Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi Gissur Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2014 11:37 Magnús Tumi Guðmundsson og skjálftavirknin á Vatnajökli. Jarðvísindamenn telja að sjá megi með nokkurra klukkustunda fyrirvara ef eldgos hefst á skjálftasvæðinu í Vatnajökli. Sterkasti skjálftinn í þessari hrinu varð í nótt og mældist fjögur stig. Skjálftinn varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum jöklinum. Hann fannst meðal annars á Akureyri. Ekki sjást þó merki um að kvika sé að leiðinni upp á yfirborðið. Þrátt fyrir að allir skjálftar sem hafa mælst eftir stóra skjálftann í nótt séu mun minni virðist ekkert lát vera á hrinunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræðum. „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu. Við fengum stærsta skjálftann í nótt þannig að við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Það er augljóslega kvika á hreyfingu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir engin merki þess að hreyfingar séu að leita nær yfirborðinu. „Það er ekki að sjá eða það skilst mér á þeim sem hafa verið að skoða, engin merki um óróa eða að skjálftarnir séu að færast upp á við,“ segir Magnús Tumi. Fyrst og fremst sé um innskotavirkni að ræða og engin merki um eldgos að svo stöddu. „En það er auðvitað ekki hægt að útiloka það. Maður myndi reikna með nokkurra klukkustunda fyrirvara.“ Frá miðnætti til klukkan sex í morgun höfðu um 250 skjálftar mælst við Bárðarbungu og Kistufell. Jarðvísindamenn flugu undir kvöld í gær yfir svæðið í þyrlu Gæslunnar til að meta aðstæður. Það ræðst svo á fundi Almannavarna, sem nú stendur, hvort svæðið verður aftur skoðað úr lofti í dag. Síðustu sjö ár hefur virkni í Bárðarbungu aukist jafnt og þétt. Í kjölfar gossins í Grímsvötnum árið 2011 datt hún tímabundið niður en fór fljótlega að aukast aftur. Skjálftahrina varð á svæðinu í maí í vor en hún var mun minni en hrinan núna er þegar orðin. Óvissuástand er enn í gildi og útiloka Almannavarnir ekki að atburðarrásin geti leitt til eldgoss undir jöklinum, með tilheyrandi flóðum. Þess vegna eru nokkrir hálendisvegir norðan Vatnajökuls enn lokaðir. Bárðarbunga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Jarðvísindamenn telja að sjá megi með nokkurra klukkustunda fyrirvara ef eldgos hefst á skjálftasvæðinu í Vatnajökli. Sterkasti skjálftinn í þessari hrinu varð í nótt og mældist fjögur stig. Skjálftinn varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum jöklinum. Hann fannst meðal annars á Akureyri. Ekki sjást þó merki um að kvika sé að leiðinni upp á yfirborðið. Þrátt fyrir að allir skjálftar sem hafa mælst eftir stóra skjálftann í nótt séu mun minni virðist ekkert lát vera á hrinunni að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræðum. „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu. Við fengum stærsta skjálftann í nótt þannig að við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Það er augljóslega kvika á hreyfingu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir engin merki þess að hreyfingar séu að leita nær yfirborðinu. „Það er ekki að sjá eða það skilst mér á þeim sem hafa verið að skoða, engin merki um óróa eða að skjálftarnir séu að færast upp á við,“ segir Magnús Tumi. Fyrst og fremst sé um innskotavirkni að ræða og engin merki um eldgos að svo stöddu. „En það er auðvitað ekki hægt að útiloka það. Maður myndi reikna með nokkurra klukkustunda fyrirvara.“ Frá miðnætti til klukkan sex í morgun höfðu um 250 skjálftar mælst við Bárðarbungu og Kistufell. Jarðvísindamenn flugu undir kvöld í gær yfir svæðið í þyrlu Gæslunnar til að meta aðstæður. Það ræðst svo á fundi Almannavarna, sem nú stendur, hvort svæðið verður aftur skoðað úr lofti í dag. Síðustu sjö ár hefur virkni í Bárðarbungu aukist jafnt og þétt. Í kjölfar gossins í Grímsvötnum árið 2011 datt hún tímabundið niður en fór fljótlega að aukast aftur. Skjálftahrina varð á svæðinu í maí í vor en hún var mun minni en hrinan núna er þegar orðin. Óvissuástand er enn í gildi og útiloka Almannavarnir ekki að atburðarrásin geti leitt til eldgoss undir jöklinum, með tilheyrandi flóðum. Þess vegna eru nokkrir hálendisvegir norðan Vatnajökuls enn lokaðir.
Bárðarbunga Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira