Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 23:48 Bárðarbunga í Vatnajökli Mynd/STÖÐ 2 Frá því að skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu aðfaranótt laugardagsins 16. ágúst hafa mælitæki á vegum Veðurstofu Íslands numið rúmlega 2800 skjálfta á liðlega þriggja daga tímabili.Read English version here. Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð og er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Af skjálftunum rúmlega 2800 hafa rúmlega 950 skjálftar mælst frá miðnætti 18. ágúst, þ.e. undanfarinn sólarhring þegar þessi orð eru skrifuð. Fjöldi skjálfta hefur verið stærri en 3 stig en stærsti skjálftinn til þessa var 4,5 stig. Hann er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli. Hann reið yfir klukkan 02:37 í nótt og fannst allt til Akureyrar og Jökulsárlóns.Hér má skjálftaþróun frá því að virknin hóst á laugardag. Skjálftarnir eru litgreindir eftir dagsetningum og þeir sem eru stærri en 3 eru merktir sem grænar stjörnur. Þróunin í norðausturátt sést glögglega.MYND/VEÐURSTOFANSkjálftavirknin hófst upphaflega í Bárðarbungu en færist nú í átt að þyrpingum norðan og austan við eldstöðina. Stærstu skjálftarnir hafa hingað til mælst í norðanverðri þyrpingunni en skjálftavirknin er mest í þeirri austari. Frá því í morgun hefur hins vegar dregið verulega úr skjálftum í norðari þyrpingunni. Mikil virkni er þú enn í austari þyrpingunni. Tvær stórar skjálftahrinur mældust í dag milli klukkan 10:45 og 12:00 og frá 16:00 til 17:30. Fyrri hrynan færðist í norðausturátt þar sem flestir skjálftanna áttu sér stað milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Eins og fyrr hefur verið greint frá hafa athuganir gefið til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Fram til þessa hafa flestir skjálftarnir átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi. Engin merki hafa greinst til þessa um að skjálftarnir færist ofar eða að eldvirkni sé að aukast. Veðurstofa Íslands fylgist grannt með allri þróun mála.Hér ber að líta þróun skjálftavirkninnar í dag. Eins og hér að ofan sést vel hvernig skjálftarnir færast í norðaustur. Rauður er til marks um nýlegustu skjálftana.MYND/Veðurstofan Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Frá því að skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu aðfaranótt laugardagsins 16. ágúst hafa mælitæki á vegum Veðurstofu Íslands numið rúmlega 2800 skjálfta á liðlega þriggja daga tímabili.Read English version here. Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð og er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Af skjálftunum rúmlega 2800 hafa rúmlega 950 skjálftar mælst frá miðnætti 18. ágúst, þ.e. undanfarinn sólarhring þegar þessi orð eru skrifuð. Fjöldi skjálfta hefur verið stærri en 3 stig en stærsti skjálftinn til þessa var 4,5 stig. Hann er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli. Hann reið yfir klukkan 02:37 í nótt og fannst allt til Akureyrar og Jökulsárlóns.Hér má skjálftaþróun frá því að virknin hóst á laugardag. Skjálftarnir eru litgreindir eftir dagsetningum og þeir sem eru stærri en 3 eru merktir sem grænar stjörnur. Þróunin í norðausturátt sést glögglega.MYND/VEÐURSTOFANSkjálftavirknin hófst upphaflega í Bárðarbungu en færist nú í átt að þyrpingum norðan og austan við eldstöðina. Stærstu skjálftarnir hafa hingað til mælst í norðanverðri þyrpingunni en skjálftavirknin er mest í þeirri austari. Frá því í morgun hefur hins vegar dregið verulega úr skjálftum í norðari þyrpingunni. Mikil virkni er þú enn í austari þyrpingunni. Tvær stórar skjálftahrinur mældust í dag milli klukkan 10:45 og 12:00 og frá 16:00 til 17:30. Fyrri hrynan færðist í norðausturátt þar sem flestir skjálftanna áttu sér stað milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Eins og fyrr hefur verið greint frá hafa athuganir gefið til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Fram til þessa hafa flestir skjálftarnir átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi. Engin merki hafa greinst til þessa um að skjálftarnir færist ofar eða að eldvirkni sé að aukast. Veðurstofa Íslands fylgist grannt með allri þróun mála.Hér ber að líta þróun skjálftavirkninnar í dag. Eins og hér að ofan sést vel hvernig skjálftarnir færast í norðaustur. Rauður er til marks um nýlegustu skjálftana.MYND/Veðurstofan
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28