Nýr Porsche 718 kemur 2016 Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 09:30 Porsche 718, snaggaralegur bíll sem kosta mun 40.000 Evrur. Það teljast ávallt fréttir þegar sportbílaframleiðandinn Porsche kynnir nýja bílgerð. Porsche ætlar að setja á markað glænýjan bíl, Porsche 718 sem er smár sportbíll með vélina fyrir miðju og aðeins 2 sæta. Gárungarnir segja að ástæðan fyrir því að Porsche ætlar að setja þennan bíl á markað sé sú að Alfa Romeo sé í startholunum með samskonar bíl og Porsche ætlar ekki að leyfi ítalska framleiðandanum að eiga sviðið í þessum litla flokki smárra sportbíla. Porsche 718 verður í raun systurbíll Boxster og Cayman bílanna, en aðeins styttri samt. Hann verður byggður á Boxster bílnum en dramatískari í útliti og karakter. Í bílinn fer fyrsta 4 strokka vél Porsche í langan tíma, eða allt frá því 912 bíllinn var framleiddur. Minni gerð fjögurra strokka vélarinnar verður 2,0 lítra og 285 hestöfl en sú stærri 2,5 lítra og 360 hestöfl. Val verður á milli 6 gíra beinskiptingar eða 7 gíra sjálfskiptingar og verður hún tengd tveimur kúplingum. Vafalaust verður þessi bíll stórkostlegur í akstri líkt og systurbílarnir, en mun líklega eyða minni eldsneyti með fjögurra strokka vélarnar. Búist er við því að 718 bíllinn verði boðinn á um 40.000 Evrur í Evrópu og þar af leiðandi talsvert ódýrari bíll en bæði Boxster og Cayman. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Það teljast ávallt fréttir þegar sportbílaframleiðandinn Porsche kynnir nýja bílgerð. Porsche ætlar að setja á markað glænýjan bíl, Porsche 718 sem er smár sportbíll með vélina fyrir miðju og aðeins 2 sæta. Gárungarnir segja að ástæðan fyrir því að Porsche ætlar að setja þennan bíl á markað sé sú að Alfa Romeo sé í startholunum með samskonar bíl og Porsche ætlar ekki að leyfi ítalska framleiðandanum að eiga sviðið í þessum litla flokki smárra sportbíla. Porsche 718 verður í raun systurbíll Boxster og Cayman bílanna, en aðeins styttri samt. Hann verður byggður á Boxster bílnum en dramatískari í útliti og karakter. Í bílinn fer fyrsta 4 strokka vél Porsche í langan tíma, eða allt frá því 912 bíllinn var framleiddur. Minni gerð fjögurra strokka vélarinnar verður 2,0 lítra og 285 hestöfl en sú stærri 2,5 lítra og 360 hestöfl. Val verður á milli 6 gíra beinskiptingar eða 7 gíra sjálfskiptingar og verður hún tengd tveimur kúplingum. Vafalaust verður þessi bíll stórkostlegur í akstri líkt og systurbílarnir, en mun líklega eyða minni eldsneyti með fjögurra strokka vélarnar. Búist er við því að 718 bíllinn verði boðinn á um 40.000 Evrur í Evrópu og þar af leiðandi talsvert ódýrari bíll en bæði Boxster og Cayman.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent