Sakar Ármann um að ganga á bak orða sinna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. júní 2014 19:48 Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir að hann og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi handsalað það fyrir kosningar að flokkarnir myndu ræða saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Hann segir Ármann hafa haft samband við sig í gærkvöldi og tilkynnt að hann ætlaði í meirihlutaviðræður við Bjarta framtíð. „Það var einfaldlega handsalað að myndi þessi meirihluti halda velli, að þá myndum við ræða saman eftir kosningar. Ég get ekkert neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart.“ Birkir segir Ármann ekki hafa gefið upp neina ástæðu. „Ekkert aðra en þá að það hefði verið niðurstaðan að hefja viðræður við Bjarta framtíð.“Því er haldið fram að þú hafir gert kröfu um bæjarstjórastólinn og helming í nefndum, er það rétt? „Ég var að heyra þessa sögu í dag og þetta er alrangt. Í fyrsta lagi fóru engar viðræður fram og ég veit ekki hvaðan þessi saga er sprottin.“Þannig að þú gerðir ekki kröfu um bæjarstjórastólinn í Kópavogi? „Af og frá.“ Ekki náðist í Ármann Kr. Ólafsson í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í Hafnarfirði hafa í dag staðið yfir þreifingar milli allra flokka. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, segist hafa rætt við oddvita allra flokka í dag. „Við erum að ræða áherslur og mögulega samstarfsfleti. Við hjá Bjartri framtíð viljum sjá breiða samstöðu milli allra flokka. Við erum bara að kanna hvað við komumst langt í því.“ „Það er fullt af möguleikum í stöðunni. Það eru líka alveg möguleikar að fara framhjá okkur og stofna aðra meirihluta.“ Telur þú líklegt að þið hefjið meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn á morgun? „Ég held að við þurfum að þoka okkur inn í svona meiri samstarfsbrautir, með þeim eða öðrum. Það dregur til tíðinda á morgun hugsa ég.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir að hann og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi handsalað það fyrir kosningar að flokkarnir myndu ræða saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Hann segir Ármann hafa haft samband við sig í gærkvöldi og tilkynnt að hann ætlaði í meirihlutaviðræður við Bjarta framtíð. „Það var einfaldlega handsalað að myndi þessi meirihluti halda velli, að þá myndum við ræða saman eftir kosningar. Ég get ekkert neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart.“ Birkir segir Ármann ekki hafa gefið upp neina ástæðu. „Ekkert aðra en þá að það hefði verið niðurstaðan að hefja viðræður við Bjarta framtíð.“Því er haldið fram að þú hafir gert kröfu um bæjarstjórastólinn og helming í nefndum, er það rétt? „Ég var að heyra þessa sögu í dag og þetta er alrangt. Í fyrsta lagi fóru engar viðræður fram og ég veit ekki hvaðan þessi saga er sprottin.“Þannig að þú gerðir ekki kröfu um bæjarstjórastólinn í Kópavogi? „Af og frá.“ Ekki náðist í Ármann Kr. Ólafsson í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í Hafnarfirði hafa í dag staðið yfir þreifingar milli allra flokka. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, segist hafa rætt við oddvita allra flokka í dag. „Við erum að ræða áherslur og mögulega samstarfsfleti. Við hjá Bjartri framtíð viljum sjá breiða samstöðu milli allra flokka. Við erum bara að kanna hvað við komumst langt í því.“ „Það er fullt af möguleikum í stöðunni. Það eru líka alveg möguleikar að fara framhjá okkur og stofna aðra meirihluta.“ Telur þú líklegt að þið hefjið meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn á morgun? „Ég held að við þurfum að þoka okkur inn í svona meiri samstarfsbrautir, með þeim eða öðrum. Það dregur til tíðinda á morgun hugsa ég.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira