NBA-lið láta sig dreyma um að semja við bæði LeBron og Melo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2014 11:30 LeBron James og Carmelo Anthony. Vísir/Getty Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af vangaveltum um hvar súperstjörnurnar tvær ætli sér að spila á næsta tímabili en þeir LeBron James og Carmelo Anthony eru mjög góðir vinir. LeBron James og Carmelo Anthony hafa verið miklir félagar síðan þeir hittust fyrst 2001 á vegum bandaríska körfuboltasambandsins og þeir hafa báðir talað um að það spila í sama liði í framtíðinni. Miami Heat ætlar sér að sjálfsögðu að gera allt til þess að halda LeBron James og sögusagnir hafa verið uppi í einhvern tíma um að Pat Riley og félagar skoði nú allar leiðir til þess að bæta Carmelo í hópinn með þeim Lebron, Dwyane Wade og Chris Bosh. Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks eru meðal þeirra liða sem samkvæmt heimildum ESPN ætli að reyna að losa það mikið pláss undir launaþakinu svo þau geti samið við bæði LeBron James og Carmelo Anthony. Hvort það séu nógu spennandi lið fyrir þá félaga er önnur saga. Los Angeles Lakers er annað félag sem hyggur á svipaða pælingar en þá myndu þeir LeBron og Melo spila með Kobe Bryant. Chicago Bulls þykir einnig vænlegur kostur en þar er þó bara pláss fyrir annan þeirra. Los Angeles Clippers og Houston Rockets hafa líka samkvæmt heimildum ESPN mikinn áhuga á að semja við LeBron James. Hjá Clippers gæti James spilað með góðvini sínum Chris Paul (guðfaðir sonar LeBrons) sem og háloftakónginum Blake Griffin. Houston getur boðið LeBron að spila með þeim James Harden og Dwight Howard. Það eru því margir möguleikar í stöðunni fyrir þá LeBron James og Carmelo Anthony og kannski ekkert skrýtið að þeir hafi viljað skoða hvað sé í boði.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Anthony laus allra mála Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN. 23. júní 2014 10:15 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Stærstu fréttir NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu dögum eru án vafa þær að stórstjörnurnar LeBron James og Carmelo Anthony nýttu báðir ákvæði í samningum sínum við lið sín Miami Heat (James) og New York Knicks (Anthony) og geta því samið við hvaða lið sem er í sumar. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af vangaveltum um hvar súperstjörnurnar tvær ætli sér að spila á næsta tímabili en þeir LeBron James og Carmelo Anthony eru mjög góðir vinir. LeBron James og Carmelo Anthony hafa verið miklir félagar síðan þeir hittust fyrst 2001 á vegum bandaríska körfuboltasambandsins og þeir hafa báðir talað um að það spila í sama liði í framtíðinni. Miami Heat ætlar sér að sjálfsögðu að gera allt til þess að halda LeBron James og sögusagnir hafa verið uppi í einhvern tíma um að Pat Riley og félagar skoði nú allar leiðir til þess að bæta Carmelo í hópinn með þeim Lebron, Dwyane Wade og Chris Bosh. Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks eru meðal þeirra liða sem samkvæmt heimildum ESPN ætli að reyna að losa það mikið pláss undir launaþakinu svo þau geti samið við bæði LeBron James og Carmelo Anthony. Hvort það séu nógu spennandi lið fyrir þá félaga er önnur saga. Los Angeles Lakers er annað félag sem hyggur á svipaða pælingar en þá myndu þeir LeBron og Melo spila með Kobe Bryant. Chicago Bulls þykir einnig vænlegur kostur en þar er þó bara pláss fyrir annan þeirra. Los Angeles Clippers og Houston Rockets hafa líka samkvæmt heimildum ESPN mikinn áhuga á að semja við LeBron James. Hjá Clippers gæti James spilað með góðvini sínum Chris Paul (guðfaðir sonar LeBrons) sem og háloftakónginum Blake Griffin. Houston getur boðið LeBron að spila með þeim James Harden og Dwight Howard. Það eru því margir möguleikar í stöðunni fyrir þá LeBron James og Carmelo Anthony og kannski ekkert skrýtið að þeir hafi viljað skoða hvað sé í boði.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Anthony laus allra mála Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN. 23. júní 2014 10:15 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
LeBron nýtti sér uppsagnarákvæðið LeBron James nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat og er því laus allra mála samkvæmt heimildum ESPN. Hann hefur verið orðaður við Cleveland Cavaliers undanfarna mánuði. 24. júní 2014 13:46
Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10
Anthony laus allra mála Carmelo Anthony verður stærsti bitinn á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni í sumar en hann losaði sig undan samningi í gær samkvæmt ESPN. 23. júní 2014 10:15