Volkswagen staðfestir framleiðslu 7 sæta CrossBlue í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 15. júlí 2014 11:10 Volkswagen Crossblue er stór 7 sæta jeppi sem hífa á upp sölu Volkswagen bíla í Bandaríkjunum. Volkswagen bílaframleiðandinn veit að hann á mikla vinnu eftir til að heilla Bandaríkjamenn og ná markmiðum sínum um sölu bíla þar vestra. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar á ári en seldi aðeins 408.000 bíla þar í fyrra. Eitt af því sem hækka á sölutölur Volkswagen vestanhafs er smíði nýs jeppa sem er með 7 sætum. Sá bíll var fyrst kynntur á bílasýningunni í Detroit í fyrra og hefur sá bíll vinnuheitið CrossBlue. Ekki var ljóst þá hvort sá bíll færi í framleiðslu en nú er það staðfest. Volkswagen ætlar að smíða bílinn í verksmiðju sinni í Chattanooga í Tennessee við hlið Volkswagen Passat. Volkswagen þarf að fjárfesta fyrir 103 milljarða króna vegna framleiðslu hans. Þessi langi jeppi verður með þriðju sætaröðinni en slíkir bílar eru vinsælir í Bandaríkjunum og er þessi bíll sérstaklega ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað þó svo framtíðin muni leiða í ljós hvort hann verður boðinn á öðrum mörkuðum einnig. Bíllinn sem kynntur var í Detroit var með 190 hestafla og 2,0 lítra forþjöppudrifinni bensínvél, en hætt er við því að margar fleiri vélar verði í boði í bílnum. Hann verður að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Ekki er ljóst á hvaða undirvagni hann verður byggður, en líklegt þykir að það verði sami MQB undirvagn og er undir Passat bílnum og yrðu því báðir bílarnir sem framleiddir eru í Chattanooga á sama undirvagni sem tryggir lægri kostnað við framleiðsluna. Volkswagen þarf að bæta við 49.000 fermetrum við verksmiðjuna í Chattanooga til framleiðslunnar á CrossBlue. Búist er við að CrossBlue bíllinn komi á markað í Bandaríkjunum árið 2016. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Volkswagen bílaframleiðandinn veit að hann á mikla vinnu eftir til að heilla Bandaríkjamenn og ná markmiðum sínum um sölu bíla þar vestra. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar á ári en seldi aðeins 408.000 bíla þar í fyrra. Eitt af því sem hækka á sölutölur Volkswagen vestanhafs er smíði nýs jeppa sem er með 7 sætum. Sá bíll var fyrst kynntur á bílasýningunni í Detroit í fyrra og hefur sá bíll vinnuheitið CrossBlue. Ekki var ljóst þá hvort sá bíll færi í framleiðslu en nú er það staðfest. Volkswagen ætlar að smíða bílinn í verksmiðju sinni í Chattanooga í Tennessee við hlið Volkswagen Passat. Volkswagen þarf að fjárfesta fyrir 103 milljarða króna vegna framleiðslu hans. Þessi langi jeppi verður með þriðju sætaröðinni en slíkir bílar eru vinsælir í Bandaríkjunum og er þessi bíll sérstaklega ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað þó svo framtíðin muni leiða í ljós hvort hann verður boðinn á öðrum mörkuðum einnig. Bíllinn sem kynntur var í Detroit var með 190 hestafla og 2,0 lítra forþjöppudrifinni bensínvél, en hætt er við því að margar fleiri vélar verði í boði í bílnum. Hann verður að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Ekki er ljóst á hvaða undirvagni hann verður byggður, en líklegt þykir að það verði sami MQB undirvagn og er undir Passat bílnum og yrðu því báðir bílarnir sem framleiddir eru í Chattanooga á sama undirvagni sem tryggir lægri kostnað við framleiðsluna. Volkswagen þarf að bæta við 49.000 fermetrum við verksmiðjuna í Chattanooga til framleiðslunnar á CrossBlue. Búist er við að CrossBlue bíllinn komi á markað í Bandaríkjunum árið 2016.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent