Nýr lágpunktur í íslenskri stjórnmálaumræðu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2014 20:00 VISIR/DANÍEL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, kom víða við í stefnuræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú síðdegis. Hann sagði ríkisstjórnina hafa náð ótrúlegum árangri og þorað að takast á við stóru málin. „Það var ótrúlegt að heyra viðbrögð stjórnarandstöðunnar við þessu eftir allt saman. Ég hefði ekki trúað því að þau myndu greiða atkvæði gegn þessu. Sama fólk og var algjörlega mótfallið því að skattlegja fjármálafyrirtækja og færa niður skuldir heimilanna en vildi skattleggja heimilin og greiða niður skuldir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði það stefnu ríkisstjórnarinnar að skuldastaða Íslands verði sú besta í Evrópu árið 2020 og að íslenska hagkerfið verði það heilbrigðasta í Evrópu. Þá vék hann orðum að hugsanlegri komu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands en hann sagði umræðuna á köflum vera fáránlega. „Ég bara spyr. Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir. Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma og góða matvöru. Eða þeir sem vilja allt slíkt lönd og leið og telja það raunar bara einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja.“ Þá gagnrýndi hann harðlega þá umræðu sem kom upp í kjölfar ummæla oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík þess efnis að afturkalla ætti úthlutun á lóð til Félags múslima á Íslandi. Flokkurinn hafi verið kenndur við popúlisma og kynþáttahyggju. „Að menn skuli nýta sér slíkt mál, í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga, er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur Davíð. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, kom víða við í stefnuræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú síðdegis. Hann sagði ríkisstjórnina hafa náð ótrúlegum árangri og þorað að takast á við stóru málin. „Það var ótrúlegt að heyra viðbrögð stjórnarandstöðunnar við þessu eftir allt saman. Ég hefði ekki trúað því að þau myndu greiða atkvæði gegn þessu. Sama fólk og var algjörlega mótfallið því að skattlegja fjármálafyrirtækja og færa niður skuldir heimilanna en vildi skattleggja heimilin og greiða niður skuldir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði það stefnu ríkisstjórnarinnar að skuldastaða Íslands verði sú besta í Evrópu árið 2020 og að íslenska hagkerfið verði það heilbrigðasta í Evrópu. Þá vék hann orðum að hugsanlegri komu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands en hann sagði umræðuna á köflum vera fáránlega. „Ég bara spyr. Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir. Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma og góða matvöru. Eða þeir sem vilja allt slíkt lönd og leið og telja það raunar bara einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja.“ Þá gagnrýndi hann harðlega þá umræðu sem kom upp í kjölfar ummæla oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík þess efnis að afturkalla ætti úthlutun á lóð til Félags múslima á Íslandi. Flokkurinn hafi verið kenndur við popúlisma og kynþáttahyggju. „Að menn skuli nýta sér slíkt mál, í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga, er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur Davíð.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira