„Súrnun sjávar ógnar efnahag Íslands“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. júní 2014 11:38 visir/gva Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands var haldinn í Reykjavíkur Akademíunni í gær þar þar sem kom fram ályktun um að stjórnvöldum beri að grípa til aðgerða gegn súrnun sjávar vegna sívaxandi losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. „Súrnun sjávar norður af Íslandi mælist nú tvöfalt hraðari en sunnar í Atlantshafi. Slíkar aðgerðir kalla á alþjóðlegt samstarf. Þær þjóðir sem standa Íslendingum næst í baráttunni við loftslagsbreytingar eru þær sem byggja láglendar eyjar á borð við Seychelles-eyjar og Kiribati,“ segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að súrnun sjávar ógni efnahag Íslands ekki síður en hækkun sjávaryfirborðs ógni tilveru þeirra sem byggja láglend eyríki í Kyrrahafi, Indlandshafi og Karíbahafi. „Vísindamenn hér heima, Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og á vegum Norðurskautsráðsins hafa bent á að afleiðingarnar fyrir fjölbreytni lífríkis í hafinu og fæðukeðju nytjastofna geta orðið afar neikvæðar. Ekki skiptir síður máli að við aukna súrnun missir hafið hæfileika sinn til kolefnisbindingar, sem eykur enn á loftslagsvandann.“ Mikilvægt sé að efla rannsóknir á þessu sviði, bæði á alþjóðavísu og á hafsvæðinu kringum Ísland. „Til að Íslendingar geti beitt sér í alþjóðasamstarfi gegn súrnun sjávar verður þjóðin að hafa trúverðugleika á sviði loftslagsmála. Áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu ganga þvert á fyrri stefnu Íslands í loftslagsmálum og rýra traust á Íslandi sem forystuafli gegn loftlagsbreytingum. Aðalfundur Náttúruverndarsamtakanna beinir því til stjórnvalda að leggja af áform sín um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.“ Seychelleseyjar Loftslagsmál Efnahagsmál Umhverfismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands var haldinn í Reykjavíkur Akademíunni í gær þar þar sem kom fram ályktun um að stjórnvöldum beri að grípa til aðgerða gegn súrnun sjávar vegna sívaxandi losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. „Súrnun sjávar norður af Íslandi mælist nú tvöfalt hraðari en sunnar í Atlantshafi. Slíkar aðgerðir kalla á alþjóðlegt samstarf. Þær þjóðir sem standa Íslendingum næst í baráttunni við loftslagsbreytingar eru þær sem byggja láglendar eyjar á borð við Seychelles-eyjar og Kiribati,“ segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að súrnun sjávar ógni efnahag Íslands ekki síður en hækkun sjávaryfirborðs ógni tilveru þeirra sem byggja láglend eyríki í Kyrrahafi, Indlandshafi og Karíbahafi. „Vísindamenn hér heima, Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og á vegum Norðurskautsráðsins hafa bent á að afleiðingarnar fyrir fjölbreytni lífríkis í hafinu og fæðukeðju nytjastofna geta orðið afar neikvæðar. Ekki skiptir síður máli að við aukna súrnun missir hafið hæfileika sinn til kolefnisbindingar, sem eykur enn á loftslagsvandann.“ Mikilvægt sé að efla rannsóknir á þessu sviði, bæði á alþjóðavísu og á hafsvæðinu kringum Ísland. „Til að Íslendingar geti beitt sér í alþjóðasamstarfi gegn súrnun sjávar verður þjóðin að hafa trúverðugleika á sviði loftslagsmála. Áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu ganga þvert á fyrri stefnu Íslands í loftslagsmálum og rýra traust á Íslandi sem forystuafli gegn loftlagsbreytingum. Aðalfundur Náttúruverndarsamtakanna beinir því til stjórnvalda að leggja af áform sín um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.“
Seychelleseyjar Loftslagsmál Efnahagsmál Umhverfismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira