Prius með óvenjulegt met á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2014 09:57 Toyota Prius bíllinn á Nürburgring brautinni. Það kann að hljóma einkennilegt að Toyota Prius bíll setji met á kappaksturshringnum Nürburgring, en það var reyndar ekki hraðamet, heldur met í sparakstri. Prius bíllinn, sem er Plug-In bíll, fór brautina 20 km löngu og eyddi aðeins 5 teskeiðum af eldsneyti á leiðinni. Eyðsla hans mældist 0,3 lítrar á hverja 100 kílómetra. Engin hraðamet voru sett á leiðinni en Prius bíllinn fór hringinn á 20 mínútum og 59 sekúndum og því hefur meðalhraðinn verið 64 km/klst. Reglur á Nürburgring brautinni kveða reyndar á um að ekki megi aka hægar en á 60 km/klst svo ekki sé þvælst um of fyrir öðrum bílum þar og voru þær reglur ekki brotnar. Til samanburðar fór Porsche 918 brautina á innan við 7 mínútum og á sá bíll hraðametið þar. Prius bíllinn eyddi í raun engu jarðefnaeldsneyti alla leiðina, nema ef undan er skilin ein löng brekka í brautinni, en þá ræsti brunavél bílsins sig í stutta stund. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent
Það kann að hljóma einkennilegt að Toyota Prius bíll setji met á kappaksturshringnum Nürburgring, en það var reyndar ekki hraðamet, heldur met í sparakstri. Prius bíllinn, sem er Plug-In bíll, fór brautina 20 km löngu og eyddi aðeins 5 teskeiðum af eldsneyti á leiðinni. Eyðsla hans mældist 0,3 lítrar á hverja 100 kílómetra. Engin hraðamet voru sett á leiðinni en Prius bíllinn fór hringinn á 20 mínútum og 59 sekúndum og því hefur meðalhraðinn verið 64 km/klst. Reglur á Nürburgring brautinni kveða reyndar á um að ekki megi aka hægar en á 60 km/klst svo ekki sé þvælst um of fyrir öðrum bílum þar og voru þær reglur ekki brotnar. Til samanburðar fór Porsche 918 brautina á innan við 7 mínútum og á sá bíll hraðametið þar. Prius bíllinn eyddi í raun engu jarðefnaeldsneyti alla leiðina, nema ef undan er skilin ein löng brekka í brautinni, en þá ræsti brunavél bílsins sig í stutta stund.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent