6 milljón mengandi bílar af götunum í Kína Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2014 11:45 Ekki veitir af að stemma stigu við mengun eins og hér sést. Í Kína eru nú hafið það verkefni á vegum ríkisins að taka úr umferð 6 milljónir bíla af gömlum bílum sem menga mikið. Er þetta átak til að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem er í mörgum borgum Kína. Rannsóknir í Kína hafa sýnt að um 31% af mengun í Peking er af völdum bíla. Á þessu ári stendur til að taka eina 300.000 bíla úr umferð bara í Peking, en á næsta ári á að gera enn betur og taka um 6 milljónir bíla á öðrum svæðum þar sem mengun er einnig mikil. Ekki fylgir sögunni hvernig þessu er hrint í framkvæmd. Hvort þessir bíleigendur fái eingreiðslu frá ríkinu, sem dæmi er um áður, ef endurnýjað er í nýjan bíl eða þeim gamla fargað, er ekki ljóst. Þessi fækkun mengandi bíla er liður í tveggja ára áætlun í Kína þar sem stefnt er að orkusparnaði, minnkun losunar eiturefna og minni mengunar í Kína. Einn liður í þessari baráttu er að auka gæði eldsneytis í landinu. Því virðast Kínverjar ætla að láta einskis ófreistað í baráttu sinni við þeirri miklu mengun sem hrjáð hefur mjög íbúa stærstu borganna þar. Í fyrra tilkynnti ríkisstjórn Kína að sett yrði 18.600 milljarðar króna til að stemma stigu við mengun í Kína á næstu 5 árum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Í Kína eru nú hafið það verkefni á vegum ríkisins að taka úr umferð 6 milljónir bíla af gömlum bílum sem menga mikið. Er þetta átak til að stemma stigu við þeirri miklu mengun sem er í mörgum borgum Kína. Rannsóknir í Kína hafa sýnt að um 31% af mengun í Peking er af völdum bíla. Á þessu ári stendur til að taka eina 300.000 bíla úr umferð bara í Peking, en á næsta ári á að gera enn betur og taka um 6 milljónir bíla á öðrum svæðum þar sem mengun er einnig mikil. Ekki fylgir sögunni hvernig þessu er hrint í framkvæmd. Hvort þessir bíleigendur fái eingreiðslu frá ríkinu, sem dæmi er um áður, ef endurnýjað er í nýjan bíl eða þeim gamla fargað, er ekki ljóst. Þessi fækkun mengandi bíla er liður í tveggja ára áætlun í Kína þar sem stefnt er að orkusparnaði, minnkun losunar eiturefna og minni mengunar í Kína. Einn liður í þessari baráttu er að auka gæði eldsneytis í landinu. Því virðast Kínverjar ætla að láta einskis ófreistað í baráttu sinni við þeirri miklu mengun sem hrjáð hefur mjög íbúa stærstu borganna þar. Í fyrra tilkynnti ríkisstjórn Kína að sett yrði 18.600 milljarðar króna til að stemma stigu við mengun í Kína á næstu 5 árum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent