"Eitt sem sló alveg í gegn voru Óli og Dorrit" Ellý Ármanns skrifar 26. júlí 2014 12:15 myndir/Kristbjörg Sigurjónsdóttir. Inga Sigurbjörg Árnadóttir og Vignir Skæringsson gengu í hjónaband 14. júní síðastliðinn í Vestmannaeyjum í fullkomnu veðri, sól og blíðu með fjölskyldu og vinum. Athöfnin fór fram í Landakirkju en þau eru bæði ættuð úr Eyjum. Vinkonurnar klæddar í íslenska fánannEf við byrjum á búningum brúðarmeyjanna, þeir eru snilld? „Við vinkonurnar erum mikið fyrir búninga en það byrjaði bara út frá þjóðhátíð en þar er mikil búningahefð sem við tókum að sjálfsögðu mjög alvarlega." „Árið 2009 saumuðum við þessar kápur í sameiningu með saumakonunni okkar henni Oddu Báru. Við erum mikið búnar að nota kápurnar og þær eru búnar að fara víða á hina ýmsu íþróttaviðburði og eina ferð á Eurovision en að sjálfsögðu klæðum við okkur upp þegar Ísland keppir í Eurovision," segir Inga. Sannkallað Eurovision brúðkaupÞegar talið berst að athöfninni sjálfri segir Inga: „Athöfnin var mjög skemmtileg. Séra Kristján Björnsson gaf okkur saman. Hann náði að flétta Eurovision inn í ræðuna, tók fyrir Abba og Waterloo og raulaði Nínu-lagið en ég er ofsalega hrifin af Eurovision. Gestirnir höfðu á orði að svona skemmtilega athöfn hefðu þeir ekki farið í."„Hann hélt á tímabili að ég myndi bara ekkert mæta."Pabbi mjög stressaður„Það var eftirminnilegt hvað greyið pabbi var stressaður. Ég, brúðurin, þurfti að róa hann niður og segja honum að allt færi vel. Honum fannst ég til dæmis heldur lengi að finna mig til fyrir kirkjuna. Hann hélt á tímabili að ég myndi bara ekkert mæta en við vorum samt ekki nema 5-10 mínútum of sein." „Þetta var bara ofsa passlegt og svo var hann hræddur um að labba of hratt, hvenær hann ætti að taka við brúðarvendinum, hvenær hann ætti að setjast, standa og skipta um sæti. Þetta vafðist alveg rosa fyrir honum. Það var ekki stressuð brúður fyrir þetta brúðkaup, nei það var stressaður faðir brúðarinnar en þetta gekk allt upp og við hlægjum bara að þessu."Börnin Ívar Skæringur, Hilmar Ingi og Aníta Lind með nýgiftum foreldrum sínum.Glæsilega brúðurin starfar í versluninni Vöruval og brúðguminn er sjómaður.Vel heppnuð veisla „Veislan var svo haldin í Akogest við Hilmisgötu hér í Eyjum. Þegar við svo mættum voru sprengdar yfir okkur confetti-sprengjur og við drukkum fordrykk úti í blíðunni áður en við fórum inn að borða. Boðið var upp á humar, skötusel, humarsúpu sem fólk fékk sér í bolla og lambalæri sem rann ljúft ofan í gestina," segir Inga spurð um veisluna.„Lára Skæringsdóttir systir Vignis var veislustjóri ásamt Birnu vinkonu sem farðaði mig líka svo fínt. Þær stóðu sig svaka vel og æðislega góð stemning myndaðist."Athöfnin fór fram í Landakirkju en Inga og Vignir eru bæði ættuð úr Eyjum. Hér má líka sjá Ívar son þeirra sem fór á kostum í kirkjunni.Sonurinn sló met í að troða í sig „Litli villingurinn okkar hann Ívar Skæringur sem er tæplega tveggja ára var líka flottur en hann er ekki mikið fyrir að vera kyrr þessi elska. Ég var búin að kaupa gúmmibangsa-pakka og annað góðgæti til að hafa hann góðan í kirkjunni en hann var fljótur að klára það. Ég held að hann hafi slegið met í að troða í sig gúmmíinu og réð svo ekkert við slefið sem fylgdi. Svo var hann stanslaust að sjúga upp með tilheyrandi óhljóðum." „Svo var hann heldur farinn að ókyrrast svo systir hans, Aníta Lind, sleppti honum og leyfði honum að vera laus og þá hljóp hann auðvitað beint að útidyrahurðinni því þetta var ekkert sérstaklega gaman að hans mati en systir Vignis var svo með hann það sem var eftir athafnar og allt gekk vel."Hringaberinn stóð sig mjög vel„Eldri sonur okkar Hilmar Ingi var svo hringaberi og tók því mjög alvarlega og rétti hringapúðann hátt upp í loft eins og presturinn var búinn að segja honum að gera. Vignir er svona rokkari sem fílar ekki Eurovision svo hann fékk að ráða útgöngulaginu og það var lagið Congratulation með Olympia. Ég ætlaði svo að reyna að koma honum á óvart og reyna að fá Sigurjón Kjartans til að flytja það en ég náði ekki í hann, svo það var bara spilað af disk."Ólafur og Dorrit voru með í gleðinni.Vinkonurnar voru frábærar „Ég er í stórum og frábærum vinahóp sem kallar sig Glamúrgellur. Þær voru brúðarmeyjar hjá okkur og stóðu sig ekkert smá vel. Þær gengu inn kirkjugólfið undir nýja þjóðhátíðarlaginu, réttu gestum íslenska fánann og settust svo fyrir aftan mig og pabba í kirkjunni." „Síðan gengu börnin okkar þrjú inn kirkjugólfið og loks ég og pabbi en við vorum með frekar óhefðbunda inngöngu. Vinkona mín hún Ragga spilaði á harmonikku og mjög fær sönkona sem er búsett hér í Eyjum hún Sunna söng lagið sem ég held mikið upp á - lagið Undir bláhimni." Óli og Dorrit slógu í gegn„Eitt sem sló alveg í gegn voru Óli og Dorrit. Ég lét prenta fyrir okkur í mannshæð eftirmynd af þeim hjónum og þau voru með okkur í veislunni. Flestir fóru og tóku myndir af sér með þeim en við vorum með #ingaogviggi á Instagram þar sem fólk var duglegt að setja inn myndir."Las upp bréf sem vakti lukku„Nína frænka mín las svo upp tölvupóst sem ég hafði sent henni fyrir 10 árum. Þetta var mjög svo ítarlegt bréf um fyrstu kynni okkar Vignis og það hitti svo sannarlega í mark þó svo að ég hafi verið ansi vandræðaleg meðan á upplestrinum stóð."Keypti inniskó fyrir gestina „Þar sem ég var svo staðráðin í því að allir væru í stuði og enginn með bólgna og of þreytta fætur til að dansa þá var ég með slatta af ,,dansskóm” í boði. Þeir voru allir í notkun og allir gátu dansað. En dansskórnir voru inniskór úr IKEA," útskýrir Inga.Æðislegur vinkonuhópur „Við vinkonurnar erum svo með farandgrip sem gengur á milli brúða. Þetta er mjög svo sérstök stytta sem við köllum Boddu en miklar reglur fylgja henni eins og að styttan verður að vera sjáanleg. Það er bannað að geyma hana inn í lokuðum skáp. Þannig að við Vignir erum heppin að hafa Boddu hjá okkur þangað til næsta glamúrgella giftir sig." „María Ýr vinkona mín gaf okkur svo yndislegt tónlistaratriði sem var fallegt lag um vinsemd, lagið Ég er kominn heim, sem ég tók algjörlega til mín og allir tóku undir. Þetta var yndisleg stund." „Glamúrgellur toppuðu sig svo algjörlega í lokin sem Spice Girls þegar þær tóku frábæra danssyrpu í búningum og með hárkollur - þá varð allt kreisí. Svo var bara partí fram á nótt, bara algjör þjóðhátíðarstemning sem DJ Hjalti Enok sá um og hann stóð algjörlega fyrir sínu. Ég hafði rætt við hann um að vera bara til svona sirka tvö um nóttina en hann var að spila til hálf fjögur og fólk var svo engan veginn til í að hætta en það var stutt í næsta skemmtistað svo margir héldu bara áfram þar."Ljósmyndarinn stóð sig vel „Kristbjörg Sigurjónsdóttir bekkjarsystir Vignis sá svo um að fanga daginn á filmu og stóð sig ekkert smá vel. Við tókum ekki eftir henni þegar hún var að mynda og hún náði svo fallegum mómentum og svo hafði hún einstaklega góða nærveru og okkur leið ofsalega vel að hafa hana með okkur á þessum dýrmæta degi. Hún var mjög fagleg," segir Inga þakklát.Brúðkaupsferðin innanlands „Tveimur dögum eftir brúðkaupið fórum við, nýgifta parið í smá innanlands-brúðkaupsferð á Hótel Selfoss í tvær nætur og við getum algjörlega mælt með því. En það var dekrað við okkur hægri vinstri. Við fengum glaðning upp á herbergi, ávexti og bráðið súkkulaði og kampavín en við fengum æðislegt herbergi, flottan mat og ofsalega kósí spa. Þetta voru yndislegir dagar til að slappa af, gíra sig niður og njóta," segir Inga að lokum. Eurovision Tengdar fréttir Kirkjugestum á fremsta bekk var brugðið "Á meðan presturinn var að blessa okkur." 5. júlí 2014 08:30 Jógvan Hansen giftir sig Brúðhjónin geisluðu. Sjáðu myndirnar og myndbandið. 13. júlí 2014 09:45 "Hann hljóp upp og niður kirkjugólfið öskrandi“ Sonur brúðhjónanna kom sannarlega á óvart þennan mikilvæga dag. 24. júlí 2014 11:15 ,,Vorum alltaf ákveðin í að halda sveitabrúðkaup í sveitinni okkar" Oddakirkja á Rangárvöllum varð fyrir valinu. 19. júlí 2014 12:00 "Eiginmaður minn vissi ekki að við mæðgur yrðum með blómakransa“ Brúðkaupið fór fram í blíðskaparveðri á Kirkjubæjarklaustri. 18. júlí 2014 06:45 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Inga Sigurbjörg Árnadóttir og Vignir Skæringsson gengu í hjónaband 14. júní síðastliðinn í Vestmannaeyjum í fullkomnu veðri, sól og blíðu með fjölskyldu og vinum. Athöfnin fór fram í Landakirkju en þau eru bæði ættuð úr Eyjum. Vinkonurnar klæddar í íslenska fánannEf við byrjum á búningum brúðarmeyjanna, þeir eru snilld? „Við vinkonurnar erum mikið fyrir búninga en það byrjaði bara út frá þjóðhátíð en þar er mikil búningahefð sem við tókum að sjálfsögðu mjög alvarlega." „Árið 2009 saumuðum við þessar kápur í sameiningu með saumakonunni okkar henni Oddu Báru. Við erum mikið búnar að nota kápurnar og þær eru búnar að fara víða á hina ýmsu íþróttaviðburði og eina ferð á Eurovision en að sjálfsögðu klæðum við okkur upp þegar Ísland keppir í Eurovision," segir Inga. Sannkallað Eurovision brúðkaupÞegar talið berst að athöfninni sjálfri segir Inga: „Athöfnin var mjög skemmtileg. Séra Kristján Björnsson gaf okkur saman. Hann náði að flétta Eurovision inn í ræðuna, tók fyrir Abba og Waterloo og raulaði Nínu-lagið en ég er ofsalega hrifin af Eurovision. Gestirnir höfðu á orði að svona skemmtilega athöfn hefðu þeir ekki farið í."„Hann hélt á tímabili að ég myndi bara ekkert mæta."Pabbi mjög stressaður„Það var eftirminnilegt hvað greyið pabbi var stressaður. Ég, brúðurin, þurfti að róa hann niður og segja honum að allt færi vel. Honum fannst ég til dæmis heldur lengi að finna mig til fyrir kirkjuna. Hann hélt á tímabili að ég myndi bara ekkert mæta en við vorum samt ekki nema 5-10 mínútum of sein." „Þetta var bara ofsa passlegt og svo var hann hræddur um að labba of hratt, hvenær hann ætti að taka við brúðarvendinum, hvenær hann ætti að setjast, standa og skipta um sæti. Þetta vafðist alveg rosa fyrir honum. Það var ekki stressuð brúður fyrir þetta brúðkaup, nei það var stressaður faðir brúðarinnar en þetta gekk allt upp og við hlægjum bara að þessu."Börnin Ívar Skæringur, Hilmar Ingi og Aníta Lind með nýgiftum foreldrum sínum.Glæsilega brúðurin starfar í versluninni Vöruval og brúðguminn er sjómaður.Vel heppnuð veisla „Veislan var svo haldin í Akogest við Hilmisgötu hér í Eyjum. Þegar við svo mættum voru sprengdar yfir okkur confetti-sprengjur og við drukkum fordrykk úti í blíðunni áður en við fórum inn að borða. Boðið var upp á humar, skötusel, humarsúpu sem fólk fékk sér í bolla og lambalæri sem rann ljúft ofan í gestina," segir Inga spurð um veisluna.„Lára Skæringsdóttir systir Vignis var veislustjóri ásamt Birnu vinkonu sem farðaði mig líka svo fínt. Þær stóðu sig svaka vel og æðislega góð stemning myndaðist."Athöfnin fór fram í Landakirkju en Inga og Vignir eru bæði ættuð úr Eyjum. Hér má líka sjá Ívar son þeirra sem fór á kostum í kirkjunni.Sonurinn sló met í að troða í sig „Litli villingurinn okkar hann Ívar Skæringur sem er tæplega tveggja ára var líka flottur en hann er ekki mikið fyrir að vera kyrr þessi elska. Ég var búin að kaupa gúmmibangsa-pakka og annað góðgæti til að hafa hann góðan í kirkjunni en hann var fljótur að klára það. Ég held að hann hafi slegið met í að troða í sig gúmmíinu og réð svo ekkert við slefið sem fylgdi. Svo var hann stanslaust að sjúga upp með tilheyrandi óhljóðum." „Svo var hann heldur farinn að ókyrrast svo systir hans, Aníta Lind, sleppti honum og leyfði honum að vera laus og þá hljóp hann auðvitað beint að útidyrahurðinni því þetta var ekkert sérstaklega gaman að hans mati en systir Vignis var svo með hann það sem var eftir athafnar og allt gekk vel."Hringaberinn stóð sig mjög vel„Eldri sonur okkar Hilmar Ingi var svo hringaberi og tók því mjög alvarlega og rétti hringapúðann hátt upp í loft eins og presturinn var búinn að segja honum að gera. Vignir er svona rokkari sem fílar ekki Eurovision svo hann fékk að ráða útgöngulaginu og það var lagið Congratulation með Olympia. Ég ætlaði svo að reyna að koma honum á óvart og reyna að fá Sigurjón Kjartans til að flytja það en ég náði ekki í hann, svo það var bara spilað af disk."Ólafur og Dorrit voru með í gleðinni.Vinkonurnar voru frábærar „Ég er í stórum og frábærum vinahóp sem kallar sig Glamúrgellur. Þær voru brúðarmeyjar hjá okkur og stóðu sig ekkert smá vel. Þær gengu inn kirkjugólfið undir nýja þjóðhátíðarlaginu, réttu gestum íslenska fánann og settust svo fyrir aftan mig og pabba í kirkjunni." „Síðan gengu börnin okkar þrjú inn kirkjugólfið og loks ég og pabbi en við vorum með frekar óhefðbunda inngöngu. Vinkona mín hún Ragga spilaði á harmonikku og mjög fær sönkona sem er búsett hér í Eyjum hún Sunna söng lagið sem ég held mikið upp á - lagið Undir bláhimni." Óli og Dorrit slógu í gegn„Eitt sem sló alveg í gegn voru Óli og Dorrit. Ég lét prenta fyrir okkur í mannshæð eftirmynd af þeim hjónum og þau voru með okkur í veislunni. Flestir fóru og tóku myndir af sér með þeim en við vorum með #ingaogviggi á Instagram þar sem fólk var duglegt að setja inn myndir."Las upp bréf sem vakti lukku„Nína frænka mín las svo upp tölvupóst sem ég hafði sent henni fyrir 10 árum. Þetta var mjög svo ítarlegt bréf um fyrstu kynni okkar Vignis og það hitti svo sannarlega í mark þó svo að ég hafi verið ansi vandræðaleg meðan á upplestrinum stóð."Keypti inniskó fyrir gestina „Þar sem ég var svo staðráðin í því að allir væru í stuði og enginn með bólgna og of þreytta fætur til að dansa þá var ég með slatta af ,,dansskóm” í boði. Þeir voru allir í notkun og allir gátu dansað. En dansskórnir voru inniskór úr IKEA," útskýrir Inga.Æðislegur vinkonuhópur „Við vinkonurnar erum svo með farandgrip sem gengur á milli brúða. Þetta er mjög svo sérstök stytta sem við köllum Boddu en miklar reglur fylgja henni eins og að styttan verður að vera sjáanleg. Það er bannað að geyma hana inn í lokuðum skáp. Þannig að við Vignir erum heppin að hafa Boddu hjá okkur þangað til næsta glamúrgella giftir sig." „María Ýr vinkona mín gaf okkur svo yndislegt tónlistaratriði sem var fallegt lag um vinsemd, lagið Ég er kominn heim, sem ég tók algjörlega til mín og allir tóku undir. Þetta var yndisleg stund." „Glamúrgellur toppuðu sig svo algjörlega í lokin sem Spice Girls þegar þær tóku frábæra danssyrpu í búningum og með hárkollur - þá varð allt kreisí. Svo var bara partí fram á nótt, bara algjör þjóðhátíðarstemning sem DJ Hjalti Enok sá um og hann stóð algjörlega fyrir sínu. Ég hafði rætt við hann um að vera bara til svona sirka tvö um nóttina en hann var að spila til hálf fjögur og fólk var svo engan veginn til í að hætta en það var stutt í næsta skemmtistað svo margir héldu bara áfram þar."Ljósmyndarinn stóð sig vel „Kristbjörg Sigurjónsdóttir bekkjarsystir Vignis sá svo um að fanga daginn á filmu og stóð sig ekkert smá vel. Við tókum ekki eftir henni þegar hún var að mynda og hún náði svo fallegum mómentum og svo hafði hún einstaklega góða nærveru og okkur leið ofsalega vel að hafa hana með okkur á þessum dýrmæta degi. Hún var mjög fagleg," segir Inga þakklát.Brúðkaupsferðin innanlands „Tveimur dögum eftir brúðkaupið fórum við, nýgifta parið í smá innanlands-brúðkaupsferð á Hótel Selfoss í tvær nætur og við getum algjörlega mælt með því. En það var dekrað við okkur hægri vinstri. Við fengum glaðning upp á herbergi, ávexti og bráðið súkkulaði og kampavín en við fengum æðislegt herbergi, flottan mat og ofsalega kósí spa. Þetta voru yndislegir dagar til að slappa af, gíra sig niður og njóta," segir Inga að lokum.
Eurovision Tengdar fréttir Kirkjugestum á fremsta bekk var brugðið "Á meðan presturinn var að blessa okkur." 5. júlí 2014 08:30 Jógvan Hansen giftir sig Brúðhjónin geisluðu. Sjáðu myndirnar og myndbandið. 13. júlí 2014 09:45 "Hann hljóp upp og niður kirkjugólfið öskrandi“ Sonur brúðhjónanna kom sannarlega á óvart þennan mikilvæga dag. 24. júlí 2014 11:15 ,,Vorum alltaf ákveðin í að halda sveitabrúðkaup í sveitinni okkar" Oddakirkja á Rangárvöllum varð fyrir valinu. 19. júlí 2014 12:00 "Eiginmaður minn vissi ekki að við mæðgur yrðum með blómakransa“ Brúðkaupið fór fram í blíðskaparveðri á Kirkjubæjarklaustri. 18. júlí 2014 06:45 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
"Hann hljóp upp og niður kirkjugólfið öskrandi“ Sonur brúðhjónanna kom sannarlega á óvart þennan mikilvæga dag. 24. júlí 2014 11:15
,,Vorum alltaf ákveðin í að halda sveitabrúðkaup í sveitinni okkar" Oddakirkja á Rangárvöllum varð fyrir valinu. 19. júlí 2014 12:00
"Eiginmaður minn vissi ekki að við mæðgur yrðum með blómakransa“ Brúðkaupið fór fram í blíðskaparveðri á Kirkjubæjarklaustri. 18. júlí 2014 06:45