Niðurstöðum um dauðatíma hvala verður haldið leyndum Svavar Hávarðsson skrifar 3. júlí 2014 09:58 Deilt er um hvort veiðiaðferðir við hvalveiðar eru skilvirkar og dýrin deyi samstundis þegar þau eru skotin. Fréttablaðið/jse Niðurstöður yfirstandandi rannsókna á dauðatíma langreyðar og hrefnu verða ekki gerðar opinberar er þeim lýkur. Sama gildir um skýrslur Fiskistofu um eftirlitsferðir vegna hvalveiða við landið. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra var fenginn norskur dýralæknir til að sinna rannsóknum sem þessa dagana standa yfir í einu hvalveiðiskipa Hvals hf. Rannsókn Norðmannsins á hrefnuveiðunum er lokið. Hann hefur sinnt sömu rannsóknum í Noregi. Spurður af hverju niðurstöðurnar verða ekki gerðar opinberar segir Eyþór að um samstarfsverkefni með Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu sé að ræða. „Sambærilegar upplýsingar hafa ekki verið gerðar opinberar í Noregi og á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ segir Eyþór. Hvað varðar skýrslur Fiskistofu er um vinnugögn að ræða en komi upp brotamál eru slík gögn birt. „Þetta er í samræmi við allt okkar verklag,“ segir hann. Bæði almenningur og andstæðingar hvalveiða hafa lengi byggt hluta af sinni gagnrýni á hversu ómannúðlegar veiðiaðferðir hvalveiðimanna eru, sem af hvalveiðisinnum er jafnan svarað með gagnstæðum rökum. „Það er alveg sjónarmið,“ segir Eyþór spurður hvort það sé ekki brýnt að niðurstöðurnar verði birtar og umræðan byggist á bestu fáanlegu upplýsingum. Rannsóknirnar eru að hluta kostaðar með leyfisgjaldi hvalveiðifyrirtækjanna, segir í svari ráðherra. Gjaldið á að standa straum af eftirliti samkvæmt lögum. Eyþór segir það ekki rökstyðja birtingu gagnanna að um almannafé sé að ræða. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Niðurstöður yfirstandandi rannsókna á dauðatíma langreyðar og hrefnu verða ekki gerðar opinberar er þeim lýkur. Sama gildir um skýrslur Fiskistofu um eftirlitsferðir vegna hvalveiða við landið. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra var fenginn norskur dýralæknir til að sinna rannsóknum sem þessa dagana standa yfir í einu hvalveiðiskipa Hvals hf. Rannsókn Norðmannsins á hrefnuveiðunum er lokið. Hann hefur sinnt sömu rannsóknum í Noregi. Spurður af hverju niðurstöðurnar verða ekki gerðar opinberar segir Eyþór að um samstarfsverkefni með Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu sé að ræða. „Sambærilegar upplýsingar hafa ekki verið gerðar opinberar í Noregi og á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ segir Eyþór. Hvað varðar skýrslur Fiskistofu er um vinnugögn að ræða en komi upp brotamál eru slík gögn birt. „Þetta er í samræmi við allt okkar verklag,“ segir hann. Bæði almenningur og andstæðingar hvalveiða hafa lengi byggt hluta af sinni gagnrýni á hversu ómannúðlegar veiðiaðferðir hvalveiðimanna eru, sem af hvalveiðisinnum er jafnan svarað með gagnstæðum rökum. „Það er alveg sjónarmið,“ segir Eyþór spurður hvort það sé ekki brýnt að niðurstöðurnar verði birtar og umræðan byggist á bestu fáanlegu upplýsingum. Rannsóknirnar eru að hluta kostaðar með leyfisgjaldi hvalveiðifyrirtækjanna, segir í svari ráðherra. Gjaldið á að standa straum af eftirliti samkvæmt lögum. Eyþór segir það ekki rökstyðja birtingu gagnanna að um almannafé sé að ræða.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira