Hyundai með besta viðmótsskorið Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2014 09:17 Hyundai i10 smábíllinn. Hyundai framleiðir nú bæði áreiðanlegustu fólksbílana og bestu bílana í umgengni og viðmóti samkvæmt nýjust könnun J.D. Power sem kynnt var í vikunni. Hyundai fékk hæsta skor bílaframleiðenda sem ekki framleiða lúxusbíla. Í nýrri APEAL könnun J.D. Power er skoðað hvernig bílar eru hannaðir með notkun þeirra í huga. Hyundai er einnig fyrsti bílaframleiðandinn sem nær fyrsta sætinu í sínum flokki í APEAL viðmótskönnunni sem og IQS gæðakönnun J.D. Power. APEAL könnunin er áhugaverð fyrir margar sakir. Þar er mat eigenda bifreiða skoðað sérstaklega, með tilliti til hönnunar, notagildis og afkasta. Dómur J.D. Power um Hyundai er því byggður á umsögnum bíleigendanna sjálfra og gefur því að nokkru leyti óvenjulega innsýn. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent
Hyundai framleiðir nú bæði áreiðanlegustu fólksbílana og bestu bílana í umgengni og viðmóti samkvæmt nýjust könnun J.D. Power sem kynnt var í vikunni. Hyundai fékk hæsta skor bílaframleiðenda sem ekki framleiða lúxusbíla. Í nýrri APEAL könnun J.D. Power er skoðað hvernig bílar eru hannaðir með notkun þeirra í huga. Hyundai er einnig fyrsti bílaframleiðandinn sem nær fyrsta sætinu í sínum flokki í APEAL viðmótskönnunni sem og IQS gæðakönnun J.D. Power. APEAL könnunin er áhugaverð fyrir margar sakir. Þar er mat eigenda bifreiða skoðað sérstaklega, með tilliti til hönnunar, notagildis og afkasta. Dómur J.D. Power um Hyundai er því byggður á umsögnum bíleigendanna sjálfra og gefur því að nokkru leyti óvenjulega innsýn.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent