Myndin um Bobby Fischer heimsfrumsýnd í Toronto Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2014 19:30 vísir/getty Kvikmyndin Pawn Sacrifice, í leikstjórn Ed Zwick, verður heimsfrumsýnd á 39. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada. Hátiðin er haldin frá 4. til 14. september á þessu ári. Pawn Sacrifice skartar leikaranum Tobey Maguire í aðalhlutverki en myndin fjallar um skákmeistarann sáluga Bobby Fischer. Tökulið myndarinnar kom hingað til lands í fyrra til að taka upp atriði í myndinni og fengu framleiðendur meðal annars lánað eitt af taflborðunum sem Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu á í einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972 til að nota í tökum á myndinni. Taflborðið var flutt alla leið til Kanada vegna gerð myndarinnar. „Þeir vildu hafa þetta ekta í tökunum og það var ekkert mál að fá taflborðið lánað. Það var að sjálfsögðu tryggt fyrir formúu ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir svona sögulegan grip. Það er mikið lagt í þessa mynd en aðrir hlutir voru einnig sendir frá Íslandi til Kanada,“ sagði Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm, sem aðstoðaði tökuliðið, í samtali við Fréttablaðið í desember í fyrra. Í öðrum hlutverkum í Pawn Sacrifice eru Peter Sarsgaard og Liev Schreiber. Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndin Pawn Sacrifice, í leikstjórn Ed Zwick, verður heimsfrumsýnd á 39. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada. Hátiðin er haldin frá 4. til 14. september á þessu ári. Pawn Sacrifice skartar leikaranum Tobey Maguire í aðalhlutverki en myndin fjallar um skákmeistarann sáluga Bobby Fischer. Tökulið myndarinnar kom hingað til lands í fyrra til að taka upp atriði í myndinni og fengu framleiðendur meðal annars lánað eitt af taflborðunum sem Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu á í einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972 til að nota í tökum á myndinni. Taflborðið var flutt alla leið til Kanada vegna gerð myndarinnar. „Þeir vildu hafa þetta ekta í tökunum og það var ekkert mál að fá taflborðið lánað. Það var að sjálfsögðu tryggt fyrir formúu ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir svona sögulegan grip. Það er mikið lagt í þessa mynd en aðrir hlutir voru einnig sendir frá Íslandi til Kanada,“ sagði Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm, sem aðstoðaði tökuliðið, í samtali við Fréttablaðið í desember í fyrra. Í öðrum hlutverkum í Pawn Sacrifice eru Peter Sarsgaard og Liev Schreiber.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira