Loksins fær Jessica Lange heiðursverðlaun Kirk Douglas 31. júlí 2014 16:30 The Santa Barbara International Film Festival tilkynnti í gær að leikkonan Jessica Lange myndi hljóta hin árlegu Kirk Douglas verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á ferlinum. Verðlaunin verða veitt Lange þann 16. nóvember næstkomandi, hugsanlega af Douglas sjálfum. Lange hefur tvisvar hlotið Óskarsverðlaun og tvisvar Emmy-verðlaun. „Jessica Lange býr yfir þremur lykilkostum þess að gera það gott í þessum fáránlega iðnaði, hæfileikum, fegurð og greind,“ segir Douglas um kollega sinn. Douglas verður 98 ára gamall viku fyrir viðburðinn. Verðlaunin eru veitt í níunda sinn í ár en áður hafa hlotið viðurkenninguna Kirk Douglas sjálfur, Harrison Ford, Quentin Tarantino, John Travolta, Ed Harris, sonur Douglas, Michael Douglas, Robert De Niro, og á síðasta ári, Forest Whitaker. Lange sem er 65 ára var tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrr í mánuðinum sem besta leikkona í míníseríu fyrir leik sinn í American Horror Story: Coven. Jessica Lange er ein virtasta leikkona sinnar kynslóðar. Hún hefur sex sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, en hlaut fyrst Óskarinn fyrir leik sinn í hinni klassísku Tootsie frá árinu 1982 og síðan fyrir leik sinn í Blue Sky árið 1994. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
The Santa Barbara International Film Festival tilkynnti í gær að leikkonan Jessica Lange myndi hljóta hin árlegu Kirk Douglas verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á ferlinum. Verðlaunin verða veitt Lange þann 16. nóvember næstkomandi, hugsanlega af Douglas sjálfum. Lange hefur tvisvar hlotið Óskarsverðlaun og tvisvar Emmy-verðlaun. „Jessica Lange býr yfir þremur lykilkostum þess að gera það gott í þessum fáránlega iðnaði, hæfileikum, fegurð og greind,“ segir Douglas um kollega sinn. Douglas verður 98 ára gamall viku fyrir viðburðinn. Verðlaunin eru veitt í níunda sinn í ár en áður hafa hlotið viðurkenninguna Kirk Douglas sjálfur, Harrison Ford, Quentin Tarantino, John Travolta, Ed Harris, sonur Douglas, Michael Douglas, Robert De Niro, og á síðasta ári, Forest Whitaker. Lange sem er 65 ára var tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrr í mánuðinum sem besta leikkona í míníseríu fyrir leik sinn í American Horror Story: Coven. Jessica Lange er ein virtasta leikkona sinnar kynslóðar. Hún hefur sex sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, en hlaut fyrst Óskarinn fyrir leik sinn í hinni klassísku Tootsie frá árinu 1982 og síðan fyrir leik sinn í Blue Sky árið 1994.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira