Heimsfrægar geitur í útrýmingarhættu Birta Björnsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 20:00 Á Háfelli í Hvítársíðu halda hjónin Jóhanna og Þorbjörn tæplega 400 íslenskar geitur. Það er um helmingur alls íslenska geitastofnsins. Íslenski geitastofnin er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu og er hættan ekki minni nú þegar útlit er fyrir að öllum geitunum á Háfelli verði slátrað eftir rúman mánuð. „Við vorum með skuldir eins og flestir, lán upp á 20 milljónir,” segir Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli. „Eins og hjá svo mörgum öðrum hækkaði lánið uppúr öllu valdi þegar bankahrunið varð. En þegar maður er með búskap sem ekki er með mikla innkomu ennþá er þetta ennþá erfiðara.” Jóhanna segir íslenska geitastofninn stórmerkilegan og grátlegt ef allur árangur ræktunarstarfs þeirra hjóna þurrkist út, þau eigi eina geitaræktarbúið sem starfrækt hafi verið hér á landi. Fari fram sem horfir missir Jóhanna bú sitt um miðjan september. Einhverja kiðlingana verður þá hægt að selja en hinna bíður bara eitt. „Það er enginn sem getur tekið við þessum fjölda geita bara si svona, svo þeirra bíður bara slátrun,” segir Jóhanna. En ekki er öll von úti enn. Erlendir aðilar hafa hrundið af stað söfnun til að koma megi í veg fyrir að geiturnar hennar Jóhönnu endi allar í sláturhúsinu. Og ástæðan fyrir áhuganum erlendis frá er ekki síst vegna þess að nokkrar af geitunum hennar Jóhönnu komu við sögu í einum vinsælustu sjónvarpsþáttum heims, Game of Thrones. Söfnunin hefur farið vel af stað en er að sögn Jóhönnu þeirra síðasta hálmstrá að fá að halda geitunum.„Það er auðvitað góðs viti að á fyrstu fjórum dögum söfnunarinnar hafi safnast 14% af áætluðu söfnunarfé. Ég ætla að leyfa mér að vona að þetta fari vel," segir Jóhanna. Game of Thrones Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Á Háfelli í Hvítársíðu halda hjónin Jóhanna og Þorbjörn tæplega 400 íslenskar geitur. Það er um helmingur alls íslenska geitastofnsins. Íslenski geitastofnin er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu og er hættan ekki minni nú þegar útlit er fyrir að öllum geitunum á Háfelli verði slátrað eftir rúman mánuð. „Við vorum með skuldir eins og flestir, lán upp á 20 milljónir,” segir Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli. „Eins og hjá svo mörgum öðrum hækkaði lánið uppúr öllu valdi þegar bankahrunið varð. En þegar maður er með búskap sem ekki er með mikla innkomu ennþá er þetta ennþá erfiðara.” Jóhanna segir íslenska geitastofninn stórmerkilegan og grátlegt ef allur árangur ræktunarstarfs þeirra hjóna þurrkist út, þau eigi eina geitaræktarbúið sem starfrækt hafi verið hér á landi. Fari fram sem horfir missir Jóhanna bú sitt um miðjan september. Einhverja kiðlingana verður þá hægt að selja en hinna bíður bara eitt. „Það er enginn sem getur tekið við þessum fjölda geita bara si svona, svo þeirra bíður bara slátrun,” segir Jóhanna. En ekki er öll von úti enn. Erlendir aðilar hafa hrundið af stað söfnun til að koma megi í veg fyrir að geiturnar hennar Jóhönnu endi allar í sláturhúsinu. Og ástæðan fyrir áhuganum erlendis frá er ekki síst vegna þess að nokkrar af geitunum hennar Jóhönnu komu við sögu í einum vinsælustu sjónvarpsþáttum heims, Game of Thrones. Söfnunin hefur farið vel af stað en er að sögn Jóhönnu þeirra síðasta hálmstrá að fá að halda geitunum.„Það er auðvitað góðs viti að á fyrstu fjórum dögum söfnunarinnar hafi safnast 14% af áætluðu söfnunarfé. Ég ætla að leyfa mér að vona að þetta fari vel," segir Jóhanna.
Game of Thrones Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira