Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 18:27 Frá eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011 sem er á sama kvikusvæði og Bárðarbunga. Vísir/EGILL Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær. Grímsvötn eru í um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá eldstöðinni. Vísindamenn héldu á fjallið í gær með aðstoð Landhelgisgæslunnar en í ferðinni var einnig komið fyrir nýjum jarðskjálftamæli á Bárðarbungu.Björn Oddsson, verkefnastjóri hjá Almannavarnardeild setti vélina upp, en hún er samstarfsverkefni Almannavarna, Jöklarannsóknarfélagsins, Neyðarlínunnar og fyrirtækisins M&T er RÚV greindi frá. Mælingar vísindamanna sýna áframhaldandi virkni í Bárðarbungu en engin merki eru um gos. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofu er ekki hægt að útiloka að þessi virkni geti leitt til sprengigoss sem þá mundi valda jökulhlaupi og losun ösku út í andrúmsloftið. Jarðvísindamenn flugu undir kvöld í gær yfir svæðið í þyrlu Gæslunnar, til að meta aðstæður. Síðustu sjö ár hefur virkni í Bárðarbungu aukist jafnt og þétt. Í kjölfar gossins í Grímsvötnum árið 2011 datt virknin tímabundið niður, en fór fljótlega að aukast aftur. Skjálftahrina varð á svæðinu í maí í vor, en hún var mun minni en hrinan núna er þegar orðin. Fylgjast má hér með vefmyndavélinni á Grímsfjalli. Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær. Grímsvötn eru í um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá eldstöðinni. Vísindamenn héldu á fjallið í gær með aðstoð Landhelgisgæslunnar en í ferðinni var einnig komið fyrir nýjum jarðskjálftamæli á Bárðarbungu.Björn Oddsson, verkefnastjóri hjá Almannavarnardeild setti vélina upp, en hún er samstarfsverkefni Almannavarna, Jöklarannsóknarfélagsins, Neyðarlínunnar og fyrirtækisins M&T er RÚV greindi frá. Mælingar vísindamanna sýna áframhaldandi virkni í Bárðarbungu en engin merki eru um gos. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofu er ekki hægt að útiloka að þessi virkni geti leitt til sprengigoss sem þá mundi valda jökulhlaupi og losun ösku út í andrúmsloftið. Jarðvísindamenn flugu undir kvöld í gær yfir svæðið í þyrlu Gæslunnar, til að meta aðstæður. Síðustu sjö ár hefur virkni í Bárðarbungu aukist jafnt og þétt. Í kjölfar gossins í Grímsvötnum árið 2011 datt virknin tímabundið niður, en fór fljótlega að aukast aftur. Skjálftahrina varð á svæðinu í maí í vor, en hún var mun minni en hrinan núna er þegar orðin. Fylgjast má hér með vefmyndavélinni á Grímsfjalli.
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28