Körfubolti

Silver: Ólíklegt að þessu verði breytt

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Adam Silver, framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar gerir ekki ráð fyrir að í framtíðinni geti lið bannað leikmönnum sínum að taka þátt í mótum með landsliðum sínu.

Undanfarna daga hefur verið rætt í fjölmiðlum í Bandaríkjunum hvort lið ættu að fá leyfi til þess að banna leikmönnum sínum að taka þátt í verkefnum landsliða sinna.

Urðu þær raddir enn háværari eftir að Paul George, stjörnuframherji Indiana Pacers, fótbrotnaði í æfingarleik bandaríska landsliðsins en hann mun missa af næsta tímabili.

Manu Ginobili dró sig úr hópnum hjá argentínska landsliðinu um daginn vegna meiðsla en fljótlega fóru að heyrast sögusagnir að hann hefði gert það vegna þess að félag hans, San Antonio Spurs hefði skorað á hann að gera það.

„Ég á ekki von á því að þessu verði breytt þó ég búist við því að þetta verði rætt þegar framkvæmdarstjórn deildarinnar hittist í september. Við munum skoða kosti þess og galla þess að lið geti ekki neitað leikmönnum sínum að taka þátt,“ en Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, lá ekki á skoðun sinni að vanda og skellti skoðun sinni á Twitter en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.

NBA

Tengdar fréttir

George missir af HM

Paul George varð fyrir alvarlegum meiðslum í leik milli bandarísku landsliðsmannanna í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×