Ógnvekjandi brekkuklifur Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2014 10:52 Ein af vinsælli greinum mótorsports er brekkuklifur á ofuröflugum bílum. Þar er ekki um að ræða brekkuklifur eins og stundað er hérlendis á torfærutröllum, heldur á bílum sem eingöngu eru færir að fara um malbikaðar götur, en á ógnarhraða. Hér sést ein slík, Doune Hill Climb, sem haldin er árlega í Skotlandi og bíllinn sem hér fer brautina, sem aðeins er 1.350 metra löng, er GWR Raptor og ökumaður er Jos Goodyear. Bíll hans er hreinræktaður kappakstursbíll með 400 hestafla Suzuki Hayabusa vélhjólamótor með kaflablásara. Þrátt fyrir ógnarakstur Jos náði hann þó ekki nema næstbesta tímanum í brautinni, 35,05 sekúndum. Ef greinarritara skjáplast ekki í útreikningum er meðalhraði hans í brautinni 138,7 km/klst og víst er að víða hefur hraðinn slegið í 200 km/klst. Það er hreinlega óhugnanlegt að sjá hraða hans í brautinni og ekki fyrir hvern sem er að aka á þessum hraða í þessari þröngu braut. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Ein af vinsælli greinum mótorsports er brekkuklifur á ofuröflugum bílum. Þar er ekki um að ræða brekkuklifur eins og stundað er hérlendis á torfærutröllum, heldur á bílum sem eingöngu eru færir að fara um malbikaðar götur, en á ógnarhraða. Hér sést ein slík, Doune Hill Climb, sem haldin er árlega í Skotlandi og bíllinn sem hér fer brautina, sem aðeins er 1.350 metra löng, er GWR Raptor og ökumaður er Jos Goodyear. Bíll hans er hreinræktaður kappakstursbíll með 400 hestafla Suzuki Hayabusa vélhjólamótor með kaflablásara. Þrátt fyrir ógnarakstur Jos náði hann þó ekki nema næstbesta tímanum í brautinni, 35,05 sekúndum. Ef greinarritara skjáplast ekki í útreikningum er meðalhraði hans í brautinni 138,7 km/klst og víst er að víða hefur hraðinn slegið í 200 km/klst. Það er hreinlega óhugnanlegt að sjá hraða hans í brautinni og ekki fyrir hvern sem er að aka á þessum hraða í þessari þröngu braut.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent