Mesta hörmung í flugsögu Hollands Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2014 12:20 Forsætisráðherra Úkraínu fullyrðir að rússneskir hryðjuverkamenn hafi skotið farþegaþotu Malaysina flugfélagsins niður. Forsætisráðherra Hollands krefst ítarlegra alþjóðlegrar rannsóknar. vísir/afp Forsætisráðherra Hollands segir að hrap malasísku farþegaþotunnar í Úkraínu sé mesta hörmung í flugsögu landsins sem dunið hafi yfir hollensku þjóðina. En flestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 154. Varaforseti Bandaríkjanna fullyrðir að flugvélin hafi verið skotin niður. Þótt flest bendi til að Boeing 777 farþegaþota Malaysian flugfélagsins hafi verið skotin niður með flugskeyti af jörðu niðri, hefur enginn gengist við því að hafa skotið á flugvélina. Arseniy Yatseniuk forsætisráðherra Úkraínu fullyrti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að rússneskir hryðjuverkamenn bæru ábyrgð á verknaðinum. Yatseniuk hvatti ríkisstjórnir allra þeirra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í því “að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm. Þetta væri glæpur gegn mankyninu og með honum hefði verið farið yfir öll strik,” eins og hann orðaði það. Rússar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu. Leyniþjónustan í Úkraínu hefur birt hljóðupptökur af tveimur símtölum, annars vegar á milli leiðtoga uppreisnarmanna og rússnesks leyniþjónustumanns og hins vegar á milli tveggja uppreisnarmanna þar sem talað er um að skotið hafi verið á flugvélina. En ekki hefur verið sannreynt að upptökurnar séu af samtölum þessarra manna. Tekist hefur að staðfesta þjóðerni hluta þeirra 298 sem voru um borð í flugvélinni. 154 þeirra voru Hollendingar, 27 Ástralir, 23 Malasar, 23 Bandaríkjamenn, 11 Indónesar, 9 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar og 1 Kanadamaður. Enn á eftir að staðfesta þjóðerni um tuttugu farþega. Mark Rutte forsætisráðherra Hollands segir verstu martröð sem hugsast gæti hafa orðið að veruleika í gær. Hollendingar hefðu nú orðið fyrir mestu hörmungum í flugi í sögu landsins. Hollenska þjóðin væri í áfalli. Hollensk stjórnvöld krefðust nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi hryðjuverk væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Uppreisnarmenn í austuhluta Úkraínu og stjórnarher landsins hafa heitið vopnahléi á svæðinu til að tryggja að alþjóðlegt rannsóknarteymi komist að flakinu og þá hefur Malaysian lofað að koma aðstandendum þeirra sem fórust á staðinn. MH17 Tengdar fréttir Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Forsætisráðherra Hollands segir að hrap malasísku farþegaþotunnar í Úkraínu sé mesta hörmung í flugsögu landsins sem dunið hafi yfir hollensku þjóðina. En flestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 154. Varaforseti Bandaríkjanna fullyrðir að flugvélin hafi verið skotin niður. Þótt flest bendi til að Boeing 777 farþegaþota Malaysian flugfélagsins hafi verið skotin niður með flugskeyti af jörðu niðri, hefur enginn gengist við því að hafa skotið á flugvélina. Arseniy Yatseniuk forsætisráðherra Úkraínu fullyrti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að rússneskir hryðjuverkamenn bæru ábyrgð á verknaðinum. Yatseniuk hvatti ríkisstjórnir allra þeirra landa sem málið snerti til að vinna með Úkraínumönnum í því “að koma þeim drullusokkum sem sem frömdu þennan glæp fyrir dóm. Þetta væri glæpur gegn mankyninu og með honum hefði verið farið yfir öll strik,” eins og hann orðaði það. Rússar vísa hins vegar allri ábyrgð á hendur Úkraínumönnum sem hefðu með nýjustu árásum sínum í austurhluta landsins æst upp átök á svæðinu. Leyniþjónustan í Úkraínu hefur birt hljóðupptökur af tveimur símtölum, annars vegar á milli leiðtoga uppreisnarmanna og rússnesks leyniþjónustumanns og hins vegar á milli tveggja uppreisnarmanna þar sem talað er um að skotið hafi verið á flugvélina. En ekki hefur verið sannreynt að upptökurnar séu af samtölum þessarra manna. Tekist hefur að staðfesta þjóðerni hluta þeirra 298 sem voru um borð í flugvélinni. 154 þeirra voru Hollendingar, 27 Ástralir, 23 Malasar, 23 Bandaríkjamenn, 11 Indónesar, 9 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar og 1 Kanadamaður. Enn á eftir að staðfesta þjóðerni um tuttugu farþega. Mark Rutte forsætisráðherra Hollands segir verstu martröð sem hugsast gæti hafa orðið að veruleika í gær. Hollendingar hefðu nú orðið fyrir mestu hörmungum í flugi í sögu landsins. Hollenska þjóðin væri í áfalli. Hollensk stjórnvöld krefðust nákvæmrar rannsóknar á hrapi flugvélarinnar og ef í ljós kæmi að um vísvitandi hryðjuverk væri að ræða yrði að draga þá til ábyrgðar sem staðið hefðu að verknaðinum. Uppreisnarmenn í austuhluta Úkraínu og stjórnarher landsins hafa heitið vopnahléi á svæðinu til að tryggja að alþjóðlegt rannsóknarteymi komist að flakinu og þá hefur Malaysian lofað að koma aðstandendum þeirra sem fórust á staðinn.
MH17 Tengdar fréttir Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Leyniþjónusta Úkraínu hefur gefið út hljóðupptökur, þar sem aðskilnaðarsinnar eru sagðir viðurkenna að skjóta malasísku farþegaflugvélina niður. 18. júlí 2014 08:30
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30
Fjölmargir starfsmenn WHO voru um borð í vélinni Um hundrað farþega í MH17 voru á leið á rástefnu um alnæmi sem haldin er í Ástralíu. 18. júlí 2014 10:10
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42