Körfubolti

Krzyzewski fækkar í bandaríska hópnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
John Wall verður ekki með Bandaríkjunum á HM í körfubolta.
John Wall verður ekki með Bandaríkjunum á HM í körfubolta. Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar mun Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta, skera leikamannahóp liðsins niður í 16 leikmenn í dag.

John Wall, Bradley Beal og Paul Millsap verða að bíta í það súra epli að missa af HM á Spáni sem hefst í lok mánaðarins.

Krzyzewski þarf svo að skilja fjóra leikmenn í viðbót eftir, en hópurinn sem fer til Spánar telur tólf leikmenn.

Þessir 16 leikmenn standa því eftir:

Kevin Durant, Derrick Rose, Kyrie Irving, Anthony Davis, Stephen Curry, Klay Thompson, James Harden, Kyle Korver, DeMarcus Cousins, Chandler Parsons, Gordon Hayward, DeMar DeRozan, Damian Lillard, Kenneth Faried, Andre Drummond og Mason Plumlee.

Eins og fram kom um helgina meiddist Paul George illa í sýningarleik bandaríska liðsins og verður ekki með liðinu á HM.

NBA

Tengdar fréttir

George missir af HM

Paul George varð fyrir alvarlegum meiðslum í leik milli bandarísku landsliðsmannanna í gær.

Silver: Ólíklegt að þessu verði breytt

Framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar á ekki von á því að liðin fái heimild þess að banna leikmönnum liðsins að taka þátt í verkefnum landsliða sinna. Málefnið hefur verið í umræðunni eftir fótbrot Paul George í æfingarleik bandaríska landsliðsins á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×