Leoncie fékk hjálp frá huldumanni Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. ágúst 2014 11:15 „Ég hef fengið fullt af jákvæðum símtölum frá fólki sem er að hrósa nýja myndbandinu. Ég er rosalega ánægð með viðtökurnar,“ segir tónlistarkonan Leoncie en hún hefur sent frá nýtt tónlistarmyndband við lagið Going Places. Eins og titill lagsins gefur til kynna, þá fer Leoncie um víðan völl í myndbandinu og flakkar heimshornanna á milli. „Við fórum út um allt að taka upp myndbandið og ég man sérstaklega eftir því hvað það var mikill vindur á Keflavíkurflugvelli þegar við tókum þar upp,“ bætir Leoncie við. Myndbandið vann hún með svokölluðum huldumanni, sem vill ekki koma fram undir nafni. „Hann er ótrúlega klár og það var mjög gott að vinna með honum. Við ætlum einnig að vinna saman að næsta myndbandi og byrjum á að taka það upp í næsta mánuði,“ segir Leoncie. Í myndbandinu hér að ofan er einnig að finna texta lagsins. „Viktor kom með þá hugmynd að setja texta lagsins í myndbandið. Alltaf þegar ég kem fram á tónleikum þá syngur fólk með og er þetta því góð leið fyrir fólk að læra textann auðveldlega,“ útskýrir Leoncie. Síðasta myndband sem hún sendi frá sér var við lagið Gay World og var henni boðið að sýna myndbandið í þættinum Americas Funniest Home Videos. „Ég kunni ekki við samninginn sem þeir buðu mér. Ef þeir vilja sýna nýja myndbandið mitt í þættinum þurfa þeir að bjóða mér betur, ég vill bara fá góðan samning.“ Leoncie er að öðru leyti sátt og kann vel við sig í Keflavík. „Ég elska að búa í Keflavík og sérstaklega svona nálægt flugvellinum, það er svo stutt til útlanda.“ Leoncie kemur fram á tónleikum á skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú þann 6. september næstkomandi og lofar góðu stuði. Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Ég hef fengið fullt af jákvæðum símtölum frá fólki sem er að hrósa nýja myndbandinu. Ég er rosalega ánægð með viðtökurnar,“ segir tónlistarkonan Leoncie en hún hefur sent frá nýtt tónlistarmyndband við lagið Going Places. Eins og titill lagsins gefur til kynna, þá fer Leoncie um víðan völl í myndbandinu og flakkar heimshornanna á milli. „Við fórum út um allt að taka upp myndbandið og ég man sérstaklega eftir því hvað það var mikill vindur á Keflavíkurflugvelli þegar við tókum þar upp,“ bætir Leoncie við. Myndbandið vann hún með svokölluðum huldumanni, sem vill ekki koma fram undir nafni. „Hann er ótrúlega klár og það var mjög gott að vinna með honum. Við ætlum einnig að vinna saman að næsta myndbandi og byrjum á að taka það upp í næsta mánuði,“ segir Leoncie. Í myndbandinu hér að ofan er einnig að finna texta lagsins. „Viktor kom með þá hugmynd að setja texta lagsins í myndbandið. Alltaf þegar ég kem fram á tónleikum þá syngur fólk með og er þetta því góð leið fyrir fólk að læra textann auðveldlega,“ útskýrir Leoncie. Síðasta myndband sem hún sendi frá sér var við lagið Gay World og var henni boðið að sýna myndbandið í þættinum Americas Funniest Home Videos. „Ég kunni ekki við samninginn sem þeir buðu mér. Ef þeir vilja sýna nýja myndbandið mitt í þættinum þurfa þeir að bjóða mér betur, ég vill bara fá góðan samning.“ Leoncie er að öðru leyti sátt og kann vel við sig í Keflavík. „Ég elska að búa í Keflavík og sérstaklega svona nálægt flugvellinum, það er svo stutt til útlanda.“ Leoncie kemur fram á tónleikum á skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú þann 6. september næstkomandi og lofar góðu stuði.
Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira