Næsti Prius fjórhjóladrifinn Finnur Thorlacius skrifar 15. júlí 2014 09:45 Svona gæti fjórða kynslóð Toyota Prius litið út. Toyota vinnur nú að lokahönnun næstu kynslóðar vinsælasta tvinnbíls heims, Toyota Prius. Hann verður af fjórðu kynslóð, en Prius kom fyrst á markað árið 1997. Upphaflega ætlaði Toyota að hefja framleiðslu á fjórðu kynslóðinni næsta vor, en hefur frestað henni til desember á næsta ári. Prius mun fást með tveimur gerðum af rafhlöðum, ódýrum nickel-metal rafhlöðum og dýrari lithium ion rafhlöðum. Munu kaupendur því geta valið á milli bíls með þrautreyndum nickel-metal rafhlöðum Toyota og rafhlöðum sem tryggja mun lengri drægni bílsins, en kosta meira. Að auki er líklegt að Prius verði boðinn fjórhjóladrifinn, auk þess hefðbundna framhjóladrifna. Hybrid kerfi nýja bílsins verður allt mun nettara en í núverandi bíl, en engu að síður skilvirkara. Toyota menn segja að eyðslutölur hins nýja Prius muni koma skemmtilega á óvart. Verðið á einnig að koma á óvart, en nýr Prius fellur eins og svo margir af nýjum bílum Toyota undir samnýtingu íhluta með öðrum Toyota bílum en með því hefur Toyota tekist að lækka framleiðslukostnað margra sinna bíla. Toyota hafði í mars í fyrra selt 3,67 milljón Prius bíla frá upphafi og gætu þeir verið komnir í um 4 milljónir seldra bíla í dag. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Toyota vinnur nú að lokahönnun næstu kynslóðar vinsælasta tvinnbíls heims, Toyota Prius. Hann verður af fjórðu kynslóð, en Prius kom fyrst á markað árið 1997. Upphaflega ætlaði Toyota að hefja framleiðslu á fjórðu kynslóðinni næsta vor, en hefur frestað henni til desember á næsta ári. Prius mun fást með tveimur gerðum af rafhlöðum, ódýrum nickel-metal rafhlöðum og dýrari lithium ion rafhlöðum. Munu kaupendur því geta valið á milli bíls með þrautreyndum nickel-metal rafhlöðum Toyota og rafhlöðum sem tryggja mun lengri drægni bílsins, en kosta meira. Að auki er líklegt að Prius verði boðinn fjórhjóladrifinn, auk þess hefðbundna framhjóladrifna. Hybrid kerfi nýja bílsins verður allt mun nettara en í núverandi bíl, en engu að síður skilvirkara. Toyota menn segja að eyðslutölur hins nýja Prius muni koma skemmtilega á óvart. Verðið á einnig að koma á óvart, en nýr Prius fellur eins og svo margir af nýjum bílum Toyota undir samnýtingu íhluta með öðrum Toyota bílum en með því hefur Toyota tekist að lækka framleiðslukostnað margra sinna bíla. Toyota hafði í mars í fyrra selt 3,67 milljón Prius bíla frá upphafi og gætu þeir verið komnir í um 4 milljónir seldra bíla í dag.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent