Körfubolti

Shawn Marion ætlar að spila með LeBron í Cleveland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shawn Marion kveður nú Rick Carlisle þjálfara Dallas.
Shawn Marion kveður nú Rick Carlisle þjálfara Dallas. Vísir/Getty
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að framherjinn Shawn Marion hafi ákveðið að semja við Cleveland Cavaliers og spila með liðinu í NBA-deildinni á komandi tímabili.

Shawn Marion hefur spilað með Dallas Mavericks undanfarin ár og var með 10,4 stig og 6,5 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

Shawn Marion bætist í hóp þeirra LeBron James, Mike Miller og James Jones sem hafa einnig komið til Cleveland Cavaliers í sumar. Kevin Love mun senn bætast í hópinn og jafnvel Ray Allen ákveði hann að taka eitt tímabil í viðbót.

Shawn Marion er 36 ára gamall en þessi 201 sm framherji hefur spilað í NBA-deildinni síðan 1999 með Phoenix Suns (1999-2008), Miami Heat (2008-2009), Toronto Raptors (2009) og      Dallas Mavericks (2009-2014). Hann hefur spilað 1106 leiki í deildarkeppni og 103 leiki í úrslitakeppni og varð NBA-meistari með Dallas árið 2011.

Shawn Marion er einn af fjórum leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar sem hafa náð því að skora 17 þúsund stig, taka 9 þúsund fráköst, stela 1500 boltum og verja 1000 skot. Hinir eru Hakeem Olajuwon, Karl Malone og Kevin Garnett.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×