Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2014 11:45 Helgi Björnsson jöklafræðingur. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. Hann telur þó að hlaupið yrði illskárra en það sem tók af brýrnar yfir Skeiðarársand í Gjálpargosinu fyrir átján árum. Það sem gerir Bárðarbungu sérlega hættulega eldstöð er að jarðsagan sýnir að hún veldur hamfarahlaupum, þegar jarðeldurinn bræðir mikið snjófarg á skömmum tíma, eins og Helgi Björnsson jöklafræðingur lýsir í hádegisfréttum Bylgjunnar: „Þetta er allt saman undir firnaþykkum jökli. Hann er allt að því 800 metra þykkur. Þar sem skjálftarnir eru akkúrat núna, sem er reyndar ekki í Bárðarbungu sjálfri, þar er þetta 600 metra þykkt. Þetta er alveg eins þykkt og var í Gjálpargosinu þegar það kom upp." Helgi segir að menn geti horft til hamfarahlaupsins sem kom niður á Skeiðarársand eftir Gjálpargosið árið 1996 en það sópaði burt brúnni yfir Gígjukvísl og tók Skeiðarárbrú í sundur. Helgi telur að brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum yrði allar í mikill hættu ef eldgos kæmi upp á þeim stað sem nú þykir líklegastur, sem er í Dyngjujökli.Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum hjá Grímsstöðum er lykiltenging milli Norðurlands og Austurlands. Ef hún fer rofnar hringvegurinn.Stöð 2/Sigurjón Ólason„Það yrði firnamikið hlaup ef það kæmi upp gos undir í miðjum Dyngjujökli, þar sem jökullinn er 600 metra þykkur," segir Helgi. Hann áætlar að rennslið yrði svipað og í Gjálpargosinu, eða í kringum tífalt rennsli Þjórsár eða Ölfusár, og færi niður Jökulsá á Fjöllum. „En þetta yrði illskárra en var í Gjálpargosinu vegna þess að þarna myndi vatn væntanlega ekki safnast fyrir eins og gerðist 1996. Þá fór það niður í Grímsvötn og fyllti þau og kom svo með rennsli sem var tífalt það sem ég var að nefna áðan. Þannig að þetta yrði jafnara og minna, - en nógu slæmt samt," segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Bárðarbunga Tengdar fréttir Virknin gengur áfram í bylgjum Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 19. ágúst 2014 09:02 Skjálftinn var 4,5 stig Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa endurmetið stærð stóra skjálftans sem varð í Bárðarbungu í nótt. 18. ágúst 2014 21:45 Almannavarnardeild fundar og fer yfir ný gögn "Það verður farið yfir öll ný gögn sem hafa borist undanfarinn sólarhring,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2014 09:58 Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37 Erlendir göngumenn á hættusvæði Þrátt fyrir að lokað sé fyrir umferð inn á stórt svæði norðan við Vatnajökul er enn vitað til þess að göngufólk sé þar á ferð. 19. ágúst 2014 11:39 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 TF-SIF væntanleg síðdegis Frá Sikiley til Íslands með viðkomu á Bretlandi. 19. ágúst 2014 10:23 Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær 18. ágúst 2014 18:27 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. Hann telur þó að hlaupið yrði illskárra en það sem tók af brýrnar yfir Skeiðarársand í Gjálpargosinu fyrir átján árum. Það sem gerir Bárðarbungu sérlega hættulega eldstöð er að jarðsagan sýnir að hún veldur hamfarahlaupum, þegar jarðeldurinn bræðir mikið snjófarg á skömmum tíma, eins og Helgi Björnsson jöklafræðingur lýsir í hádegisfréttum Bylgjunnar: „Þetta er allt saman undir firnaþykkum jökli. Hann er allt að því 800 metra þykkur. Þar sem skjálftarnir eru akkúrat núna, sem er reyndar ekki í Bárðarbungu sjálfri, þar er þetta 600 metra þykkt. Þetta er alveg eins þykkt og var í Gjálpargosinu þegar það kom upp." Helgi segir að menn geti horft til hamfarahlaupsins sem kom niður á Skeiðarársand eftir Gjálpargosið árið 1996 en það sópaði burt brúnni yfir Gígjukvísl og tók Skeiðarárbrú í sundur. Helgi telur að brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum yrði allar í mikill hættu ef eldgos kæmi upp á þeim stað sem nú þykir líklegastur, sem er í Dyngjujökli.Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum hjá Grímsstöðum er lykiltenging milli Norðurlands og Austurlands. Ef hún fer rofnar hringvegurinn.Stöð 2/Sigurjón Ólason„Það yrði firnamikið hlaup ef það kæmi upp gos undir í miðjum Dyngjujökli, þar sem jökullinn er 600 metra þykkur," segir Helgi. Hann áætlar að rennslið yrði svipað og í Gjálpargosinu, eða í kringum tífalt rennsli Þjórsár eða Ölfusár, og færi niður Jökulsá á Fjöllum. „En þetta yrði illskárra en var í Gjálpargosinu vegna þess að þarna myndi vatn væntanlega ekki safnast fyrir eins og gerðist 1996. Þá fór það niður í Grímsvötn og fyllti þau og kom svo með rennsli sem var tífalt það sem ég var að nefna áðan. Þannig að þetta yrði jafnara og minna, - en nógu slæmt samt," segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Virknin gengur áfram í bylgjum Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 19. ágúst 2014 09:02 Skjálftinn var 4,5 stig Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa endurmetið stærð stóra skjálftans sem varð í Bárðarbungu í nótt. 18. ágúst 2014 21:45 Almannavarnardeild fundar og fer yfir ný gögn "Það verður farið yfir öll ný gögn sem hafa borist undanfarinn sólarhring,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2014 09:58 Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37 Erlendir göngumenn á hættusvæði Þrátt fyrir að lokað sé fyrir umferð inn á stórt svæði norðan við Vatnajökul er enn vitað til þess að göngufólk sé þar á ferð. 19. ágúst 2014 11:39 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 TF-SIF væntanleg síðdegis Frá Sikiley til Íslands með viðkomu á Bretlandi. 19. ágúst 2014 10:23 Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær 18. ágúst 2014 18:27 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Virknin gengur áfram í bylgjum Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 19. ágúst 2014 09:02
Skjálftinn var 4,5 stig Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa endurmetið stærð stóra skjálftans sem varð í Bárðarbungu í nótt. 18. ágúst 2014 21:45
Almannavarnardeild fundar og fer yfir ný gögn "Það verður farið yfir öll ný gögn sem hafa borist undanfarinn sólarhring,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2014 09:58
Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37
Erlendir göngumenn á hættusvæði Þrátt fyrir að lokað sé fyrir umferð inn á stórt svæði norðan við Vatnajökul er enn vitað til þess að göngufólk sé þar á ferð. 19. ágúst 2014 11:39
Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30
Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær 18. ágúst 2014 18:27