Leoncie fékk hjálp frá huldumanni Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. ágúst 2014 11:15 „Ég hef fengið fullt af jákvæðum símtölum frá fólki sem er að hrósa nýja myndbandinu. Ég er rosalega ánægð með viðtökurnar,“ segir tónlistarkonan Leoncie en hún hefur sent frá nýtt tónlistarmyndband við lagið Going Places. Eins og titill lagsins gefur til kynna, þá fer Leoncie um víðan völl í myndbandinu og flakkar heimshornanna á milli. „Við fórum út um allt að taka upp myndbandið og ég man sérstaklega eftir því hvað það var mikill vindur á Keflavíkurflugvelli þegar við tókum þar upp,“ bætir Leoncie við. Myndbandið vann hún með svokölluðum huldumanni, sem vill ekki koma fram undir nafni. „Hann er ótrúlega klár og það var mjög gott að vinna með honum. Við ætlum einnig að vinna saman að næsta myndbandi og byrjum á að taka það upp í næsta mánuði,“ segir Leoncie. Í myndbandinu hér að ofan er einnig að finna texta lagsins. „Viktor kom með þá hugmynd að setja texta lagsins í myndbandið. Alltaf þegar ég kem fram á tónleikum þá syngur fólk með og er þetta því góð leið fyrir fólk að læra textann auðveldlega,“ útskýrir Leoncie. Síðasta myndband sem hún sendi frá sér var við lagið Gay World og var henni boðið að sýna myndbandið í þættinum Americas Funniest Home Videos. „Ég kunni ekki við samninginn sem þeir buðu mér. Ef þeir vilja sýna nýja myndbandið mitt í þættinum þurfa þeir að bjóða mér betur, ég vill bara fá góðan samning.“ Leoncie er að öðru leyti sátt og kann vel við sig í Keflavík. „Ég elska að búa í Keflavík og sérstaklega svona nálægt flugvellinum, það er svo stutt til útlanda.“ Leoncie kemur fram á tónleikum á skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú þann 6. september næstkomandi og lofar góðu stuði. Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég hef fengið fullt af jákvæðum símtölum frá fólki sem er að hrósa nýja myndbandinu. Ég er rosalega ánægð með viðtökurnar,“ segir tónlistarkonan Leoncie en hún hefur sent frá nýtt tónlistarmyndband við lagið Going Places. Eins og titill lagsins gefur til kynna, þá fer Leoncie um víðan völl í myndbandinu og flakkar heimshornanna á milli. „Við fórum út um allt að taka upp myndbandið og ég man sérstaklega eftir því hvað það var mikill vindur á Keflavíkurflugvelli þegar við tókum þar upp,“ bætir Leoncie við. Myndbandið vann hún með svokölluðum huldumanni, sem vill ekki koma fram undir nafni. „Hann er ótrúlega klár og það var mjög gott að vinna með honum. Við ætlum einnig að vinna saman að næsta myndbandi og byrjum á að taka það upp í næsta mánuði,“ segir Leoncie. Í myndbandinu hér að ofan er einnig að finna texta lagsins. „Viktor kom með þá hugmynd að setja texta lagsins í myndbandið. Alltaf þegar ég kem fram á tónleikum þá syngur fólk með og er þetta því góð leið fyrir fólk að læra textann auðveldlega,“ útskýrir Leoncie. Síðasta myndband sem hún sendi frá sér var við lagið Gay World og var henni boðið að sýna myndbandið í þættinum Americas Funniest Home Videos. „Ég kunni ekki við samninginn sem þeir buðu mér. Ef þeir vilja sýna nýja myndbandið mitt í þættinum þurfa þeir að bjóða mér betur, ég vill bara fá góðan samning.“ Leoncie er að öðru leyti sátt og kann vel við sig í Keflavík. „Ég elska að búa í Keflavík og sérstaklega svona nálægt flugvellinum, það er svo stutt til útlanda.“ Leoncie kemur fram á tónleikum á skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú þann 6. september næstkomandi og lofar góðu stuði.
Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira