Körfubolti

Kevin Durant verður ekki með bandaríska liðinu á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það tók mikið á  Kevin Durant að verða vitni að því þegar Paul George fótbrotnaði.
Það tók mikið á Kevin Durant að verða vitni að því þegar Paul George fótbrotnaði. Vísir/Getty
Kevin Durant hefur ákveðið að draga sig út úr bandaríska landsliðshópnum og besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðasta tímabili verður því ekki með Bandaríkjamönnum á HM í körfubolta á Spáni í næsta mánuði.

Durant gaf þá skýringu að hann væri alveg búinn á því eftir erfitt tímabil, bæði líkamlega og andlega. Durant hefur verið að æfa með liðinu og það var búist við því að hann yrði með á Spáni.

„Þetta var afar erfið ákvörðun því ég er mjög stoltur af því að spila fyrir bandaríska landsliðið," sagði Kevin Durant í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum.

Kevin Durant dró sig út úr hópnum innan við viku eftir að Paul George fótbrotnaði í æfingaleik bandaríska liðsins en auk þess höfðu þeir Kevin Love, Blake Griffin, LaMarcus Aldridge og Kawhi Leonard dregið sig út úr bandaríska hópnum.

Kevin Durant var besti maðurinn á síðasta HM fyrir fjórum árum þegar bandaríska liðið varð heimsmeistari í fyrsta sinn síðan 1995. Durant var einnig með þegar landslið Bandaríkjanna vann gull á ÓL í London 2012.






Tengdar fréttir

George missir af HM

Paul George varð fyrir alvarlegum meiðslum í leik milli bandarísku landsliðsmannanna í gær.

Ginobili ekki með á HM

Manu Ginobili, leikmaður San Antonio Spurs, verður ekki með argentínska landsliðinu á HM í körfubolta sem hefst þann 30. ágúst næstkomandi.

Silver: Ólíklegt að þessu verði breytt

Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar á ekki von á því að liðin fái heimild þess að banna leikmönnum liðsins að taka þátt í verkefnum landsliða sinna. Málefnið hefur verið í umræðunni eftir fótbrot Paul George í æfingarleik bandaríska landsliðsins á dögunum.

Krzyzewski fækkar í bandaríska hópnum

Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar mun Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta, skera leikamannahóp liðsins niður í 16 leikmenn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×