Gosið hófst upp úr miðnætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2014 02:15 „Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert. Sprungugos er hafið norður af Dyngjujökli, nyrst í Holuhrauni Gosið hófst um miðnætti (u.þ.b. 00:02) m.v. vefmyndavélar og jarðskjálftagögn. Gosið sést ekki á radar og talið er að öskuframleiðsla sé óveruleg að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Talið er að sprungan sé um 100-300 metra löng. Vísindamenn á svæðinu telja að gosið sé nokkra kílómetra norður af sporði Dyngjujökuls og að hraun renni til suð-austurs og virðist renna hratt. Veikur gosórói sést á jarðskjálftamælum í samræmi við hraungos án verulegrar sprengivirkni. Engin merki sjást um jökulhlaup. Litakóði fyrir Bárðarbungu er rauður. Á vefmyndavél Mílu er greinilegt að gosið er ekki jafnöflugt og það var á öðrum tímanum í nótt. Rögnvaldur segir að starfsmenn í samhæfingarmiðstöðunni haldi áfram að vinna miðað við þær forsendur að gos sé í gangi. Tveir starfsmenn Veðurstofunnar eru á svæðinu og fylgjast með gangi mála. Á myndbandinu hér að ofan má sjá fyrsta klukkutíma gossins tekinn saman á 36 sekúndum. Hafa verður í huga að vefmyndavélin er staðsett á Vaðöldu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá gosinu. Myndina sem fylgir fréttinni tók Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við University of Cambridge. Bárðarbunga Tengdar fréttir Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00 Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21 120 mílna hættusvæði umhverfis eldstöðina Litakóði vegna flugs hefur verið færður upp í rautt. 29. ágúst 2014 01:59 Fundað í samhæfingarmiðstöðinni Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul. 29. ágúst 2014 01:48 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
„Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert. Sprungugos er hafið norður af Dyngjujökli, nyrst í Holuhrauni Gosið hófst um miðnætti (u.þ.b. 00:02) m.v. vefmyndavélar og jarðskjálftagögn. Gosið sést ekki á radar og talið er að öskuframleiðsla sé óveruleg að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Talið er að sprungan sé um 100-300 metra löng. Vísindamenn á svæðinu telja að gosið sé nokkra kílómetra norður af sporði Dyngjujökuls og að hraun renni til suð-austurs og virðist renna hratt. Veikur gosórói sést á jarðskjálftamælum í samræmi við hraungos án verulegrar sprengivirkni. Engin merki sjást um jökulhlaup. Litakóði fyrir Bárðarbungu er rauður. Á vefmyndavél Mílu er greinilegt að gosið er ekki jafnöflugt og það var á öðrum tímanum í nótt. Rögnvaldur segir að starfsmenn í samhæfingarmiðstöðunni haldi áfram að vinna miðað við þær forsendur að gos sé í gangi. Tveir starfsmenn Veðurstofunnar eru á svæðinu og fylgjast með gangi mála. Á myndbandinu hér að ofan má sjá fyrsta klukkutíma gossins tekinn saman á 36 sekúndum. Hafa verður í huga að vefmyndavélin er staðsett á Vaðöldu í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá gosinu. Myndina sem fylgir fréttinni tók Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við University of Cambridge.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00 Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21 120 mílna hættusvæði umhverfis eldstöðina Litakóði vegna flugs hefur verið færður upp í rautt. 29. ágúst 2014 01:59 Fundað í samhæfingarmiðstöðinni Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul. 29. ágúst 2014 01:48 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Hraungos er hafið norðan Dyngjujökuls Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið. 29. ágúst 2014 01:00
Vísindamenn á svæðinu passa sig að fara ekki of nærri Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarstöð almannavarna staðfestir í samtali við Vísi að gos sé hafið norðan Dyngjujökuls en sunnan við Öskju. 29. ágúst 2014 01:21
120 mílna hættusvæði umhverfis eldstöðina Litakóði vegna flugs hefur verið færður upp í rautt. 29. ágúst 2014 01:59
Fundað í samhæfingarmiðstöðinni Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul. 29. ágúst 2014 01:48