Sætar kartöflur eru hollar, góðar og stútfullar af næringu. Þær innihalda meðal annars A vítamín, C vítamín, járn, magnesíum og kalk. Þær eru því frábærar í eldamennskuna og í drykki í stað óhollrar sætu.
Hér kemur uppskrift af bragðgóðum og hollum drykk sem er frábær þegar löngunin í eitthvað sætt hellist yfir.
Hráefni sem þarf í drykkinn:
1/2 lífræn sæt kartafla
1 lítill frosinn banani
2 steinlausar döðlur
1 og 1/2 bolli möndlumjólk
3 ísmolar
1/4 teskeið kanill
Leiðbeiningar:
Blandið öllum hráefnunum saman í blandara eða matvinnsluvél þangað til að áferðin er orðin mjúk. Hellið í glas og stráið örlitlum kanil yfir.
Drekkið og njótið!
Hollur og góður sætkartöflu drykkur
