Volvo 240 er 40 ára Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2014 10:49 Volvo 244 DL. Liðin eru 40 ár síðan fyrstu eintökin af hinum sterkbyggða Volvo 240 runnu af færiböndunum í Svíþjóð og enn er þessi bíll dáður af bílaáhugamönnum. Volvo 240 var framleiddur í 19 ár og alls voru framleidd 2.685.171 eintök af bílnum og rötuðu ansi mörg eintök af honum hingað til lands og mörg þeirra ennþá til, enda sterkbyggður bíll þar á ferð. Volvo 240 er söluhæsta bílgerð Volvo frá upphafi. Lang flest eintök hans var með fjögurra strokka vélum en þó voru 177.402 eintök hans með 6 strokka vél og báru flestir þeirra nafnið Volvo 264. Volvo 240 átti undanfarann 140, en 240 bíllinn var lengri bíll með mun stærri stuðurum. Fyrstu fjögurra strokka bílarnir voru annaðhvort 97 eða 123 hestafla vélum en síðar voru í boði 5 og 6 strokka vélar í bílunum og árið 1981 var fyrst í boði 155 hestafla forþjöppudrifin vél. Volvo 245 Wagon. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Liðin eru 40 ár síðan fyrstu eintökin af hinum sterkbyggða Volvo 240 runnu af færiböndunum í Svíþjóð og enn er þessi bíll dáður af bílaáhugamönnum. Volvo 240 var framleiddur í 19 ár og alls voru framleidd 2.685.171 eintök af bílnum og rötuðu ansi mörg eintök af honum hingað til lands og mörg þeirra ennþá til, enda sterkbyggður bíll þar á ferð. Volvo 240 er söluhæsta bílgerð Volvo frá upphafi. Lang flest eintök hans var með fjögurra strokka vélum en þó voru 177.402 eintök hans með 6 strokka vél og báru flestir þeirra nafnið Volvo 264. Volvo 240 átti undanfarann 140, en 240 bíllinn var lengri bíll með mun stærri stuðurum. Fyrstu fjögurra strokka bílarnir voru annaðhvort 97 eða 123 hestafla vélum en síðar voru í boði 5 og 6 strokka vélar í bílunum og árið 1981 var fyrst í boði 155 hestafla forþjöppudrifin vél. Volvo 245 Wagon.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent