Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 11:34 Þessa mynd birti Björk og hvatti vini sína til að kaupa ekki þessar tilteknu kryddjurtir Átökin á Vesturbakkanum hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum undanfarna daga og víða um heim hefur verið farið fram á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að enda blóðbaðið við botn Miðjarðarhafs. Ísland er þar engin undantekning en fundur sem haldinn var í gær var með þeim allra fjölmennustu sem Ísland-Palestína hefur boðað til, en Lækjartorg var smekkfullt af fólki. Björk Vilhelmsdóttir, borgafulltrúi Samfylkingarinnar, er eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar formanns Íslands-Palestínu og hún hvetur til þess að íslensk stjórnvöld taki upp viðskiptaþvinganir við Ísrael. Hún hvetur íslenska neytendur einnig til að kaupa ekki ísraelskar vörur. Björk lætur verkin tala en hún tók mynd af ísraelskum kryddjurtum sem hún setti á Facebook-vegg sinn og varaði við. „Það er mikið ákall Palestínumanna um að beita viðskiptaþvingunum og það getum við öll gert bara með því til dæmis að taka myndir af ísraelskum vörum og birta á Facebook. Þar með deilist það til mjög margra og þetta er bara mjög góð leið til að koma á viðskiptaþvingunum.“ Björk er á því að ríkisstjórn Íslands grípi til viðskiptaþvingana gagnvart Ísrael og bendir á að hún hafi verið í fararbroddi í því að berjast fyrir réttindum Ísraelsmanna og Björk vill að svo veðri áfram. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam innflutningur frá Ísrael virði rétttæpra 720 milljóna króna í fyrra og Björk telur að hver og einn geti lagt sitt af mörkum. Hún tók myndir af rósmarín og graslauk meðal annars og beindi þeim tilmælum til sinna vina að þeir gætu heldur komið í garðinn hennar og lesið þar kryddjurtir. „Kryddjurtir vaxa svo víða og það er svo auðvelt að rækta þær, ekki síst graslaukinn sem er nánast illgresi í mörgum görðum. Þannig að manni finnst eiginlega smá fyndið að fá síðan graslauk frá Ísrael í verslunum landsins. Þannig að mér finnst að fólk megi endilega koma í minn garð eða bara fara í næsta garð og fá sér slíkar kryddjurtir í staðinn fyrir að kaupa ísraelskar vörur. Það er bara hið besta mál. Allir velkomnir.“ Post by Björk Vilhelmsdóttir. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Átökin á Vesturbakkanum hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum undanfarna daga og víða um heim hefur verið farið fram á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að enda blóðbaðið við botn Miðjarðarhafs. Ísland er þar engin undantekning en fundur sem haldinn var í gær var með þeim allra fjölmennustu sem Ísland-Palestína hefur boðað til, en Lækjartorg var smekkfullt af fólki. Björk Vilhelmsdóttir, borgafulltrúi Samfylkingarinnar, er eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar formanns Íslands-Palestínu og hún hvetur til þess að íslensk stjórnvöld taki upp viðskiptaþvinganir við Ísrael. Hún hvetur íslenska neytendur einnig til að kaupa ekki ísraelskar vörur. Björk lætur verkin tala en hún tók mynd af ísraelskum kryddjurtum sem hún setti á Facebook-vegg sinn og varaði við. „Það er mikið ákall Palestínumanna um að beita viðskiptaþvingunum og það getum við öll gert bara með því til dæmis að taka myndir af ísraelskum vörum og birta á Facebook. Þar með deilist það til mjög margra og þetta er bara mjög góð leið til að koma á viðskiptaþvingunum.“ Björk er á því að ríkisstjórn Íslands grípi til viðskiptaþvingana gagnvart Ísrael og bendir á að hún hafi verið í fararbroddi í því að berjast fyrir réttindum Ísraelsmanna og Björk vill að svo veðri áfram. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam innflutningur frá Ísrael virði rétttæpra 720 milljóna króna í fyrra og Björk telur að hver og einn geti lagt sitt af mörkum. Hún tók myndir af rósmarín og graslauk meðal annars og beindi þeim tilmælum til sinna vina að þeir gætu heldur komið í garðinn hennar og lesið þar kryddjurtir. „Kryddjurtir vaxa svo víða og það er svo auðvelt að rækta þær, ekki síst graslaukinn sem er nánast illgresi í mörgum görðum. Þannig að manni finnst eiginlega smá fyndið að fá síðan graslauk frá Ísrael í verslunum landsins. Þannig að mér finnst að fólk megi endilega koma í minn garð eða bara fara í næsta garð og fá sér slíkar kryddjurtir í staðinn fyrir að kaupa ísraelskar vörur. Það er bara hið besta mál. Allir velkomnir.“ Post by Björk Vilhelmsdóttir.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?