Umhverfis jörðina á Mini Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2014 13:54 Kátir þjóðverjarnir tveir taka pásu á löngum akstrinum. Tveir Þjóðverjar fengu þá undarlegu hugmynd að aka Mini Countryman bíl umhverfis jörðina og hafa nú næstum klárað ferð sína. Þeir lögðu upp frá hinum fallega bæ Heidelberg í Þýskalandi, óku þaðan gegnum Pólland, Eistrasaltslöndin, Rússland, Kóreu og Japan. Það var helst ævintýraþrá tvímenninganna sem fékk þá til frarinnar, þó svo þeir hafi fengið nokkra styrktaraðila til að þátt í kostnaðinum. Setja þurfti auka eldsneytistank í bílinn, ekki síst til að komast lengri leiðir í austurhluta Rússlands. Þaðan var bíllinn fluttur til vesturstrandar Bandaríkjanna í flugi og óku þeir síðan þvert yfir landið, þar sem ferðin endaði í New York. Að sögn þeirra leiðangursmanna, Fritz Kreis og Thomas Fürst, urðu engin vandræði að fara yfir landamæri alla ferðina og að þeir hafi ekki síður vingast við landamæraverði en annað fólk á langri leið sinni. Engin þörf hafi verið á að múta þeim með amerískum sígarettum eða bera á það fé. Þá hafi það einnig komið þeim í opna skjöldu að vera boðið í tjöld hirðingja og að gestrisni þeirra væri eitthvað sem aldrei liði þeim úr minni. Nú er verið að flytja bílinn frá New York til Bremenhaven og þaðan munu þeir aka honum til Heidelberg og ljúka hringnum. Ekki leiðinlegt hjá þeim í sumar. Leiðin sem tvímenningarnir óku.Ekki gekk allt áfallalaust fyrir sig alla leiðina. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Tveir Þjóðverjar fengu þá undarlegu hugmynd að aka Mini Countryman bíl umhverfis jörðina og hafa nú næstum klárað ferð sína. Þeir lögðu upp frá hinum fallega bæ Heidelberg í Þýskalandi, óku þaðan gegnum Pólland, Eistrasaltslöndin, Rússland, Kóreu og Japan. Það var helst ævintýraþrá tvímenninganna sem fékk þá til frarinnar, þó svo þeir hafi fengið nokkra styrktaraðila til að þátt í kostnaðinum. Setja þurfti auka eldsneytistank í bílinn, ekki síst til að komast lengri leiðir í austurhluta Rússlands. Þaðan var bíllinn fluttur til vesturstrandar Bandaríkjanna í flugi og óku þeir síðan þvert yfir landið, þar sem ferðin endaði í New York. Að sögn þeirra leiðangursmanna, Fritz Kreis og Thomas Fürst, urðu engin vandræði að fara yfir landamæri alla ferðina og að þeir hafi ekki síður vingast við landamæraverði en annað fólk á langri leið sinni. Engin þörf hafi verið á að múta þeim með amerískum sígarettum eða bera á það fé. Þá hafi það einnig komið þeim í opna skjöldu að vera boðið í tjöld hirðingja og að gestrisni þeirra væri eitthvað sem aldrei liði þeim úr minni. Nú er verið að flytja bílinn frá New York til Bremenhaven og þaðan munu þeir aka honum til Heidelberg og ljúka hringnum. Ekki leiðinlegt hjá þeim í sumar. Leiðin sem tvímenningarnir óku.Ekki gekk allt áfallalaust fyrir sig alla leiðina.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent