar. Á leiðinni til baka ók sveitin fram á hjólreiðamann á leiðinni upp Bláfellsháls og var sá á leið norður. Honum var sagt að allt væri lokað en vildi ekki taka varnarorðin til greina og ætlaði að halda áfram yfir. Í samtali við Vísi segir Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar svona útköll orðin ansi mörg og farin að taka toll af sjálfboðaliðunum innan hennar. „Þessi útköll fara að tínast inn núna, snjórinn er farinn að minnka og ferðamenn farnir að athuga hvort þeir komist leiðina, þrátt fyrir lokanir,“ segir Borgþór. Á undanförnum dögum hefur björgunarsveitin aðstoðað fjöldamarga fasta ferðamenn, flesta erlenda, og eru björgunaraðgerðinar iðulega tímafrekar. Til að mynda tók björgunin á þriðjudag rúma fjórar klukkustundir, björgunarsveitarmennir þurftu að keyra ríflega 200 kílómetra til að komast á áfangastað og því fylgir óneitanlega einhver kostnaður. Borgþór segir að björgunarsveitir séu farnar að rukka bílaleigur fyrir þjónustu sína, þó ekki hafi verið mynduð heildstæð stefna í gjaldtökumálum hjá björgunarsveitum landsins. „Við erum að reyna að fá eitthvað fyrir vesenið,“ eins og hann komst að orði. Þrátt fyrir að upplýsingar um færðir fjallvega séu öllum aðgengilegar á ensku á skiltum við vegina og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir Borgþór að bílaleigur landsins þurfi að brýna betur fyrir viðskiptavinum sínum að kynna sér málin vel áður en lagt er í hann. „Bara rétt eins og allir aðrir ferðalangar“Ferðmaðurinn segist ekki hafa séð skiltið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum stendur í ströngu þessa dagana við að aðstoða ökumenn sem fara um Kjalveg á illa útbúnum bílum. Bíll á sumardekkjum fór um veginn á þriðjudaginn síðastliðinn, skömmu eftir hádegi, og festi bílinn í skafli en ökumaður hans sagðist ekki hafa séð lokunarskiltin við veginn. Vegurinn er líka sagður lokaður á heimasíðu Vegagerðarinnar. Á leiðinni til baka ók sveitin fram á hjólreiðamann á leiðinni upp Bláfellsháls og var sá á leið norður. Honum var sagt að allt væri lokað en vildi ekki taka varnarorðin til greina og ætlaði að halda áfram yfir. Í samtali við Vísi segir Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar svona útköll orðin ansi mörg og farin að taka toll af sjálfboðaliðunum innan hennar. „Þessi útköll fara að tínast inn núna, snjórinn er farinn að minnka og ferðamenn farnir að athuga hvort þeir komist leiðina, þrátt fyrir lokanir,“ segir Borgþór. Á undanförnum dögum hefur björgunarsveitin aðstoðað fjöldamarga fasta ferðamenn, flesta erlenda, og eru björgunaraðgerðinar iðulega tímafrekar. Til að mynda tók björgunin á þriðjudag rúma fjórar klukkustundir, björgunarsveitarmennir þurftu að keyra ríflega 200 kílómetra til að komast á áfangastað og því fylgir óneitanlega einhver kostnaður. Borgþór segir að björgunarsveitir séu farnar að rukka bílaleigur fyrir þjónustu sína, þó ekki hafi verið mynduð heildstæð stefna í gjaldtökumálum hjá björgunarsveitum landsins. „Við erum að reyna að fá eitthvað fyrir vesenið,“ eins og hann komst að orði. Þrátt fyrir að upplýsingar um færðir fjallvega séu öllum aðgengilegar á ensku á skiltum við vegina og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir Borgþór að bílaleigur landsins þurfi að brýna betur fyrir viðskiptavinum sínum að kynna sér málin vel áður en lagt er í hann. „Bara rétt eins og allir aðrir ferðalangar“Ferðmaðurinn segist ekki hafa séð skiltið
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira