Golf

McIlroy stakk af undir lokin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
McIlroy hrökk í gang á réttum tíma
McIlroy hrökk í gang á réttum tíma vísir/getty
Norður-Írinn Rory McIlroy er með 6 högga forystu fyrir fjórða og síðasta keppnisdag opna breska meistaramótsins í golfi sem leikið er á Royal Liverpool vellinum á Englandi.

McIlroy er alls á 16 höggum undir pari en hann lék daginn á 68 höggum eða 4 undir pari.

McIlroy og Bandaríkjamaðurinn Ricke Fowler voru jafnir þegar þeir áttu báðir fimm holur eftir í dag á 12 undir pari en á sama tíma og McIlroy datt í stuð lenti Fowler í vandræðum.

Fowler er í öðru sæti á tíu höggum undir pari en hann lauk leik í dag á fjórum undir pari. Sergio Garcia er höggi á eftir í þriðja sæti ásamt Dustin Johnson.

Justin Rose lauk leik í dag á 69 höggum og er alls á 5 undir pari, höggi á eftir Adam Scott sem lék einnig á 69 höggum. Phil Mickelson, sigurvegari síðasta árs, er á einu undir pari og Tiger Woods er á 3 yfir pari en hann náði sér ekki á strik þrátt fyrir góða byrjun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×