Tiger Woods staðfestir þátttöku sína á PGA-meistaramótinu 7. ágúst 2014 11:39 Það verður spennandi að fylgjast með Tiger Woods um helgina. AP/Getty Mikil óvissa hefur verið með þátttöku Tiger Woods á PGA-meistaramótinu sem fram fer á Valhalla-vellinum og hefst í dag. Woods þurfti að hætta leik á lokahring Bridgestone Invitational í síðustu viku vegna verkja í baki en hann er, eins og flestir golfáhugamenn vita, nýkominn úr löngu fríi vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Það leit alls ekki út fyrir að hann yrði með á þessu síðasta risamóti ársins en þegar hann hætti leik síðasta sunnudag virtist hann vera mjög þjáður. Það kom því töluvert á óvart þegar þær fréttir bárust í gær að Woods myndi leika æfingahring fyrir mótið og eftir hringinn staðfesti hann svo þátttöku sína. „Ég hef unnið mikið með sjúkraþjálfaranum mínum undanfarna viku og ég finn ekki fyrir neinum sársauka eins og er,“ sagði Woods við fréttamenn eftir æfingahringinn í gær. „Ef bakið fer að vera með leiðindi þá verður hann með mér alla vikuna og ætti að geta hjálpað mér að klára mótið.“ Spurður út í væntingar fyrir mótið eftir undanfarna erfileika var svar þessa vinsæla kylfings stutt. „Ég ætla mér að vinna þetta.“ PGA-meistaramótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 17:00. Golf Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mikil óvissa hefur verið með þátttöku Tiger Woods á PGA-meistaramótinu sem fram fer á Valhalla-vellinum og hefst í dag. Woods þurfti að hætta leik á lokahring Bridgestone Invitational í síðustu viku vegna verkja í baki en hann er, eins og flestir golfáhugamenn vita, nýkominn úr löngu fríi vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Það leit alls ekki út fyrir að hann yrði með á þessu síðasta risamóti ársins en þegar hann hætti leik síðasta sunnudag virtist hann vera mjög þjáður. Það kom því töluvert á óvart þegar þær fréttir bárust í gær að Woods myndi leika æfingahring fyrir mótið og eftir hringinn staðfesti hann svo þátttöku sína. „Ég hef unnið mikið með sjúkraþjálfaranum mínum undanfarna viku og ég finn ekki fyrir neinum sársauka eins og er,“ sagði Woods við fréttamenn eftir æfingahringinn í gær. „Ef bakið fer að vera með leiðindi þá verður hann með mér alla vikuna og ætti að geta hjálpað mér að klára mótið.“ Spurður út í væntingar fyrir mótið eftir undanfarna erfileika var svar þessa vinsæla kylfings stutt. „Ég ætla mér að vinna þetta.“ PGA-meistaramótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira