Hægir ferðina ef nálgast er hraðamyndavél Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2014 09:15 Hraðamyndavélar verða litlir óvinir eigenda Hyundai Genesis. Draumabúnaðurinn er mættur, en hver væri ekki til í að fá aldrei hraðasekt úr sjálfvirkum hraðamyndavélum aftur? Hyundai hefur sett búnað í nýjan Genesis bíl sinn sem hægir ferðina á bílnum áður en komið er að hraðamyndavélum. Reyndar er búnaður Hyundai sáraeinfaldur og byggir á þekktri tækni. Hann samanstendur af samtvinnuðum upplýsingum úr leiðsögukerfi þar sem settar hafa verið upplýsingar um hvar þessar myndavélar eru og búnaði sem hægir sjálfvirkt á bílum ef farið er of nálægt öðrum bílum eða hlutum. Samtvinning þessa er stórsniðug og stundum þarf ekki að finna aftur upp hjólið til að úr verði frábær uppfinning. Ekki er eins víst að lögreglan, umferðastofur og þeir sem gæta ríkiskassans í hverju landi séu eins himinlifandi með þessa uppfinningu Hyundai og kaupendur Genesis. Í fyrstu verður þessi búnaður þó aðeins í boði í heimalandinu S-Kóreu, en vonandi kemur hann í bíla ætlaða Evrópumarkaði sem allra fyrst og þá í sem flestum gerðum Hyundai bíla. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Draumabúnaðurinn er mættur, en hver væri ekki til í að fá aldrei hraðasekt úr sjálfvirkum hraðamyndavélum aftur? Hyundai hefur sett búnað í nýjan Genesis bíl sinn sem hægir ferðina á bílnum áður en komið er að hraðamyndavélum. Reyndar er búnaður Hyundai sáraeinfaldur og byggir á þekktri tækni. Hann samanstendur af samtvinnuðum upplýsingum úr leiðsögukerfi þar sem settar hafa verið upplýsingar um hvar þessar myndavélar eru og búnaði sem hægir sjálfvirkt á bílum ef farið er of nálægt öðrum bílum eða hlutum. Samtvinning þessa er stórsniðug og stundum þarf ekki að finna aftur upp hjólið til að úr verði frábær uppfinning. Ekki er eins víst að lögreglan, umferðastofur og þeir sem gæta ríkiskassans í hverju landi séu eins himinlifandi með þessa uppfinningu Hyundai og kaupendur Genesis. Í fyrstu verður þessi búnaður þó aðeins í boði í heimalandinu S-Kóreu, en vonandi kemur hann í bíla ætlaða Evrópumarkaði sem allra fyrst og þá í sem flestum gerðum Hyundai bíla.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent