Golf

Jonas Blixt leiðir á Greenbrier Classic

Jonas Blixt lék frábærlega í dag.
Jonas Blixt lék frábærlega í dag. AP/Getty
Svíinn Jonas Blixt leiðir á Greenbrier Classic mótinu sem fram fer á Old White TPC vellinum í Virginíufylki en hann lék fyrsta hring á 64 höggum eða sex undir pari. Á eftir honum er heill hópur af bandarískum kylfingum á fimm höggum undir en það eru þeir James Hahn, Jason Bohn, Joe Durant, Chris Kirk, D.A Points, Patrick Rodgers og Jim Renner.

Bubba Watson hóf mótið vel en hann lék fyrsta hring á 68 höggum eða tveimur undir pari. Fyrrum PGA meistarinn Keegan Bradley byrjaði líka vel en hann kom inn á 67 höggum eða þremur undir.

Þá var gaman að fylgjast með goðsögnunum Tom Watson og Nick Faldo sem eru með að þessu sinni. Þeir sýndu frábæra spretti á köflum en komu að lokum báðir inn á 71 höggi eða einu yfir pari.

Sýnt verður beint frá öðrum hring á Greenbrier Classic á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 19:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×