Niðurstöðum um dauðatíma hvala verður haldið leyndum Svavar Hávarðsson skrifar 3. júlí 2014 09:58 Deilt er um hvort veiðiaðferðir við hvalveiðar eru skilvirkar og dýrin deyi samstundis þegar þau eru skotin. Fréttablaðið/jse Niðurstöður yfirstandandi rannsókna á dauðatíma langreyðar og hrefnu verða ekki gerðar opinberar er þeim lýkur. Sama gildir um skýrslur Fiskistofu um eftirlitsferðir vegna hvalveiða við landið. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra var fenginn norskur dýralæknir til að sinna rannsóknum sem þessa dagana standa yfir í einu hvalveiðiskipa Hvals hf. Rannsókn Norðmannsins á hrefnuveiðunum er lokið. Hann hefur sinnt sömu rannsóknum í Noregi. Spurður af hverju niðurstöðurnar verða ekki gerðar opinberar segir Eyþór að um samstarfsverkefni með Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu sé að ræða. „Sambærilegar upplýsingar hafa ekki verið gerðar opinberar í Noregi og á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ segir Eyþór. Hvað varðar skýrslur Fiskistofu er um vinnugögn að ræða en komi upp brotamál eru slík gögn birt. „Þetta er í samræmi við allt okkar verklag,“ segir hann. Bæði almenningur og andstæðingar hvalveiða hafa lengi byggt hluta af sinni gagnrýni á hversu ómannúðlegar veiðiaðferðir hvalveiðimanna eru, sem af hvalveiðisinnum er jafnan svarað með gagnstæðum rökum. „Það er alveg sjónarmið,“ segir Eyþór spurður hvort það sé ekki brýnt að niðurstöðurnar verði birtar og umræðan byggist á bestu fáanlegu upplýsingum. Rannsóknirnar eru að hluta kostaðar með leyfisgjaldi hvalveiðifyrirtækjanna, segir í svari ráðherra. Gjaldið á að standa straum af eftirliti samkvæmt lögum. Eyþór segir það ekki rökstyðja birtingu gagnanna að um almannafé sé að ræða. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Niðurstöður yfirstandandi rannsókna á dauðatíma langreyðar og hrefnu verða ekki gerðar opinberar er þeim lýkur. Sama gildir um skýrslur Fiskistofu um eftirlitsferðir vegna hvalveiða við landið. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra var fenginn norskur dýralæknir til að sinna rannsóknum sem þessa dagana standa yfir í einu hvalveiðiskipa Hvals hf. Rannsókn Norðmannsins á hrefnuveiðunum er lokið. Hann hefur sinnt sömu rannsóknum í Noregi. Spurður af hverju niðurstöðurnar verða ekki gerðar opinberar segir Eyþór að um samstarfsverkefni með Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu sé að ræða. „Sambærilegar upplýsingar hafa ekki verið gerðar opinberar í Noregi og á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ segir Eyþór. Hvað varðar skýrslur Fiskistofu er um vinnugögn að ræða en komi upp brotamál eru slík gögn birt. „Þetta er í samræmi við allt okkar verklag,“ segir hann. Bæði almenningur og andstæðingar hvalveiða hafa lengi byggt hluta af sinni gagnrýni á hversu ómannúðlegar veiðiaðferðir hvalveiðimanna eru, sem af hvalveiðisinnum er jafnan svarað með gagnstæðum rökum. „Það er alveg sjónarmið,“ segir Eyþór spurður hvort það sé ekki brýnt að niðurstöðurnar verði birtar og umræðan byggist á bestu fáanlegu upplýsingum. Rannsóknirnar eru að hluta kostaðar með leyfisgjaldi hvalveiðifyrirtækjanna, segir í svari ráðherra. Gjaldið á að standa straum af eftirliti samkvæmt lögum. Eyþór segir það ekki rökstyðja birtingu gagnanna að um almannafé sé að ræða.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira