Landsmótið sett í blíðskaparveðri Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar 3. júlí 2014 22:40 Frá setningu mótsins á Gaddstaðaflötum í kvöld. Vísir/SKS Landsmót hestamanna, sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu, var formlega sett um klukkan 21 í kvöld en rúmlega fimm þúsund manns eru nú viðstaddir mótið. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, setti mótið og ávarpaði gesti. Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. Í dag fór að sjá í heiðan himininn og landsmótsgestum fjölgar ört, en öll helstu úrslit mótsins fara fram nú um helgina. Um þrjú hundruð tóku þátt í hópreið í setningarathöfn landsmótsins og fulltrúar frá flestum hestamannafélögum landsins riðu í braut. Svanhvít Kristjánsdóttir frá Halakoti leiddi hópreiðina. Karlakórinn Öðlingar stigu á stokk og sungu meðal annars þjóðsönginn og lagið Ég er kominn heim eftir Óðinn Valdimarsson eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum. Sólin hætti að fela sig bak við skýin og gladdi augu gestanna í brekkunni sem voru hinir kátustu við setninguna í kvöld. Greinilegt var að áhorfendur tóku góðu veðri fagnandi enda veðurguðirnir ekki leikið við keppendur og gesti síðan mótið hófst á sunnudag. Ágætt veður er í kortunum fyrir helgina þegar mótið nær hámarki. Því lýkur svo síðdegis á sunnudag. Nokkur met voru slegin í dag, en knapinn Bjarni Bjarnason á hryssunni Heru frá Þóroddsstöðum setti bæði Íslands- og heimsmet í 250 metra skeiði. Þau fóru vegalengdina á 21,76 sekúndum en gamla Íslandsmetið var 21,89 sekúndur sem sett var árið 2012 af Elvari Einarssyni á Kóngi frá Lækjarmóti. Fyrra heimsmet sett af svíanum Albin af Klintberg. Þá sló Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhóli Íslandsmet í 150 metra skeiði í dag á 13,77 sekúndum. Fyrra Íslandsmet var sett árið 2009 af Sigurbirni Bárðarsyni á Óðni frá Búðardal á 14,15 sekúndum.Fylgst verður með gangi mála á Landsmótinu hér á Vísi. Hvetjum við Landsmótsgesti til að taka skemmtilegar myndir eða myndbönd og setja á Twitter og Instagram með merkinu #Landsmot. Vísir mun birta vel valin myndbönd og myndir.Þjóðsöngurinn fluttur á Gaddstaðaflötum: Hestar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Landsmót hestamanna, sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu, var formlega sett um klukkan 21 í kvöld en rúmlega fimm þúsund manns eru nú viðstaddir mótið. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, setti mótið og ávarpaði gesti. Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. Í dag fór að sjá í heiðan himininn og landsmótsgestum fjölgar ört, en öll helstu úrslit mótsins fara fram nú um helgina. Um þrjú hundruð tóku þátt í hópreið í setningarathöfn landsmótsins og fulltrúar frá flestum hestamannafélögum landsins riðu í braut. Svanhvít Kristjánsdóttir frá Halakoti leiddi hópreiðina. Karlakórinn Öðlingar stigu á stokk og sungu meðal annars þjóðsönginn og lagið Ég er kominn heim eftir Óðinn Valdimarsson eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum. Sólin hætti að fela sig bak við skýin og gladdi augu gestanna í brekkunni sem voru hinir kátustu við setninguna í kvöld. Greinilegt var að áhorfendur tóku góðu veðri fagnandi enda veðurguðirnir ekki leikið við keppendur og gesti síðan mótið hófst á sunnudag. Ágætt veður er í kortunum fyrir helgina þegar mótið nær hámarki. Því lýkur svo síðdegis á sunnudag. Nokkur met voru slegin í dag, en knapinn Bjarni Bjarnason á hryssunni Heru frá Þóroddsstöðum setti bæði Íslands- og heimsmet í 250 metra skeiði. Þau fóru vegalengdina á 21,76 sekúndum en gamla Íslandsmetið var 21,89 sekúndur sem sett var árið 2012 af Elvari Einarssyni á Kóngi frá Lækjarmóti. Fyrra heimsmet sett af svíanum Albin af Klintberg. Þá sló Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhóli Íslandsmet í 150 metra skeiði í dag á 13,77 sekúndum. Fyrra Íslandsmet var sett árið 2009 af Sigurbirni Bárðarsyni á Óðni frá Búðardal á 14,15 sekúndum.Fylgst verður með gangi mála á Landsmótinu hér á Vísi. Hvetjum við Landsmótsgesti til að taka skemmtilegar myndir eða myndbönd og setja á Twitter og Instagram með merkinu #Landsmot. Vísir mun birta vel valin myndbönd og myndir.Þjóðsöngurinn fluttur á Gaddstaðaflötum:
Hestar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira