Vilja fjármagna nýjan Landspítala með eignatryggðri fjármögnun Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. ágúst 2014 09:39 Áhugi er fyrir því meðal fagfjárfesta að taka þátt í byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þá myndi kostnaðurinn vegna spítalans ekki lenda á ríkisreikningi. Óvíst er hvort og hvenær ráðist verður í byggingu nýs Landspítala. Stjórn og starfsmenn Nýs Landspítala ohf. og byggingarnefnd um spítalann eru enn að störfum en óvissan snýst aðallega um fjármögnun. Ekki er sátt um það milli stjórnarflokkanna að hægt sé að ráðast í framkvæmdina á þessum tímapunkti en kostnaðaráætlun um nýbyggingar og tækjakaup hljóðar upp á samtals 80 milljarða króna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir: „Húsakostur Landspítala er óviðunandi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endurbætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst.“ Gagnályktað hefur verið frá þessu á þann veg að ekki sé á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að ljúka byggingu nýs Landspítala. Þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn séu ekki hlynntir byggingu spítalans á þessum tímapunkti samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að „ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut“ með 56 atkvæðum gegn engu fyrir þingfrestun sl. vor. Það er til lausn á fjármögnunarvanda nýs Landspítala sem þarf ekki að fela í sér þungt högg fyrir fjárhag ríkissjóðs. Um er að ræða svokallaða eignatryggða fjármögnun (e. asset backed securitization). Það fæli í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem væru tryggð með framtíðar rekstrartekjum spítalans. Eignatryggð fjármögnun er eitt af því sem fellt hefur verið undir skuggabankastarfsemi (e. shadow banking) þ.e. fjármögnun annarra aðila en hefðbundinna viðskiptabanka utan hins hefðbundna eftirlitskerfis. Sjá umfjöllun um þetta fyrirbæri í Fjármálastöðugleika Seðlabankans (1/2014) á bls. 14-15. Hvalfjarðargöngin gott dæmi Dæmi um eignatryggða fjármögnun af þessu tagi er bygging Hvalfjarðarganga á sínum tíma. Þá voru skuldabréfin sem gefin voru út vegna framkvæmdarinnar tryggð með fargjöldum þeirra sem keyrðu í gegnum göngin. Jón Finnbogason forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni hf., einu stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki landsins, segir áhuga hjá fagfjárfestum að taka þátt í verkefninu. „Þetta er verkefni sem væri hægt að fjármagna með eignatryggðri fjármögnun, svo dæmi sé tekið,“ segir Jón í nýjasta þætti Klinksins.Hefur það verið skoðað? „Ég er sjálfur í nefnd sem er að skoða þetta sem er á vegum samtakanna Spítalinn okkar og ég hef komið þessum sjónarmiðum inn í þá umræðu.“ Jón segir að ef þessi leið yrði farin yrði skuldabréf vegna byggingar spítalans til dæmis tryggt með rekstrartekjum spítalans. Hann segir að þessar hugmyndir hafi fengið ágætis hljómgrunn hjá stjórnvöldum án þess að tæknilegar útfærslur hafi verið ræddar. Umræðan sé á frumstigi. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði í samtali við Stöð 2 að breyta þyrfti lögum um fjárreiður ríkisins ef fara ætti þessa leið við fjármögnun nýs Landspítala. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnendur Fjársýslu ríkisins einnig verið þeirrar skoðunar. Sveinn sagðist hins vegar telja að verði frumvarp til nýrra laga um opinber fjármál, sem lagt var fram til kynningar síðastliðið vor, að lögum í fyllingu tímans ætti það að duga því það myndi liðka fyrir fjármögnun stofnana eins og Landspítalans í A-hluta ríkissjóðs. Klinkið Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Áhugi er fyrir því meðal fagfjárfesta að taka þátt í byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þá myndi kostnaðurinn vegna spítalans ekki lenda á ríkisreikningi. Óvíst er hvort og hvenær ráðist verður í byggingu nýs Landspítala. Stjórn og starfsmenn Nýs Landspítala ohf. og byggingarnefnd um spítalann eru enn að störfum en óvissan snýst aðallega um fjármögnun. Ekki er sátt um það milli stjórnarflokkanna að hægt sé að ráðast í framkvæmdina á þessum tímapunkti en kostnaðaráætlun um nýbyggingar og tækjakaup hljóðar upp á samtals 80 milljarða króna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir: „Húsakostur Landspítala er óviðunandi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endurbætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst.“ Gagnályktað hefur verið frá þessu á þann veg að ekki sé á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að ljúka byggingu nýs Landspítala. Þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn séu ekki hlynntir byggingu spítalans á þessum tímapunkti samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að „ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut“ með 56 atkvæðum gegn engu fyrir þingfrestun sl. vor. Það er til lausn á fjármögnunarvanda nýs Landspítala sem þarf ekki að fela í sér þungt högg fyrir fjárhag ríkissjóðs. Um er að ræða svokallaða eignatryggða fjármögnun (e. asset backed securitization). Það fæli í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem væru tryggð með framtíðar rekstrartekjum spítalans. Eignatryggð fjármögnun er eitt af því sem fellt hefur verið undir skuggabankastarfsemi (e. shadow banking) þ.e. fjármögnun annarra aðila en hefðbundinna viðskiptabanka utan hins hefðbundna eftirlitskerfis. Sjá umfjöllun um þetta fyrirbæri í Fjármálastöðugleika Seðlabankans (1/2014) á bls. 14-15. Hvalfjarðargöngin gott dæmi Dæmi um eignatryggða fjármögnun af þessu tagi er bygging Hvalfjarðarganga á sínum tíma. Þá voru skuldabréfin sem gefin voru út vegna framkvæmdarinnar tryggð með fargjöldum þeirra sem keyrðu í gegnum göngin. Jón Finnbogason forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni hf., einu stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki landsins, segir áhuga hjá fagfjárfestum að taka þátt í verkefninu. „Þetta er verkefni sem væri hægt að fjármagna með eignatryggðri fjármögnun, svo dæmi sé tekið,“ segir Jón í nýjasta þætti Klinksins.Hefur það verið skoðað? „Ég er sjálfur í nefnd sem er að skoða þetta sem er á vegum samtakanna Spítalinn okkar og ég hef komið þessum sjónarmiðum inn í þá umræðu.“ Jón segir að ef þessi leið yrði farin yrði skuldabréf vegna byggingar spítalans til dæmis tryggt með rekstrartekjum spítalans. Hann segir að þessar hugmyndir hafi fengið ágætis hljómgrunn hjá stjórnvöldum án þess að tæknilegar útfærslur hafi verið ræddar. Umræðan sé á frumstigi. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði í samtali við Stöð 2 að breyta þyrfti lögum um fjárreiður ríkisins ef fara ætti þessa leið við fjármögnun nýs Landspítala. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnendur Fjársýslu ríkisins einnig verið þeirrar skoðunar. Sveinn sagðist hins vegar telja að verði frumvarp til nýrra laga um opinber fjármál, sem lagt var fram til kynningar síðastliðið vor, að lögum í fyllingu tímans ætti það að duga því það myndi liðka fyrir fjármögnun stofnana eins og Landspítalans í A-hluta ríkissjóðs.
Klinkið Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira