Tenórinn um franska landsliðið: „Þeir höguðu sér eins og kjánar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. júní 2014 13:12 Jóhann Friðgeir er sáttur með flutning sinn. „Þeir höguðu sér eins og kjánar, þessir ágætu leikmenn. Flutningurinn var góður, það var ekkert út á hann að setja,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór um flutning hans á franska þjóðsöngnum fyrir leik Íslands og Frakklands árið 1998. í franska blaðinu L'Équipe sagði að flutningur Jóhanns á La Marseillaise, þjóðsöngi Frakka, hafi verið sá versti í sögunni á undan kappleik. Umfjöllun blaðsins um söng Jóhanns kom til vegna þess að vegna tæknilegra vandamála var ekki hægt að spila þjóðsöng Frakka fyrir leik landsliðsins gegn Hondúras á HM í Brasilíu. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag.Með stórt og breitt brak „Ég er með stórt og breitt bak. Ég tek þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir tenórinn um umfjöllun franska blaðsins. „Þeir hafa alltaf verið í miklum metum hjá mér, þessir leikmenn. En hegðun þeirra var ekki upp á marga fiska fyrir þennan leik. Þeir létu eins og kjánar niðri í Baldurshaga, þeir hlógu í búningsherbergjunum og hlógu líka þegar forsetinn var að taka í höndina á þeim, það var eitthvað voðalega fyndið allt þarna,“ bætir hann við.Veit af hverju þeir eru að hlæja Jóhann segist vita af hverju þeir voru að hlæja. „Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“Er engin leið að fá það upp úr þér? „Nei, ég þori ekki að segja frá því, það var dálítið súrt hjá þeim blessuðum.Sjálfsagt hefur þeim líka fundist fyndið að sjá mig í smóking þarna. Við vorum flottir þarna við Ólafur Vignir Albertsson.“Hvað finnst frökkum? Vísir ræddi við franskan mann, búsettan í París, og bað hann að hlusta á frammistöðu Jóhanns. Hann sagðist muna vel eftir þessu atviki, því mikið hafi verið talað um þetta í Frakklandi á sínum tíma. Hann telur að frönsku landsliðsmennirnir hafi hlegið því framburður Jóhanns minni á framburð Austur-Evrópubúa á frönsku. Hann bendir þó á að Jóhann þurfi í raun ekkert að skammast sín fyrir flutninginn, því það sé alþekkt í Frakklandi að Fabien Barthez og Bixante Lizarazu, tveir af þeim sem sjáist hlæja fyrir leikinn, séu þekktir trúðar. Hann segir þá tvo vera þekkta í Frakklandi fyrir fyndin uppátæki og þarna hafi tenórinn orðið skotspónn einhvers gríns. Tengdar fréttir Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
„Þeir höguðu sér eins og kjánar, þessir ágætu leikmenn. Flutningurinn var góður, það var ekkert út á hann að setja,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór um flutning hans á franska þjóðsöngnum fyrir leik Íslands og Frakklands árið 1998. í franska blaðinu L'Équipe sagði að flutningur Jóhanns á La Marseillaise, þjóðsöngi Frakka, hafi verið sá versti í sögunni á undan kappleik. Umfjöllun blaðsins um söng Jóhanns kom til vegna þess að vegna tæknilegra vandamála var ekki hægt að spila þjóðsöng Frakka fyrir leik landsliðsins gegn Hondúras á HM í Brasilíu. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag.Með stórt og breitt brak „Ég er með stórt og breitt bak. Ég tek þessu með miklu jafnaðargeði,“ segir tenórinn um umfjöllun franska blaðsins. „Þeir hafa alltaf verið í miklum metum hjá mér, þessir leikmenn. En hegðun þeirra var ekki upp á marga fiska fyrir þennan leik. Þeir létu eins og kjánar niðri í Baldurshaga, þeir hlógu í búningsherbergjunum og hlógu líka þegar forsetinn var að taka í höndina á þeim, það var eitthvað voðalega fyndið allt þarna,“ bætir hann við.Veit af hverju þeir eru að hlæja Jóhann segist vita af hverju þeir voru að hlæja. „Ég veit alveg af hverju þeir eru að hlæja, en ég get ekki sagt það.“Er engin leið að fá það upp úr þér? „Nei, ég þori ekki að segja frá því, það var dálítið súrt hjá þeim blessuðum.Sjálfsagt hefur þeim líka fundist fyndið að sjá mig í smóking þarna. Við vorum flottir þarna við Ólafur Vignir Albertsson.“Hvað finnst frökkum? Vísir ræddi við franskan mann, búsettan í París, og bað hann að hlusta á frammistöðu Jóhanns. Hann sagðist muna vel eftir þessu atviki, því mikið hafi verið talað um þetta í Frakklandi á sínum tíma. Hann telur að frönsku landsliðsmennirnir hafi hlegið því framburður Jóhanns minni á framburð Austur-Evrópubúa á frönsku. Hann bendir þó á að Jóhann þurfi í raun ekkert að skammast sín fyrir flutninginn, því það sé alþekkt í Frakklandi að Fabien Barthez og Bixante Lizarazu, tveir af þeim sem sjáist hlæja fyrir leikinn, séu þekktir trúðar. Hann segir þá tvo vera þekkta í Frakklandi fyrir fyndin uppátæki og þarna hafi tenórinn orðið skotspónn einhvers gríns.
Tengdar fréttir Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Flutningur franska þjóðsöngsins í Laugardal sá versti Jóhann Friðgeir Valdimarsson fær ekki góða dóma fyrir flutninginn á La Marseillaise 1998. 30. júní 2014 12:15